Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1969, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1969, Blaðsíða 8
Eins og menn mun reka minni til, leiddu tveir Reykjavíkur- prestar, þeir séra Arngrímur Jónsson og séra Sigurður Haukur Guðjónsson, saman hesta sína á sl. hausti um kristindóm og sálarrannsóknir eða spíritisma. Átti þetta sér stað í Neskirkju og þurfti ekki að kvarta undan kirkjusókninni. Báðum maeltist haría vel eftir atvikum, en ekki kemur annað við sögu hér en það, að a.m.k. einn af hápunktunum í ræðu séra Arngríms Jónssonar var sá, að taka til marks um lífsvið- horf og hógværð spíritista (eða hitt þó heldur!) stuttan kafla úr bók Ólafs Tryggvasonar huglæknis og rithöfundar á Akur- eyri „HUGLÆKNINGAR“. Tilvitnun prestsins var úr þeim kafla bókarinnar, sem nefnist „Flugslysfð“, og skýrir frá lokaþætti í samskiptum ólafs og hinnar látnu flugfreyju við að hjálpa áhöfninni áleiðis til betri líðanar eftir hinn óvænta, hörmu- lega atburð. Meðal ívitnaðs var a.m.k. þetta: „— Segir þá unga stúlkan hátt og skýrt: „Við verðum þó að fá að þakka þér fyrir hjálpina.“ „Ekkert að þakka“ svaraði ég“. Varla þarf að taka fram, að ívitnunin var algjörlega slitin úr samhengi og útleggingin, að því er virtist, hélzt í anda þess, sem les Biblíuna afturábak. Og ekki sögðu orðir. hér allt, frekar en oftast vill verða, heldur röddin: raddblaerinn — í þessu til- felli karlmannlegur og innfjálgur. Framburðurinn og tónfallið var svo listilegt, að það versta, sem hægt var að snúa út úr þessum orðum, naut sín svo sem frekast mátti verða. Vona ég, að sem flestir hafi af þessu gefna tilefni gert sér far um að lesa kafla Ólafs í heild. Og ég vildi sjá framan í þann, sem þá kæmist að sömu niðurstöðu og séra Arngrímur. Ég var einn þeirra mörgu, er á hlustuðu og hneyksluðust á framferði séra Arngríms. Ég þóttist þekkja Ólaf Tryggvason, og að allt öðru en nefndur fyrirlesari af ótrúlegu blygðunar- leysi lét meira en í veðri vaka. Hefði verið boðið upp á orðið þarna í Neskirkju, myndi ég í sannleikans nafni hafa reynt að vitna þetta þar. En það var ekki. Hugsaði ég mér þá að gera þetta atvik að umtalsefni á öðrum vettvangi, en allt fór í undan- drætti. Jafnvel þegar ég hitti Ólaf Tryggvason hér í Reykjavík löngu síðar og málið barst í tal á milli okkar svcna blátt áfram — hann hafði þá ekkert um þessa ívitnun heyrt — nægði það ekki til þess að neitt yrði úr neinu, enda eyddi hann mót- mæla- og andúðarákafa mínum. Samt þóttist ég merkja, að þetta særði hann svolítið. En vegna þess, að ég hafði aldrei sætt mig við, að málið félli niður athugasemdalaust — hvorki vegna má'l- staðarins sjálfs né Ólafs — var ég samt ekki alveg af baki dottinn. Mér var þetta samvizkuspursmál. Og því var það, að þegar ég nú rétt fyrir skírdagshelgarnar var staddur á Akur- eyri í „stund milli strfða“ gekk ég á fund Olafs og bað hann að spjalla svolítið við mig um lífsviðhorf sitt, því mig langaði til þess að ganga úr skugga um, hvort mig misminnti svo hrapal- lega, að séra Arngrímur Jónsson gæti haft brot af sannleika fyrir sér, hvað þá meira. Virtist ég nú hitta allvel á Ólaf, og lét hann tilleiðast — virtist meira að segja al'ur færast í auk- ana eftir að farið var af stað. Árangur viðtals okkar fer hér á eftir. — Ég veit, að þú hefur lifað sér stæða og markverða andleaa reynslu, Ólafur. Viltu nú ekki segja mér, hvað þér virðist mik- ilvægast í reynslu þinni? — Gæzka Guðs er í senn aug ljósasta og stórkostlegasta reynsla mín. Hann vakir yfir hverjum manni, albúinn að sefa þrautir manna og pjáningar. — Einstaklingarnir virðast ekki viðbúnir því að veita gæzku Guðs og vizku viðtöku. Hvað veldur? Skortur á þekk- ingu? — Skortur á auðmýkt og lotn ingu, fremur en vitsmunum og þekkingu. — Er lotningin þá svo mikil væg? — Já, lotningin fyrir Guð- dóminum er móðir og fóstra allrar varanlegrar i'.amingju. — Þú segir nokkuð. Nefndu annað dæmi úr lífsreynslu- skóla þínum, svolítið nærstæð- ara mannlegu eðli. — Maðurinn er líka góður í djúpum hjarta síns, auðugur af ástúð, og höfði.igslund. En einn og einn, sem er ljúfur í dag, hagar sér eins og fantur á morgun. Ýmsum virðist auð- veldara að lifa, sé öðrum rutt frá. Stemningar koma og fara, bjartar í gær, myrkar í dag. — Veiztu ástæðurnar? — Oft, en ekki meira um það. — Hvort hugsar þú meira um kristindóminn sem einstakl- ings- eða félagsmál? — Ég held, að kristindómur og félagsmál sé eitt og hið sama. — Hvaða rök færir þú fyrir því? — Einföldustu og djúpstæð- ustu rök allra raka. „Það, sem þér gjörið einum þessara minna minnstu bræðra, það gjörið þér mér“, sagði höfundur kristn- innar. — Hvað segir þú þá um kirkjuna og kristnihaldið í dag — víðar en „undir Jökli“? — Helst ekkert nema gott. í vitund minni er kirkjan það, sem vitrir menn og góðgjarnir vilja að hún sé. En raunalega oft hefur hún verið annað. „En kirkjur, sem ástmeyjar hyllast þá helst, sem hafa mest skild- inga ráð“, kvað Stephan G. og ekki að ófyrirsynju. En mörg góðskáldin hafa kropið niður og kysst jarðarsvörðinn, þótt engin fóstra eins syndug sé né svívirt eins jg jörðin“ — Sem hugsjón var kirkjan ein feg- ursta mynd lífsins. En svívirt hefur hún verið og syndug er hún. En þeir, sem skilja tilgang hennar og tak- mark, unna henni og líða með henni. Þannig er ferill allra stórra hugsjóna — þær eru elskaðar og þeim er misþyrmt. — Áttu samleið með prestun um okkar, blessuðum? — Já — og nei. Pokaprest- urinn er því miður ekki alveg horfinn á landi hér. En margir prestar okkai eru afbragðs- menn og sannkallaðir drottins- þjónar. Þetta segi eg ekki út í bláinn. Ég byggi vitnisburð minn fyrst og fremst á því, sem ég hef skynjað við guðsþjón- ustur þeirra. Dýrðlegar, mátt- ugar verur vinna með þeim, sem hafa leiðtogahæfileika. — Máttu nefna einhverja? — Nei, ég ler ekki út í þá sálma. Þó vil ég gjarnan .íefna einn fulltrúa þeirra ágætustu: séra Benjamín Kristjánsson. Hann er ekki þeirra mestur prédikari, og mér kemur ekki til hugar að fullyrða, að hann sé þeirra mestur maður — að meta slíkt er ekki á færi nokk- urs manins. En fyrir utan stór- felldar atonennar gáfur og fjöl- þætta víðtæka þekkingu, er séra Benjamín fágætlega djarfur og víðsýnn og skilningsríkur, and- legur leiðtogi. Mér finnist skugg sýnna fyrir norðan síðan hann hvarf suður yfir heiðar. — Telurðu þig hafa lært kristindóm af prestunum? — Já. — Og hverjum þá helzt? — A æskuárum mínum hafði ég kynni af nokkrum prestum, eftir ýmsum leiðum, prest- um sem ég var hugfang- inn af. Ég neifni þá, sem nú eru liðndr fram: Séra Pál Sig- urðsson, séra Jónas Jónasson, séra Matthías Jochumsson, séra Magnús Helgason, séra Jakob Kristinsson og séra Harald Ní- elsson. Allir voru þeir hámennt aðir menn á íslenzkan mæli- kvarða og andans stórmenni. Hvað höfðu þeir helzt sér til ágætis að þinum dómi? — Ég skal fyrst tilfæra orð eftir séra Páli: „I kirkjunni óttast menn allar tilbreytingar og hugsa ekki til framfara, eru hræddir við frelsi og hræddir við sannleika. . Þannig er pré- dikunarstarfið hjá oss þræl- bundið, eins og margt fleira. . . Ég játa breinskilnislega, að ég elska sannleikann meir en kirkj una, Krist meir en Lúther. Ég veit að sönnu, að ég er í þjón- ustu kirkjunnar, en fyrr gekk ég í þjónustu sannleikans". Þannig tála sannir laprisveinar. Séra Jónas og séra Matthías afneituðu helvítiskenningunni — eilífri útskúfun — af mynd ugleik. Það er fagur vitnisburð ur um manngöfgi þeirra og sanna guðs trú. Hér vík ég að prestunum, ekki skáldunum. Þegar séra Magnús ræddi kristindómsfræðslu barna, lagði hann áherslu á, að börnum væri kennd trú en ekki trúfræði. Orð hans man ég nákvæmlega: „Tilhögunin er úrelt: arfur frá rétttrúnaðaröldinni, þegar trú- arlífið í lútersku kirkjunni ætl aði að kafna í eintómi trúar- fræði.“ Þannig mæla spekingar. Þessi örfáu orð hafa skýrt margt fyrir mér. Séra Jakob var svo hjarta- hreinn maður, að hann sá Guð og fegurðina 1 állri náttúrunni Og flutti boðskap sinn í ski.ii þeirrar trúarsýnar. — Þú ert sem sagt ekki neinn prestahatari? — Síður en svo. Og ég á eft- ir að minnast á prófessor Har- ald, sem ef til vill var elsku- verðastur þeirra allra. — Hversyegna? — Hann lagði lífið svo að segja í sölurnar fyrir hugsjón sína, sem var og er æðsta hug- sjón mannkynsins. — Hver er hún? Að sameina heimana — ríki þessa heims og annars í víðtækum andlegum skilr.ingi. Þótt enn sé nokkur óvild uppi höfð gegn meiri heiðríkju og auknu víðsýni í trúarefnum, er öldin þó önnur en á dögum séra Haráldar. Hvað er það í verkum séra Haraldar, sem þú dáirsvo mjög? Þrjú atriði skal ég nefna sem samræma fagurlega eðlis- hyggju hans og lífsreynsluvissu. Prófessor Haraldur segir á ein um stað: „Gætum að vorri eig- in reynslu, það er miklu betra en að rannsaka ritningarstaði“. Á öðrum stað mælir hann: „Guðsbarnarétturinn er oss með skapaður .Vér erum öll Guðs ættar. Eniginn öðlast hann fyr- ir heillegar athafnir né fyrir fýlgi við trúartjátningar, né trúarlærdóma, hversu ágætt sem það allt kann að vera.“ Og í þriðja lagi farast honum svo orð um Jesú: „Hann sá ævinlega efni í heilaigan mann í hverjum einasta syndara.1' Og þú efar ekki sannleiks gildi þessara orða? — Nei, svo skarpdregin, djúpstæð og sann-kristin eru þessi tilnefndu umrr.æli hans, að ógjörlegt er að véfengja þau eða slæva gildi þeirra á nokk urn hátt. Enda samstillist þetta þríeina hugsjónahorf hans af einhverjum alfegurstu orðum frelsairans: „Lærið af mér, ég er hógvær og af hjarta lítillátur". Og eiga ennfremur djúpsett- ar rætur í stórkostlegustu orð- unum, sem töluð hafa verið á þessari jörð: „Verið því fiull- komnir eins og faðir yðar í himnunum er fullkominn.“ Þessi ummæli sanna, hve skyggni þessa manns var hrein og djúp og alhliða skilningur hans lífrænn á lögmálum Guðs og örlögum manna. Maður getur ekki annað en kroplð i lotn- ingu frammi fyrir minningu séra Haraldar og raunar allra þessara áður nefndu andans og hjartans manna. — Svo þú ert þá ekki allfjarri því að vera spíritisti? — Nei, í raunhæfri merk- ngu orðsins. Með öðrum orð- um, þegar heiðarlega er rætt um hugtalið. En það gera menn ekki ævinlega Hvað áttu við með „raun- hæfri“ merkingu? Hreyfing eða stefna er ekki raunveruleg, niema aindlegt gildi hennar sé skynjað og skilið. Hugsjón er ekki hug- sjón, nema því aðeins að hún sé elskuð og virt, og unnið sé fyrir hana af nákvæmni og al- úð. Einnig hef ég ávallt gert mér það ljóst, að orðin „ismi segja nauðalítið um inntak og umtak hreyfingar eða stefnu, og þannig er þvi sérstaklega farið um spíritismann. Spírit- isminn er byggður á sálarrann- sóknum. Þær rannsóknir er hægt að framkvæma af djúp- hyggju, alúð og nákvæmni, en það er líka hægt að framkvæma þær af þeirri grunnfærni, að rannsóknin sé verri en.engin. Margir mætir menn um víða veröld hafa nú gerzt til þess að vera vottar „að veru- leika þeim, að vinir aldrei vin- um týna“. Já, t.d. er Dr. Norman Vinc- ent Peale, höfundur beggja þeirra bóka, sem þú hefur ís- lenzkað, einn þeirra glæsileg- ustu á heimsmælikvarða. Hann er djúpskygg'n leiðtogi, þess umkominn að ræða trúarbrögð. Haínn talar af jafnnæmum skilningi og ástúð um trúar- gleði og trúartraust þeirra „frelsuðu“ og um trúarviðhorf og trúarhamingju spíritista, sem hafa raunsönn sambönd við framliðna ástvini og aðrar enn, æðri verur. Stórkostleg reynsla að hverffa inn á lífssvið framliðinna Baldvin Þ. Kristjánsson rcc&ir við Ólaf Tryggvason, huglœkni og rithöfund Hamraborg á Akureyri 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. maí 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.