Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1977, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1977, Blaðsíða 10
 Gestur með brjóstmynd af manni — eitt af mörgu, sem hann leggur gjörva hönd á. Steinleirinn er heillandi við- fangsefni. Hér er Gestur við rennibekkinn og hluturinn er að taka á sig form. Við lokastig framleiðslunnar; hér stingur Gestur fallegum vasa í brennsluofninn, þar sem leirinn er brenndur við geysihátt hita- stig. Hér er það nýjasta, sem um leið er árangur af samvinnu þeirra hjóna; Gestur hefur mótað lilut- ina, en Rúna skreytt þá. Rúna og Gestur Framhald af bls. 9. Viðhorf sumra í atvinnumálum eru t.d. vægast sagt dálitið ugg- vænleg núna. Þau mál eru sjálfsagt flókin og við viljum ógjarnan fella nokkra sleggju- dóma. Samt finnst manni eitt- hvað bogið við það þegar betur borgar sig að fá greiddan at- vinnuleysisstyrk þegar um þrengist í manns eigin fagi en fá sér atvinnu í annarri grein. Slikt hlýtur að vera atvinnu- leysis-hvetjandi og bjóða heim lélegum móral. En heilbrigt fólk sættir sig tæpast við slikt athafnaleysi til lengdar". „Þetta er ein af villigötum sósial-kapitalismans", segir Gestur og brosir út i annað. „Sviar uggðu betur að sér en Danir í þessum efnum. Þegar atvinnuleysi hefur verið yfirvr'*- andi hjá þeim i einhverri grein eins og t.d. hefur orðið meðal prentara vegna breyttra starfshátta, þá hafa stjórnvöld lagt i tæka tið sterka áherzlu á endurhæfingu manna innan greinarinnar og þannig forðað þeim frá atvinnuleysi. En fólk, sem við kynntumst í Danmörku virtist hafa fullan skilning á þvi að þessi mál þyrfti að endur- skoða og við skulum vona að það verði gert". „Er um nokkur sérstök áhrif á listasviðinu að ræða sem þið búið að eftir þessa dvöl?" „Það er alltaf gott að breyta um umhverfi", segir Rúna. „Fólk verður þá opnara fyrir áhrifum úr ýmsum áttum. Auk þess víkkar það sjóndeildar- hringinn að kynnast hversdags- lífi annarra þjóða". Gestur: „Það er líka mikils virði að komast i þá aðstöðu að geta borið sig saman við aðra — komast að þvi hvað maður dugar i samkeppninni. Það rann t.d. upp fyrir mér, hvað islenzkir listamenn eru illa settir með að koma verkum sinum á stærri markaði og þá á ég sér- staklega við myndhöggvara. Við fórum mikið á söfn og sýningar. Ekki sáum við þó nema eitt einasta verk eftir Sig- urjón Ólafsson, sem ég tel reyndar að sé einn mesti mynd- höggvari sem uppi er i dag. Jafnaldrar hans i Danmörku t.d. sem margir eru ágætir listamenn, eru nú orðnir þekkt- ir um allan heim. En vilji fólk kynnast verkum Sígurjóns verður það að gera svo vel að koma til íslands — nema til komi styrkur frá opinberum að- ilum til að kynna hann erlendis. Það er ekki vinnandi vegur fyrir einn mann að standa undir flutningskostnaði höggmynda héðan til annarra landa". „Um ástand í myndlistarmál- um í Danmörku eins og það kom ykkur fyrir sjónir — ", „Satt bezt að segja fannst Framhald á bls. 16. Rúna med hálfgerða mynd, sem nær yfir sex flfsar. Stundum vinnur hún á fjórar flfsar og allt niður f eina eins og sjá má á forsíðumynd- inni. Samvinna — uestur byr tn sKaiar eða skildi úr steinleir og Rúna skreytir gripina. Hér hefur Rúna raðað upp á borð nokkrum misjafnlega stórum mynduin, sem brenndar eru á flfsar. Nokkrar slíkar myndir voru á haustsýningu Félags fslenzkra myndlistarmanna á Kjarvalsstöðum í október.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.