Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1971, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1971, Blaðsíða 9
Khakespeare. En það skopskyn er töluvert frábrugðið því, sem felst í orðinu hér á Vesturlöndum. Það er ekki aðeins „sú tegund gáfu, að geta sett veruleikann þannig fram, að skemmtilegar eða óvenjulegar hliðar hans njóti sín,“ svo stuðzt sé við skilgreiningu nýjustu frönsku orðarbókarinnar Le Petit Robert, heldur sá háttur að upphefja sama veruleika með þvi að gera gys að honum eða endurbyggja hann með því að brjóta hann niður. Erro elskar og dáir allt, sem hann skopast að; eldmóður hans og hláturinn verða ekki að- skildir. Það er varla að hann haldi með einum frek- ar en öðrum. Hann berst ekki baráttu stjórnmála- mannsins, því að sérhver mynda hans hefur sitt sér- staka stjórnmálalega inntak og verkið heldur sínu striki innan allra mótsagnanna eins og skip i röst. Það er eins og hann hafi meiri trú á merkingu mál- verka sinna en þeim skoðunum, sem hann kynni eða Ikynni ekki að hafa. Málverk hans talar fyrir hann, hugsar fyrir hann og verkar í sjálfum margvísleik sínum fyrir alla fleti í hugsun hans. 1 þvi eru óleys- anlega samantvinnuð harmleikur og skop, svo og und- irgefni og uppreisn, einstaklingurinn og fjöldinn, markleysur og fágœti. Það er okkar að ráða fram úr verki hans, það er okkar að skilgreina ómeðvitaðan tilgang þess, tilefni þess og gangverk þess. Hið eina, sem ég get sagt til að byrja með að minnsta kosti, um málverk Erros, er, að þau hafa þann mikla úrvalskost að koma mér til að hlæja. Og í þesum hlátri merki ég margvísi þeirra, sannleika þeirra. Ef þau kæmu mér ekki oftast til að hlæja í íyrsta skipti, sem ég sé þau í vinnustofu Erros, myndu þau ekki snerta mig svo djúpt siðar með alvöru sinni en einnig með veglyndi hjartans. Kætin, sem þau vekja hjá mér, er kæti styrkleikans, þess trausts, sem þrátt fyrir allt og þvert ofan í allt er sett á þá lokastefnu, sem hinar verstu ófarir gætu tekið. Þrátt fyrir úthrópun heimskunnar, sem tuttug- asta öldin morar í, eru engin tuttustu aldar verk svo hlaðin bjartsýni og bræðraþeli. Hér erum við dús við allt og alla, feimni og fordómar hverfa á augabragði. Hjá Erro kynnumst við skrímslum og sá kunnugleiki hjálpar okkur að sigrast á óttanum og ná þannig yfir- ráðum yfir þeim. Magn og fjölbreytni myndanna, sem bregða á leik í verkum hans, er svo mikið, að þær verða varla mældar lengur. Með því að sprengja þannig goðsögn- ina um listamanninn, sem forsmáir fjölda og fram- leiðslu, er Erro vafalaust aðeins að reyna, sem ein- staklingur og handverksmaður, að veita verksmiðju- iðnaðinum einhverja samkeppni. Hann vill ekki að unnt verði að segja, að málari hafi látið þessa eða hina hlið á sögu þeirrar veraldar, sem hann lifir í, fram hjá sér fara, hann vill taka allt á eigin herðar, stokka allt upp. Þannig kom honum til dæmis hug- myndin að samanburði, i 27 mynda flokki, á sögu bandarískrar listar og sögu rússneskrar listar. Mál- verk eftir Rosenquist birtist þar í sömu stærð og rússneskt geimfarafrímerki og málverk eftir Lichten- stein af sömu stærð og veggspjald, sem Mayakovski teiknaði fyrir Gúmsambandið o.s.frv. En í sérhverju málverki kemur kimnin fram í því, að ameríska myndin er skilin frá þeirri rússnesku með visvitandi bernskri uppvakningu úr lifi frummannsins í Mið- Ástralíu, sem sagður er frumstæðastur og næst stein- öldinni af öllum núlifandi mönnum á þessari plánetu. Þannig er Lenin (eftir andlitsmynd Guerassimovs) skilinn frá Lincoln (eftir andlitsmynd Healys) með mynd af villimannahöfðingja, heldur óásjálegum en Erro hefur málað allmargar myndir, þar sem hann notar parta úr rússneskum málverkum á móti öðru af bandarískum uppruna, en sem millikafla setiur hann inn frummenn við ýmsar kringumstæður. Efstí hlutinn er rússneskur, „Móðir skæruliðans" eftir Guerassimov frá 1943, en neðst er „Feliibylur yfir Kansas“ eftir Curry frá 1929. undarlega miklu mannlegri (hann er ekki eins fjar- lægur og goðsagnakenndur) en stjórnmálajöfrarnir tveir. Hvergi lýta vilhallir dómar þennan myndaflokk. Hinn rússneski leiðtogi er sýndur af sama hlutleysí og sá ameríski. Það er eingöngu hið þráláta frávik til frummannsins i Ástralíu i öllum myndunum, sem umturnar hinu þversagnarkennda vestræna kerfi, sem tekur Bandaríkin fram yfir Ráðstjórnarríkin eða öfugt. Erro tekur engan fram yfir annan en finnur alls staðar eitthvað til að sjá og skilja. Bandarísk venjufesta og venjufesta sósíalískrar raunsæisstefnu eru jafngildi: þær fela báðar árekstra og óréttlæti, mistök og glæpi undir sömu hátiðlegu grímunni. En báðum er þeim ógnað af miklu stærra, miklu nafn- lausara og miklu minna hugmyndafræðilegu afli: hefnd eðlishvatanna yfir skynseminni, sigri hæðninn- ar yfir leiðindunum — „sjálfheldu" mannkynssögunn- ar, tilkomu „þriðja heimsins" í líf hinna gömlu, heimsvaldasinnuðu menningarþjóða. Erro, sem er íslendingur og tilheyrir þvi minni- hlutahópi hvort sem litið er til Ameríku eða Evrópu, bindur sjálfan sig engum sérstökum „málstað". Hann leiðir einfaldlega í ljós hina undarlegu smámuna- semi mikilleikans og hinn ennþá undarlegri mikilleik smámunanna án þess að stofna nokkurn tíma til sið- fræðilegrar eða listfræðilegrar gildisflokkunar. List hans á einmitt rót sína að rekja til þessa sjálfstæðis með virðingu fyrir hugmyndafræði allra þjóða — til þeirrar f jarlægðar, sem ágreiningi okkar og skoðana- mismun er vísvitandi haldið í. Sagt er, að Erro reið- ist aldrei við neinn. Að minnsta kosti deilir list hans á engan mann, og enda þótt hún takmarkist ekki, eins og hjá svo mörgum, við hreina og beina staðhæf- ingu, veitir hún sliku magni glaðværðar og heilbrigði inn í allan alvöruþungann og fáránleikann, að maður getur ekki annað en haldið áfram að berjast gegn hvers kyns kúgun, hvers konar harðstjórn, hvers kon- ar gæzlu og höftum hugsunar og hugmyndaflugs. Þau 20. júní 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.