Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1971, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1971, Blaðsíða 8
Það þarf að finna upp nýja aðferð til að kynna málara. Við getum litið á þá sem uppfinningamenn aðeins að svo miklu leyti sem þeir hjálpa okkur að finna nýjar leiðir til að sjá og þar með til að lifa, skrifa og hugsa á nýjan hátt. Málaralistin er ekki, hún getur ekki lengur verið það sem hún áður var: hrein birting þekkingar, smekks og nœmleika. Hún tekur nú þátt í menningarleiknum af ögrandi þrótti og óstýrilæCi, sem sviptir dulúðinni af þeirri heldur viðhafnarlegu og hlálegu hugmynd, sem við gerum okkur enn um hana. Með tilkomu dadaismans og upphafi surrealismans erum við að komast að raun um að málverk getur komið í stað yfirlýsingar og að hugsýn málara takmarkast ekki við það eitt að raða litum á léreft á þann veg, að fagurfræðingar verði frá sér numdir og hrópi upp um ,,mikla hæfileika“ ef ekki ,,snilligáfu“. Málaralist hefur átt svo ríkan þátt í hugsun þeirra, sem eins og ég sjálfur hafa fylgzt með þróun henn- ar allt frá lokum síðustu heimsstyrjaldar, að hún mótar hinar hversdagslegustu röksemdir og dómá. Heimurinn, sem við lifum í, þar sem óskyldustu hug- myndir — afturhald og byltingarandi, vísindi og dul- speki, fjölhyggja og einstaklingshyggja — framkalla óvænt og ruglandi áhrif á öllum sviðum mannlegra athafna og starfs, er heimur, sem að öllu leyti lætur stjórnast af kerfi „alheimsmyndarinnar", það er að segja kerfisbundinni niðurröðun ímynda, staðreynda, hugmynda og hluta, sem skildir eru og meðteknir hver í sínu lagi, en sem engu að siður knýja okkur með mergð sinni og sjálfum óskyldleika til að skynja sig og túlka í heild. Með þvi að setja á sama dúkinn myndir, sem í veruleikanum höfðu aðeins mætzt af slysni, opinberar Erro oikkur þetta heimskerfi og um leið sjálfan sig sem einn hinna „nútímalegustu" með- al málara -— einn þeirra, sem „nærstaddastir" eru í þessum síðari hluta tuttugustu aldarinnar. Leiðabók málara eins og Erro er í fullu samræmi við hugmyndir og merkustu þjóðfélagslega og póíi- tíska atburði hvers tíma. Hann er óþreytandi ferða- maður, virðir allt fyrir sér forvitnum augum, skráir og geymir hjá sér allt sem hann sér á ferðum sínum og leggur fram í málverkum sínum niðurstöðu sjón- reynslu sinnar: ekkert fer framhjá honum, hvorki auglýsingaspjöld né myndasögur, barnabækur, vís- indarit, kvikmyndir, frímerki, niðursuðuvörur eða lyfjaumbúðir, ekki heldur hlutirnir sjálfir: vélar, skurðlækningatól, flugvélar, bílar, vopn, rafeindatæki, listasögubækur. Hvar sem hann fer viðar hann að sér hundruðum gagna, sem hann safnar og flokkar I skúffur og skápa, en úr þeim gerir hann síðan safn- ERRO (Guðmundur Guðmundsson) og staða hans í samtímanum Eftir Alain Jouffroy. Greinin er rituð fyrir svissneska listtímaritið Art ínternational og birtist þar. Inscape, 200x300 cm. myndir. Þær fyrstu, sem í sjálfu sér boða pop-listina, eru frá árinu 1959. Af víðfeðmi forvitni hans og þekk- ingar var árið 1960 hægt að spá því, að hann yrði ein- hvern tíma með merkustu málurum siðari helmings tuttugustu aldarinnar. Þegar margir málarar tak- mörkuðu sköpunarþrá sína við þröngt svið tilbrigða um eitt og sama stef, hafði Erro vit á að víkka hinn myndræna sjónhring til alls, sem kallað hefur verið „siðmenntun ímyndarinnar" og skapa sjálfum sér verksvið, sem kerfisbundið innbyrðir öll þau svið, sem myndin nær til: mannslikamann, liffærafræði, lækn- isfræði, grasafræði, dýrafræði, iðnað, tizkusýningar, stjórnmálaáróður, sögu og landafræði. Það kemur því ekki á óvart þótt Erro hafi með atorku — hann er ásamt Picasso einn afkastamesti málari tuttugustu aldarinnar — aflað sér þegar þrjátíu og átta ára gam- all viðurkenningar sumra gagnrýnenda og safna sem einn af hinum fáu miklu málurum þessarar kynslóð- ar. Þeir, sem hættir til eða kunna að örvænta um af- drif málaralistarinnar, gleyma eða vilja gleyma hin- um miklu afrekum hans. En i framtiðinni verður ógerningur að ganga fram hjá þeim. Verk hans eru ekki eingöngu samrunastaður hvers konar upplýs- inga, heldur eru þær með beztu birtingum skopskyns, sem til eru á sviði listarinnar. Annað ópið, 1967. Regnbogasilungurinn heilaþveginn, 1967. ■ '■ ' 8 LESBÓK MORGUNBLABSINS 20. júní 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.