Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1977, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1977, Blaðsíða 9
á er sagt í viðtalinu. Nemendur fengu að fylgjast með tilurð ir í skólanum. Hulda Valtýsdóttir ræðir við Rúnu og Gest Þorgrímsson um ársdvöl þeirra í Kaupmannahöfn Eftir að ég hefði lokið fyrsta námskeiðinu var ég beðinn um að leiðbeina á stuttu fram- haldsnámskeiði þar sem m.a. átti að gera kennslukvikmynd um leirkerasmíði. Meðal þátt- takenda var Carsten nokkur Elk kennari og námsstjóri i Röd- ovre, sem er ein útborg Kaup- mannahafnar. Barnaskólanum í Islev Rödovre hafði nýlega verið úthlutað fjárupphæð til listaverkakaupa fyrir skólann og það varð svo úr, eftir að Carsten hafði heimsótt okkur og séð hvað R.úna var að fást við, að hann fór þess á leit að við ynnum að verkefni fyrir skólann. fengjum aðstöðu til vinnu þar, svo börnin gætu fengið að fylgjast með, bæði forvinnunni og allar götur þar til verkinu lyki. Síðan mundi fjárupphæðin notuð til kaupa á einhverju verkanna". ,,Þetta var kærkomið tæki- færi", segir Rúna, ,,og við tók- um því fegins hendi. Við höfð- um enga vinnustofu þar sem við bjuggum. Ég vann þar að visu við postulínsmálunina en þurfti að láta brenna fyrir mig annars staðar. í skólanum var a'ðstaðan prýðileg og þar gát- um við brennt sjálf" Og bæði taka þau i sama streng, að samskiptin við börn- in hafi verið hin ánægjulegustu — „þau komu til okkar i hóp- um, unnu að sínum verkefnum annars staðar i stofunni, spurðu okkur margs og sýndu starfi okkar mikinn áhuga. Þau sáu með eigin augum hve mikil vinna er lögð i hvert verk og gættu þess vel að munirnir yrðu ekki fyrir hnjaski, hvort sem þeir stóðu i hillum eða héngu á veggjum". í dönsku blaði þar sem sagt er frá þessu fyrirkomulagi undir fyrirsögninni: Dæmi til eftir- breytni, er haft eftir Carsten Elk: „Höfuðkosturinn við þetta er að börnin í skólanum fá tæki- færi til að fylgjast með vinnu listafólksins á þessu hálfa ári og þau fá sjálf að taka þátt i vali á þeim munum, sem þeim finnst skólinn eigi að eignast. Afstaðan til listaverks, sem keypt væri úti i bæ, þótt marg- viðurkennt listaverk sé, yrði aldrei eins náin. Ekki er það siður kostur að hjónin eru bæði vel að sér i uppeldisfræðum og vön kennslu og þau njóta sjálf þessarra samskipta við börn- in". í framhaldi af þessarri vinnu við Islev-skólann var þeim Gesti og Rúnu boðið að sýna verk sin í aðalbókasafninu í Rödovre, en það er fræg bygg- ing og fögur, reyndar eitt sið- asta verk danska arkitektsins Arne Jakobsen. Þar sýndu þau það sem þau höfðu unnið um veturinn ásamt fleiri verkum sem þau höfðu meðferðis til Danmerkur. Sýningin fékk góða dóma i blöðum og vakti athygli. Þá er einnig þess að geta að síðastliðið vor tóku þau hjón enn saman föggur sinar og listmuni, hlóðu bíl sinn og óku sem leið lá til Þrándheims, en þar fengu þau leigðan lítinn Veggmynd eftir Rúnu, rúmur metri á breidd. Myndina hún þar. sýningarsal og héldu eina sýn- inguna enn. Þar i bæ fengu þau einnig lofsamlega dóma í blöðum. Við förum að rabba vitt og breitt um frændur okkar Dani og sú spurning kemur upp, hvað sé þeim efst í huga eftir þessa ársdvöl með þeim. „Ekki annað en það að hún var ánægjuleg i alla staði", seg- ir Rúna. „Danir eru i eðli sinu Ijúfir í umgengni og rólyndir, enda búa þeir ekki við jafn langan vinnudag og við gerum hér. Þó virðist okkur að tiltölu- lega sé sist minna lista- og menningarlif i Reykjavik en i Kaupmannahöfn. En Danir eru gróin og þróuð iðnaðarþjóð sem stendur traustum fótum frá fýrri tið. Þeir gera vel við sitt námsfólk, gamalt fólk og börn. En i þessu velskipulagða vel- ferðarriki koma þó i Ijós ýms göt, sem bjóða nýjum áður óþekktum vandamálum heim. Framhald á bls. 10 gerði Rúna fyrir skólann i Kaupmannahöfn og er Skúlptúr eftir Gest; verk, sem hann vann fyrir skólann i Kaup- mannahöfn og er þar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.