Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1971, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1971, Page 3
S (^visiíhstVvi 7 HJÖRTUR PÁLSSON BRATISLAVA . . . Sumri var tekið að halla. . . . Við stóðum á brautarpallinum og biðum lestarinnar milli vonar og ótta. ískrið í hemlunum skar í eyrun þegar hún silaðist inn á stöðina og þeir stigu út að taka við blómvöndunum: þungbrýnir synir austursins komnir yfir siétturnar og fljótin með andlit eins og lokaðar kistur og þótta í augum. Veizt ef vin átt hugsuðum við en óskuðum heitas' að vegurinn yxi hrísi og háu grasi þegar þeir föðmuðu að sér foringja okkar og þrýstu kossi á vanga þeirra. Þess dags var skammt að bíða þegar við hvísluðum hvert að öðru (með mynd þessa liðna ágústdags í huga): Engin rós er án þyrna — og Júdas Iskaríot gengur enn laus mitt á meðal vor. 29. ágúst 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.