Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1969, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1969, Blaðsíða 12
Stórkostleg reynsta Framhald af bls. 9. Sér í lagi, bar s?m fyrstu niS- urstöður náttúruvísindanna eru mjög samstæSar niðurstöðum fornra dulvísinda, og reynslu- vissu trúarinnar. Hins vegar á hver sannur trúmaður sín dul- vituðu leyndarmál. Hvert manns hjarta talar á sínu eigin máli við guð sinn, eins og það elskar samkvamt eigin lögum. Já, vel á minnst: H> ao jm þessa bænahringi vkkar, sem stofnaðir hafa verið að undanförnu? Þeir eru ekki til umræðu. Þeir eru einkamál þeirra, sem í þeim vinna. Þú verður nú samt að segja mér eitthvað um þá: þú kemst ekki hjá því. Hvort tveggja er, að þú þekkir í mér frekjuna, og að ýmislegt er um þá sagt — þa.i veiztu. Ég get gjarnan farið nckkr um orðum um þetta starfssvið. Það er bæði gamalt og nýtt. Kjarni þess er bænin. En iiún er eitt af okkar viðkværrustu og fegurstu viðfangsefnum, og því vandrædd. En þó er hún jafnframt eitt stórkostlegasta aflið, sem mannkynið ræður yf- ir. Ef ég mætti skjóta svona aukaspurningu sinní, Ólafur — og ekki algjörlega að ástæðu- lausu: Eru þessir bænahringir að nokkru minnsta levti í and- stöðu við þjóðkirkiuna? Nei, síður en svo. Þegar búið er að skipuíeggja þá víða og vandlega, munu kirkjurnar fyllast, því ég treysti á sam- starf fólksins og prestanna. Þetta eru heimilisguðþjónust- ur í einföldu, iifandi formi. Segðu mér svo meira um það heillandi umræðuefni, trúna og tilbeiðsluna. Starfhæf trú er djúpstæð ur hæfileiki, mikilvæg gáfa. Hún er vitund um Guð. og hvernig hægt sé að ná sam- bandi við hann, og vinna með honum gjöra vilja hans. Því dýpri og öruggari sem þessi vitund er, því hreinni er lotn- ingin og tilbeiðslan einlægari. Mættum vér fá meira að heyra? Ástúð mannsins er út- geislun, hinir guilnu logar and ans í fornum og nýjum ski'ln- ingi. Kærleikur mannsins er hin raunverulega fjölkunnátta, sem tengir mannssalina við al- heimsins eilífa Guð. Bænin og bænheyrslan er faiin i þessu ódauðlega samhreimi og sam- starfi — engu öðru. Sá sem lifir þessa reynslu, lifir trú sína. Hver, sem lifir þessa trúar- reynslu, ætlast hvorki til launa né þakklætis. Hann lítur á til- veru sína sem gjöf — Starfs- krafta sína sem gjöf. Og öðl- ist menn þakkir og laun frá náunganum, er það allt saman gjöf. Starfið er sjálfskylda — Ijúf og innileg þegar hið innra ljós skín gegnum blekkingar þess stundlega og árar.gur starfs ins gjöf og hamingja — ein sjálfskylduraun, sem felur laun in í sér. Þetta hafa sanntrú- aðir menn ævinlega skynjað og skiiið, ef ekki með heila og skynsemi, þá með hjarta og samvizku. Og þetta hafa and- ans höfðingjar innan kirkj- unnar og utan einnig ævinlega skilið. Þess vegna sagðist séra Páll elska s-'.nleikcUir. meir en kirkjuna. -ess vegna sá séra Jakob Guð í ljósgeislanum, regndropanum. blóminu og mannssálinni. Þess vegna eisk- uðu þeir séra Jónas og séra Matthías konung kærleikans. en afneituðu „lærdómnum Iióta“. Þess vegna kenndi séra Magn- ús börnunum trú, en ekki trú- fræði. og bess vegna ráðlagði séra Haraldur náunga sínum að taka eigin reynslu fram yfir ritningarstaði. Þeir Islendingar, sem lifa trú sína, elska og virða þá drottinsbjóna, sem boða Jesú guðspjallanna, en ekki úrelta guðfræði — og kenna börnunum trú, en ekki trúfræði. Jæja, vinur minn, mikið og margt og merkilegt segir þú. En einhvern tima verðum við þó víst að hætta. Gaman væri samt svona í lokin að fá að heyra eitthvað um upp- runa andlegs lífs þíns á iörðu. Faðir minn las húclcstra fyrsta áratuginn, sem ég man eftir mér. Hugvekjur séra Páls Sigurðssonar var hús^estrar- bókin. Pabbi var afbragðsles- ari (hafði drjúga leikarahæfi- leika og var hrókur alls fagn- aðar). Þó var hann aivörumað- ur. Hugvekjurnar las har.n af innileik og myndugleik enda mjög snortinn af þeim frjálsa hugblæ, er einkenna ræður séra Páls. Sá ferski blær mun hafa seytlað inn í vit- und mína. Enn man ég nokkur kjarnyrði Páls crðrétt frá þeim árum. Móðir mín var við- urkennd gáfukona, og trúhneigð var hún. Sálmurinn „Ó, þá náð að eiga Jesúm“ var hennar hjartfólgnasti sá1 m u r, að ég held. Foreldrar mínir voru sönghneigð og söngelsk og syst kini mín einnig. Söngur — sálmasöngur ómaði heima marga bemskudaga mína, ég held að þau áhrif hafi alltaf lifað hið innra með méi. Enn í dag töfr- ar tónlistin mig — einkum sálmasöngur — inn í æðri heima. Ég barðist við lungnaberkla á átjánda og nitjánda ári. Las ég þá nokkuð um dulspekileg efni og braut heilan mjög um leyndardóma trúarirmar og ræt ur trúarbragðanna. Ungur tók ég sjálfstæða cg frjálsa afstöðu til þeirra, sem byggðist fyrist og fremst á ýtarlegum lestri guðspjallanna og á minni eig- in reynslu — trúarreynslu. sem hófst undarlega snemma. Þó hef ég ávallt leitazt við að líta á annarra reynslu og annarra sjónarmið og taka mið af þeim. Það er fávíslegt að stinga höfð- inu í sandinn, þegar óvenju- leg reynsla einstaklinga blasir við. f öllum greinum koma fram sérkennilegir og undar- legir menn. Reynsla þeirra er stundum einskonar uppkast for- sjónarinnar að nýjum alls- herjar reynslusannindum. Sá einn maður er vitiborinn, sem getur sett sig í annarra að- stöðu og afstöðu, og horft á viðbrögð einstaklinga og heild frá tveim andstæðum sjónar- miðum og tekið mið af báðum. Hvað myndirðu svo vilja hafa að lokaorðum, Ólafur? Þessi eftirfarandi orð úr einni bók minm: Hvergi er víðsýni jafn- nauðsynleg og dýrmæt, sem á vettvangi trúarbragða, á veg- um andlegra fræða. En svo raumalegar eru staðreyndirnar, Hver er uppáhaldsmatur eiginmannsins ? Frú Edda Hinriksdóttir, eiginkona Braga Ásgeirs- sonar, tannlæknis, svarar spurningunni: — Því er fljótsvarað með uppáhaldsmat mannsins míns, segir Edda Hinriksdótt- ir kona Braga Ásgeirssonar tannlæknis, sem svarar spurningu þáttarins að þessu sinni. — Það eru steiktar rjúpur með rauðkáli og tilheyrandi og stenzt ekkert °nmanburð við þær. En þar sem langt er til rjúpnatíma núna og matreiðsla min á þeim líklega svipuð og hjá flestum húsmæðrum, dettur mér í hug a'ð gefa upp- skrift að góðum og fljótlegum rétti, sem er t.d. alveg upplagður að gripa til fyrir húsmæður, sem vinna úti. KJÖTBÚÐINGUR MEÐ SVEPPUM % kg. nautahakk 3 matsk. hveiti 1 egg salt, pipar, paprika nál. 200 g sveppir Hakkið er hnoðað með hveiti, eggi og kryddi. Ofninn hitaður og ofnskúffan smurð með smjöri. Kjötdeigið breitt í skúffuna og látið bakast í um þáð bil 20 mín. 4 meðan eru sveppirnir hreinsaðir og brytjaðir og síðan settir í hring ofan á kjöt- ið. Að lokum er rjómanum hellt yfir og rétturinn látinn bakast í 10—15 mín. í viðbót. Borið fram með frönskum kartöflum. Eftirréttur er ANANASBÚÐINGUR 2 eg g 25 g. sykur % dós ananas 4—5 bl. matarlím % 1. rjómi Egg og sykur þeytt saman. Matarlími'ð brætt yf’r gufu, ananassafanum bland- að þar saman við og þessu bætt út í eggjahræruna. Þeyttur rjóminn látinn ú* síðast. að óvíða eða hvergi hefur þröngsýnin birzt ægilegar en á þessum vettvangi og starfs- grunni, og jafnframt valdið stórfelldum likamlegum og and- legum dauða. Því víðsýnni sem maðurinn er að öðru jöfnu, því kærleiks ríkari er hann. Því kærleiks- ríkari sem maðurinn er að öðru jöfnu, því víðsýnni er hann. Sannleiksskynjun hans hvass- ari og dýpri. Víðsýnin og kær- leikurinn eru elskendur, sem fundust í upphafi menningar- innar, hafa aldrei skílið og geta aldrei skilið. Jesús afhenti mannkyninu kærleikann sem nákvæmustu smásjá og máttugasta sjónauka kynslóðanna — Kærleikurinn einn Ijómar ofar öllum himn- um listar og fegurðar, og hann einn ríkir ínnar hverri dýpt viskunnar. Hann er vegurinn, sannleikurinn og lífið — hið takmarkalausa, duiarfulla upp haf og hfð óræða hvarf“. Kristmann Guðmundsson AÐ KVÖLDI í mánabirtu blika kvöldsins höf, og blómrauð sól í vestri er orðin minning. En hjartað fyllir lífsins góða gjöf, gleðinnar bros og tár í okkar kynning. Ég skil það, vina, að vorsins Ijúfa þrá varð okkur báðum oft að sorg og meinum. En geta tvö el saman sigrast á þeim svartagaldri, er villir fyrir einum? 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. maí 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.