Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1973, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1973, Blaðsíða 9
r safnið í heild. Litadýrðin er mikil, og þreytist laður seint á að virða dúkkurnar fyrir sér. Áhugamál manna eru mis- munandi. Sumir stunda íþróttir aðrir helga sér bókmenntir og enn aðrir leggja fyrir sig söfnun. í síðast talda hópnum er Stein- unn Ö. Thorlacíus. Hún hefur safnað dúkkum í þjóðbúningum í tiu ár og telur sig nú eiga u.þ.b. 170 dúkkur víðs vegar að úr heiminum. „Þetta byrjaði allt þannig að dóttir mín, sem oft var erlendis gaf mér dúkku i hollenzkum þjóðbúningi. Vinir og kunn- ingjar færðu mér svo eina og eina dúkku og áhugi minn vak- naði, og ég bað fólk um að kaupa fyrir mig erlendis. Ég keypti mér lítinn glerskáp og hélt, að hann myndi duga undir safnið, en það stækkaði svo ört, að ég varð að fá mér nýjan, og er hann að minn- sta kosti 15 sinnum stærri en sá fyrri. En nú er svo komið, að hann er einnig orðinn of lítill, og ég veit satt að segja ekki hvað skal gera, þvi plássið hjá mér er ekki ótakmarkað. Fyrst ég var byrjuð að safna dúkkum í þjóðbúningum, fannst mér tilhlýðilegt að sauma ís- lenzku búningana, og ég byrjaði á því fyrir 5 árum og á nú ellefu mismunandi búninga. Til hliðsjönar við gerð þeirra hafði ég bók, sem heitir „íslenzkir þjóðbúningar kvenna“, og er eftir Elsu Guðjónssen. Einnig hef ég saumað tízkubúninga, allt frá gotneska tímanum fram á þessa öld, og til hliðsjónar hafði ég bók, sem heitir „Klæde- dragtens Kayalliade“. Fyrir nokkrum árum siðan sendi égvinkonu minni, sem b>T i Ameriku dúkku í íslenzka búningnum, sem nefnist spaða- faldur. Hefur hún þrisvar sin- num farið á dúkkusýningu og í öll skiptin hlotið 1. verðlaun og einu sinni fékk klúbburinn, sem vinkona min er meðlimur i bikar fyrir hana. Eg hef aldrei haldið sýningu hér heima, en það hefur oft verið haft á orði við mig, og veit ég ekki enn, hvort ég fram- kvæmi það nokkurn tímann.“ Hvorki þér né Ajax þurfið sjálfvirka þvottavél til að fá gegnhreinan, hvítan þvott því Ajax er sjálft sjálfvirkt Ajax er blandað efnakljúfum og því óháð orku þvottavéla Ajax er gætt sjálfvirkri Þvottaorku og hreinsimætti, sem óhreinindin fá ekki staðizt. Ajax er kjörefnið í stórÞvottinn - gerir hverja flik leiftrandi hvíta. Ajax er lika tilvalið í finni Þvotta, t. d. orlon og nælon, sem gulna Þá ekki. Ajax er rétta efnið, ef leggja Þarf í bleyti, og við forÞvott. Notið Þá Ajax og horfið á óhreinindin hverfa. Með Ajax - efnakljúfum verður Þvotturinn gegnhreinn og blæfallegur. »

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.