Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1973, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1973, Blaðsíða 6
eftir Walt Withman SÖNGUR VELTANDI JARÐARINNAR I Söngur veltandi jarðar, og samsvarandi orða, Hugðirðu þetta orðin, þessi beinu strik? þessar sveigjur, horn, depla? Nei, orðin eru ekki þessi, hin raunverulegu orð eru í grundinni og sænum, Þau eru í loftinu, þau eru í þér. Hélztu aðþetta væru orðin, þessi unaðslegu hljóð af vörum vinar þíns? Nei, hin raunverulegu orð eru dásamlegri en þau. Líkamar manna eru orð, ógrynni orða, (í beztu ljóðunum endur-birtist líkaminn, karls eðakonu, vel-skapaður, eðlilegur, glaður, Hver hluti hæfur, virkur, móttækilegur, laus við blygðun eða blygðþörf.) Loft, leir, vatn, eldur — þessi eru orð, Ég sjálfur orð með þeim — eðli mitt gagnsmogið þeirra — nafn mitt er þeim ekkert, Þótt þess væri getið á hinum þrjú þúsund tungum, hvað myndu loft, leir, vatn, eldur vita af nafhi mínu? Holl návist, vinsamlegt eða skipandi látbragð, eru orð, tjáning, merking, Töfrarnirsem stafa af útliti sumra karla og kvenna, eru einnig tjáning og merking. Starfsemi sálna er af þessum óheyranlegu orðum jarðar, Meistararnir þekkjaorð jarðar og nota þau fremur eh heyranleg orð. Umbót er eitt af orðum jarðar, Jörðin hvorki slórar né flaustrar, Hún er alhæf, sáir, uppsker, falin í sjálfri sér fyrir stökkinu, Hún er ekki hálf-fögur aðeins, lýti og æxli opinbera engu minna en fullkomnun. Jörðin synjar ekki, hún er nógu örlát, Sannindi jarðar dvelur sífellt, þau eru ekki svo dulin að heldur, Þau eru rósöm, fíngreind, óþýðanleg á prent, Þau metta allt sem fúslega miðlar sig, Miðlar heim göfgi, tjái ég og tjái, Égtala eigi, en heyri þú mig eigi, hversu má ég þá duga þér? Að þola, að bæta, ófær þess — hvert lið væri f mér? - Þýðandi: Ingimar Erlendur Sigurðsson VJbl' WHh (Accouche! accouchez! Ætlarðu að ýlda þinn eigin ávöxt í sjálfum þér? Ætlarðu að húkaog kafna þar?) , Jörðin þrætir ekki, Er ekki uppnæm, hefur engar kvaðir, Öskrar ekki, hastar, sannfærir, hótar, lofar, Mismunar ekki, hefur enga ímyndanlega bresti, Læsir engu, synjar einskis, útilokar engan, Hún vitnar um alla krafta, fyrirbrigði, ástand, undanskilur ekkert. Jörðin opinberar sig ekki og neitar ekki að opinbera sig, ríkir samt undir, Undir sýndarhljóðum, glæsikór hetja, kveinstöfum þræla, Fortölum elskenda, bölbænum, stunum feigra, æskuhlátri, áherzlum prúttara, Undir hin ráðandi orð sem aldrei bregðast. Orð hinnar mælsku dumbu miklu móður bregðast aldrei börnum hennar, Hin sönnu orð bregðast ekki, því hreyfing bregzt ekki, og endursvörun bregzt ekki, Sömuleiðis dagur og nótt bregðast ekki, og stefnuför okkar bregzt ekki. Meðal hinna eilífu systra, Meðal endalaust hringdansandi systra, hinna eídri og yngri systra, Hin fagra systir sem við þekkjum stígur dansinn. Með sitt breiða bak við hverjum sjónarvotti, Með æskutöfra jafnt sem aldatöfra, Situr hún sem ég elska eins og hinar, situr ótrufluð, Haldandi í hendi því sem hefur einkenni spegils, meðan augnaráð hcnnar endurkastast af honum, Leiftrar sern hún situr, bjóðandi engum, hafnandi engum, Haldandi þrotlaust dagaog nætur spegli frammi fyrir eigin andliti. Sénir í nálægð eða sénir í fjariægð, Skilvislega birtast hinir tuttugu og fjórir á vettvang hvern dag, Skilvíslega nálgast og f ara hjá ásamt með förunautum sínum eðaförunaut, Horfa ekki úr eigin svip, heldur svip þeirra sem eru ásamt þeim, Úr svip barna og kvenna eða karlmannssvip, Uropnum svip dýra eða lífvana hluta, Úr svip landslags eða vatna eða undurfínna himinsýna, Úrokkar svip, mínum og þínum, dyggilega skila honum aftur, Hvern dag á vettvang birtast án undanbragða, en ald.ei tvisvar með sömu förunautum. Umfaðmandi manninn, umfaðmandi allt, haida hinir þrjú hundruð sextiu og fimm áfram kringum sólu; Umfaðmandi allt, sefandi, styrkjandi, fylgjafast í kjölfarið þrjú hundruð sextíu og fimm afsprengi hinna fyrri, jafn örugglega og ómissandi sem þeir. Veltandi stöðugt áfram, óttalaust, Sólskin, stormur, kuldi, hiti, að eilifu viðspornandi, hjálíðandi, berandi, Veruieikasköpun og fyrirætlan sálarinnar enn í erfðum, Hið fljótandi tóm umhverfis og framundan, enn innþrengjandi og aðskiljandi, Enginn tef jandi ölduhryggur, ekkert bindandi akkeri, steytandi á engu skeri, Skjótt, glatt, ánægt, óglatandi, Alfært og albúið hverja stund að gefa hreina skýrslu, Siglir hið guðdómlega skip hinn guðdómlega sæ. II Hver sem þú ert! hreyfing og endursvörun eru sérstaklega handa þér, Hið guðdómlega skip sigiir hinn guðdómlega sæ fyrir þig. Hver sem þú ert! þú ert hann eða hún sem jörðin er föst og fljótandi, Þú ert hann eða hún sem sólin og tunglið hanga á himninum, Engum fremur en þér er nútíð og fortíð, Engum fremur en þér er ódauðleikinn. Hver maður sjálfum sér, hver kona sjálfri sér, er orð fortíðar og nútíðar, og hið sanna orð ódauðleikans; Enginn getur öðlazt fyrir annan — ekki einn, Enginn getur vaxið fyrir annan — ekki einn. Söngurinn er söngvaranum, og kemur mesttil hans aftur, Fræðslan er fræðaranum, og kemur mest til hans aftur, Morðið er morðingjanum, og kemur mesttil hans aftur, Þjófnaðurinn er þjófinum, og kemur mesttil hans aftur, Astin er elskandanum, og kemur mesttil hans aftur, Gjöfin er gefandanum, og kemur mest til hans aftur — það getur ekki brugðizt, Ræðan er ræðumanninum, leikurinn er leikaranum og leikkonunni ekki áhorfendum, Og enginn maður skilur annan mikilleika og göfgi en eigin, eða birtingu sjálfs sín. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.