Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1970, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1970, Blaðsíða 6
Oddi á Rangárvöllum. Teikning eftir CollinRwood. 1. Oddi á Rangárvöllum er frægur um alla sögu af vold- ugum og miklum höfðingjum, er þar hiaifa búið, aiuikið á tiign og glæsileik höfuðbólsins af mikilli rausn og ríkidómi. En staðurinn er líka af landkost- um og hlunnindum kostamik- ill til búskapar, búsæld er þar mikil af afrakstri búskapar góð um og miklum. Allt fram á líð- andi öld skipaði Oddastaður veglegan sess í sögu lands og þjóðar, var einn af beztu og glæsilegustu kirkjustöðum á Suðurlandi — og jafnvel á landinu öllu um skeið — að fráteknum biskupssetrunum. Oddi á Rangárvöllum var um margar aldir aðalhöfðingjaset- ur ríks héraðs — Rangárþings eins stærsta og víðlendasta héraðs landsins. Rangárvellir urðu frægir af auði, afrakstri blómlegs bú- skapar og völdum voldugra höfðingja, er sátu höfuðbólið í Odda. Rikar erfðir og festa valda í sveitinni og héraðinu, urðu þess valdandi, að Rang- árvellir urðu í mörgu sérstæð- ir meðal svei'ta héraðsins. Sveit in var stór og voru þar oftast fleiri bændur en í öðrum sveit- um í Rangárþingi. Þar voru mörg glæsileg og góð höfuð- ból, fræg af landkostum og ríkilátum búskap. Tign og feg urð héraðsins, nýtur sín vel af Rangárvöllum. Töfrar í víð- sýni og tign landsins fagra, jafnt í gróðurríku landi, sýn til fjalla í umgjörð himinbláma fjarlægðarinnar yfir víðáttu miklum sveitum, er þar ekki síður djásn í sjón á glöðum og björtum dögum, en annars staðar um Rangárþing. Af- rakstur jarðarinnar er þar til nytja í ríkum mæli, frjósemi moldarinnar er undirstaða bú- sældar. Frá fyrstu sögu hafa þar verið góðir bændur og bú- stólpar, er byggðu á ríkum ávexti jarðarinnar. Af Gammabrekku í Odda- túni, er víðsýni avo mikið, að sér í alla hreppa forna í Rang- árþingi. Ekkert annað höfuð- ból á öllu fslandi, getur státað af slíku, ekki einu sinni höfuð- ból hinnar jafnlendu Árnes- sýslu né Borgarfjarðar. Sunn- lenzkur sjóndeildarhringur er þar víður og stór, krýndur mjallhvítum tindafjöllum, jökl- um og blásvörtum eldfjöllum. Það eru útverðir héraðsins, verðir þess gegn skæðum fjendum, og jafnframt ein- kenni hins hrikalega lands, há- lendisins. Tign fjalla og jökla í víðáttu og bláma, upp af Rang- árþingi, eru öruggir verðir héraðsins, skýlandi sveitum undir hömrum og hlíðum. í tign sinni og töfrum er allt í þessari miklu umgerð síungt og síbreytilegt, aukið og merl- að glæsibrag viðsýnisins mikla í fegurð sinni og hillingum, glitrandi í Ijósbrotum mýra og flóa um lágsveitir á glöðum og björtum dögum sólar og hita. En einkenni þessara töfra, eru af Gammabrekku í Odda- túni tákn heiðríkjunnar miklu, sem tengd er fornum menntum Oddaverja i ritun sögunnar og varðveizlu heiðinna kvæða, arf leifðar frá horfinni menningu fyrir byggð íslands. Varð- veizla Oddaverja á forn minni landsins, er dul og óráðin. En víst er að fornar menntir landsins eiga í henni rætur. Til hennar er sótt festa og dýpt þeirrar listar, sem fegurst er ritaðs máls í Norðurheimi á miðöldum, listaverksins mikla, Nj álu. 2. Oddaverjar voru af hinum beztu ættum miðalda — og áttu ættarstolt í ríkum mæli — eins og síðar verður vikið að. En fyrsti höfðingi Oddastaðar, sem kenndur er goði, er Úlfur aurgoði. Afkomendur hans sátu staðinn í margar aldir, gerðu þar garðinn frægan af menntum og völdum. Ættstofn Oddaverja stóð föstum rótum í rangæskri menningu, átti rík- ar erfiðir, jafnt í göfugum for- feðrum og miklum frændgarði um allt Rangárþing um aldir. Sjón þeirra varð hvöss til skilnings um allt héraðið — og landið allt. — Stjóm þeirra og völd voru byggð á traustum grunni hins forna þjóðveldis, og jaðraði stundum við, að höfðingi þeirra væri ókrýnd- ur konungur íslands. Það var snemma höfuðein- kenni Oddaverja, hve föst og traust héraðsstjórn þeirra var. Það var ákveðin festa í lífs- skoðun þeirra, allt frá fyrstu tíð og varð rík í erfðum. Þeir stóðu föstum rótum, jafnt í heiðinni lífsskoðun og krist- inni. Minni sagna og fræða bera ákveðið mark þess, að þeir hafi jafnt í menntum litið í heim heiðninnar og raka fornra goðsagna, kvæða um konunga og hetjur suður í heimi, og til kristinna fræða af Jón Gislason Er höfundur Njálu af ætt Odda- verja? 1. grein suðrænum toga. Mælir trúar- innar var þeim jafn til ásatrú- ar og kristinnar, en þó öllu meiri til hinnar síðari — en þó á sérstæðan og sérkennilegan hátt, sérstæðari en hægt er að finna dæmi um annars staðar á Norðurlöndum. Fegurð og víðsýni um land og haf, var þeim kjarni auðlegðar í arfteknum mennt- um, tengdum sögu og heillandi frægð horfinna höfðingja langt suður í heimi í liðinni tíð. Menntaiðkanir Oddaverja á fyrsta skeiði menningar þeirra, urðu undirstaða almennra mennta þjóðarinnar og mótun tungunnar í rituðu máli, feg- urstu tungu Norðurlanda í rit- list og sögu. Fyrstu einkenni viss þáttar í íslenzkum mennt- um, eru skýrlega og án und- anbragða mótaðar í Odda. Þau eiga í ríkum minnum sérstæða endurnýjun í menningu ís- lands, og að vissu marki allra Norðurlandanna. Heiðríkja heiðni fornaldar er þar skýr í sköpum. Á stundum er hið myrka svið hins óráðna og myrka tendrað og upplýst af skáldlegri dýpt. Hin heiðnu djásn goðsagna og endursögn kvæða og heiðinnar drápu, líkjast stundum töfrum lands- ins, gróðurríku landi í heið- bláma umgjarðar fjarlægra fjalla og jökla. Saga Oddverja varð órofin sameind lands og sögu, menning þeirra er mót uð af hvoru tveggja, hrif hennar og vidd er listræn í allri gerð, eins og listaverkið mikla, Njála. 3. Djásn íslenzkra höfuðbóla eru mörg og kostir þeirra margþættir. Oddi á Rangár- völlum er alls ekki búinn mörg um þeim beztu og hefur aldrei átt þá. En hins vegar á hann marga þá kostina, sem urðu happasælastir til nytja á mið- öldum. En ríki Oddaverja stóð í blóma á því iskeiði í sögu landsins, þegar menningar- áhrif miðalda voru að ‘mótast og festa rætur á íslandi. Ríki þeirra var jafnt til áhrifa í andlegri og veraldlegri stjórn. Báðir þessir þættir eru snarir af spuna atburða og atvika aldanna, en öllum ráðnum til einnar hafnar í örlögum félags þróunarinnar, sérstæðri og haldgóðri lausn og raun vanda mála hvera tíma. Rás aldanna skóp sunnlenzku fólki oft ströng og hörð örlög og marg víslega erfiðleika í landi elds og harðinda, en þroski þess og festa, beið aldrei verulegan hnekki í skipun rótgróinna fé- lagsmála — er urðu þeim í upphafi föst í skipun og styrk- ur í lífsbaráttunni. Eyland í úthafinu eins og fsland, er í einangrun sinni og fátækt — og jafnvel umkomu- leysi — sneytt samneyti við aðrar þjóðir. Það er illa rætt og undarlega sett í tómi fá- breytileikans, fráskilið um- hetoninum á mörkum hins byggilega heims. Það er því ekki nema eðlilegt, að hol- skeflur og himingnæfur við Landeyjarsand, beri í rámu hljóði heimslangs stríðs, seið- andi hreim í hugi ungra manna, er aldrei litu augum annað land, fengu aldrei tækifæri til að kynnast öðrum þjóðum, nema af bókum og frásögnum víðförulla manna. En takmörk hins víða sjón- deildarhrings, eru þrátt fyrir ómæli þröng. I sýn um land og haf, ber hann í ómæli sínu glæstar vonir, vonir, sem lítt verða uppfylltar, nema í draumheimi, en heimurmn sá, getur á stundum orðið tær og djúpur, víðáttumikill og víð- feðmur. En hann verður aldrei til skilnings né þekkingar, minnir fremur á tál til kynna fjarlægra þjóða handan hafs- ins. En fróðleik gátu menn aflað sér í raunveruleika, raun veruleika mennta og fræða, og það var gert eftir því sem föng voru til. Við arinn mennta og fróðleiks á menntasetri mið- alda eins og Odda á Rangár- völlum, fundu margir upp- sprettur þekkingar og fróð- leiks um fjarlægar þjóðir og ókunn lönd. Þjóðin unga, er nam land, eyland í úthafinu, varð því furðu fróð um landa- skipan og þjóðir handan hafs- ins. Landkostir Odda á Rangár- völlum eru um margt fjölbreytt ir, þó mörg önnur sunnlenzk höfuðból séu búin þeim í rík- ara mæli. Landið umhverfis staðinn er nú að mestu upp- blásið, en var fyrr á öldum vallgróið og kostamikið. Tún eru fögur og grösug umhverf- is staðinn og bregðast aldrei. Niður af bænum eru engjar góðar, með þeim beztu á Suð- urlandi. Land staðarins nær niður fyrir Þverá — og mun svo verið hafa frá fornri tíð. — Líklegt er, að veiði hafi ver- ið góð fyrr meir í Eystri Rangá og Þverá, og er veiði getið þar í jarðamati um 1700. Eggver voru og nokkur til nytja áður fyrr meðfram ánum. Allt var þetta til þess að efla hag höfðingjans í Odda, auka auð hans og völd. En mest var þó um vert, að Oddastaður og Rangárvellir áttu góðan afrétt, miðað við það, sem var tiil forna, en Landeyingar hins vegar áttu engan. Þetta hafði mikla þýðingu, sérstaklega fyrr á tímum — og var einnig félagsleg undirstaða. 4. Auður Oddastaðar varð ekki mestur af heimalandi, þrátt fyr ir góð skilyrði til búskapar, en iangtum fremur , af ítökum og fleiru, er síðar verður rakið í uppfyllingu sögurakningar. Oddaverjar urðu fyrstir höfð- inigja á íslandi að koma á ríki, föstu skipulagi í heilu héraði. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. júnií 1070

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.