Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1969, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1969, Blaðsíða 11
fellur svo augljóslega í mót þess ara atvinnustjórnmálamanna í Þýzkalandi á 20. öld: tækifær- issinninn, sem ryður sjálfum sér braut til frama með því að tryggja stóriðnaði Þýzkalands öruggan sess í heiminum. Hann gengur þess ekki dul- inn, að markinu verður ekki lengur náð i nnan þjóðlegs ramma einvörðungu eða með vígorðum, sem voru hlutgeng árin 1914 eða 1933, og hann hefur nægilegt hugrekki til að láta uppi þá sannfæringu sína. Enginn þýzkur stjórnmálamað- ur hefur af jafnmikilli hrein- skilni dregið í efa, að einingu Þýzkalands verði náð á skömm- um tíma, enginn hefur hafnað jafnafdráttarlaust gömlum úr- eltum hugsjónum þjóðræknis- stefnu, enginn þeirra hefur lýst yfir samstöðu með Atlantshafs- þjóðum af slíkri eindrægni og rópusinni. Og þó virðist enginn þýzkur stjórnmálamaður eftir stríð hafa borið það jafnáþreif- anlega með sér, að breyttir tím- ar væru í nánd: enginn hefur minnt jafnmikið á keisarann eða jafnvel Hitler án þess þó að virðast alger andstæða manna eins og Stresemanns eða Adenauers. Á einhvern undar- legan hátt ber yfirlýst sam- staða Strauss með vestrænni stefnu og Evrópustefnu keim af þýzkri þjóðernisstefnu eins og hún lýsti sér 1914 og 1933 — menguð brennisteini og púðri og kynt undir með sjálf- meðaumkun. Stafar það af því, að endanlegt takmark hennar er í raun og veru hið sama og fólst í þýzkri þjóðernisstefnu árin 1914 og 1933? Strauss er sonur slátrara í Múnchen og upphaflega var honum ekki ætlað háleitara hlutverk í lífinu en taka við kjötverzluninni af föður sínum. En drengurinn reyndist búa yf ir óvenjulegum námsgáfum, og kennarar hans töldu foreldra hans á að senda hann í mennta- skóla og síðan í háskóla. Hann las grísku, latínu, þýzkar bók- menntir, sögu og hagfræði og reyndist afburða námsmaður. Við kandidatspróf hlaut hann hæstu einkunnir, sem gefnar höfðu verið við nokkurn há- skóla í Bavaríu síðan 1910. Ekki hvarflaði samt að honum annað þá en gefa sig að kennslu. Hann varð aldrei nas- isti, ekki einu sinni kornungur þegar ekkert hefði kannski ver- i'ð eðlilegra en hann flyti með straumnum — ef til vill kom hin kaþólska trú hans í veg fyrir það (hann er skylduræk- inn kaþólikki þó hann sé ekki heittrúaður) kannski var hann einfaldlega of kænn til þess að gerast nasisti. Hann tók held ur ekki þátt í neinni starfsemi, sem beindist gegn nasistum, né lét hann í ljós andúð á þeim, svo vitaS sé. Hann var ósköp venjulegur ungur námsmaður sem naut lífsins og lét stjórn- mál lönd og leið. Stríðið brauzt út. Strauss varð liðþjálfi af fyrstu gráðu, kól á fótum á undanhaldi þýzka hersins frá Stalingrad og var með herdeild í Bavaríu það sem eftir var stríðsins. Árið 1945, þegar Strauss var þritugur, komu Ameríkanar auga á hæfi- leika Strauss og þar með hófst hinn skjóti frami hans á stjórn- málasviðinu. Hann hafði til að bera alla þá kosti, er herstjórn bandamanna þótti bezt mega prýða einn mann: hann var há- menntaður, hæfileikamikill, geð- felldur og atorkusamur ungur Þjóðverji, sem hafði gott vald á enskri tungu, hafði gaman af að sletta latínu og með alger- lega hreinan skjöld í stjórn- málum: hafði hvorki verið á- hangandi nasisma né komið nærri starfsemi vinstri-sinn- aðra. Á augabragði var búið að gera Strauss að héraðsstjóra og hann var jafvel settur í rann- sóknarnefnd til að koma upp um gamla nazista (enda þótt hann vilji helzt, að fyrnist yfir þann þátt í starfi hans). Hann varð einn af stofnendum kristi- legra demókrata í Bavaríu, gerð ist síðar ritari flokksformanns- ins og árið 1949, þegar þingið kom fyrst saman í Bonn, var Strauss orðinn þingmaður. Hann vakti fyrst á sér veru- lega athygli á þingi árið 1952, þegar hann stóð upp óundir- búinn og flutti snjalla ræðu í vi’ðkvæmum umræðum um varn armálin. Adenauer, sem hafði átt erfitt uppdráttar í þessum umræðum, þrýsti hönd hans lengi á eftir. Ári síðar var Strauss orðinn ráðherra, þá 38 ára að aldri og yngstri ráð- herrann í ríkisstjórninni. Þrem árum síðar var hann gerður að varnarmálaráðherra. Adenauer hafði að vísu ekki viljað veita Strauss svo skjót- an frama, enda þótt hann væri þessum unga, efnilega manni vinveittur. Strauss neyddihann í rauninni hálft í hvoru til þess. Hann hélt líka uppi stöðugum persónulegum árásum á þann, sem gegndi embættinu, sem hann sjálfur ágirntist: það er ekki að öllu leyti fögur saga. En honum tókst það sem hann ætl- aði sér og sem ráðherra reynd- ist hann hæfur, enda þótt hann þætti stundum nokkuð hávaða- samur í starfi. Og þegar seig á síðari hluta sjötta áratugsins var hann orðinn þjóðkunnur maður, jafnvel heimskunnur enda þótt hann væri í þeim hópi einn af minni spámönn- unum. Það orð sem fór af honum á þessum árum, var blendið. Þótt furðulegt sé, svipar honum að þessu leyti bæði til Lloyd Ge- orge og Churchills en því er ekki að leyna, að nokkuð mis- jafnt orð fór af þeim meðan þeir voru ungir. Á Lloyd Ge- orge minnti Strauss að því leyti að orðrómur var á kreiki um spillingu og hneyksli sem reynt var að breiða yfir, bæði í sam- bandi við fjármál og konur. Og eins og Churchill var hann sakaður um skeytingarleysi og drambsemi og fyrir styrjaldar- hugsunarhátt. En enginn hefur getað neitað því, að hann sýndi bæði framtakssemi og gáfur, at- orku og metnað meiri en al- mennt gerðist. Það leyndi sér ekki, að Strauss bjó yfir krafti, frumstæðum og óútreikn anlegum, sem gat orkað bæði til góðs og ills. Rudolf Augstein, ritstjóri der Spiegel, var einn þeirra, sem þóttist sannfærður um að Strauss mundi koma illu einu til leiðar. Þá sannfæringu öðl- aðist hann, þótt undarlegt megi virðast, í einkaviðtölum við Strauss í fyrstu, og Strauss var oft óvarkár í tali á þessum ár- um, jafnvel líka í opinberum umræðum: á þessum árum tal- aði hann digurbarkalega um „að kjarnorkusprenging mundi fylgja í kjölfar fyrsta riffil- skotsins" og gortaði af því „að bandamönnum yrði ekki mikið fyrir að þurrka Sovétríkin út af yfirborði jarðar.“ í einkavið- tölum mun hann hafa gengið enn lengra. Það er haft eftir embættismönnum Nato og Pent- agon, að þeim hafi runnið kalt vatn milli skinns og hörunds við að hlusta á Strauss í sam- kvæmum, sem færðist allur í aukana eftir því sem lengra leið á kvöldið og fjölgaði glös- unum, sem hann tæmdi. Aug- stein ógnaði slík ummæli og sannfærðist um, að fyrir Strauss vekti að hvetja til styrjaldar og nauðsynlegt væri að setja honum stólinn fyrir dyrnar áð- ur en það yrði um seinan. Der Spiegel hélt uppi skipulagðri og harðri árásarhríð á Strauss árin 1961 og 1962 og þar átti að ganga milli bols og höfuðs á honum, en þar sem ekki var hægt með góðu móti að nota ummæli, sem Strauss hafði lát- ið sér um munn fara í einka- viðræðum, sem grundvöll slíkrar árásar, var gripið til þess bragðs að núa honum einkamál um nasir — og var kannski ekki að öllu leyti sanngjarnt. Blaðið ætlaði sér að eyðileggja Strauss með því að saka hann um spillingu. Þetta mistókst (enda þótt ekki tækist að öllu leyti að eyða grun manna). En svo fór, að Strauss var sjálfur að því kominn að eyðileggja sig á þeirri heift, sem hann lagði í hefndaraðgerðirnar. Flestir muna enn Spiegel- málið — ritstjórarnir voru handteknir og ranglega sakað- ir um landráð, og lögreglan var látin taka ritstjórnarskrifstof- urnar á sitt vald með þeim af- leiðingum, að lá við, að leggja yrði blaðið niður, enda höfðu aðgerðirnar stefnt að því. Það vakti mikinn úlfaþyt, þegar upp komst um þátt Strauss í þessu, en hann neitaði í fyrstu að hafa komið þar nærri, og þrætti síðan fyrir að hafa neit- að. Ekki bætti úr skák, að þing- mönnum fannst að Strauss hefði líka reynt að blekkja þá, þeg- ar hann gerði grein fyrir mál- inu á þingi. Hver ráðherrann eftir annan sagði af sér í því skyni að þröngva Strauss úr embætti. Adenauer sá sér að lokum ekki annað fært en víkja honum frá, enda þótt honum væri það ekki ljúft, því að hann var sjálfur að nokkru leyti bendlaður við málið, og það er ekki útilokað að Strauss hafi, að minnsta kosti að ein- hverju leyti verið að hylma yf- ir Adenauer. Hvernig sem því hefur verið varið, þá var Strauss búinn að vera. Síðar lýstu bæði jafnaðarmenn og lýðræðissinn- ar því yfir, að þeir mundu aldrei sitja í ríkisstjórn með Strauss, og margir af hans eig- in flokksmönnum voru sama sinnis. Spiegel-málið átti sér stað haustið 1962. En ekki liðu nema fjögur ár unz Strauss var orð- inn ráðherra á ný — fjármála- ráðherra í samsteypustjórn með jafnaðarmönnum, sem tóku orð sín aftur og gengu fúsir til sam- starfs við hann. Og nú, að liðn- um tveim árum í viðbót, virðist lítill vafi á því, að Strauss verði næsti kanslari Þýzka- lands — það eina sem enn mætti deila um, er hvort Strauss muni gera sig ánægðan með að bíða þar til núverandi ríkis- stjórn hefur setið kjörtímabil sitt á enda eða hvort hann muni sjálfur hrinda henni fram af og þá hvenær. Nema það hendi hann þá einu sinni enn að eyði- leggja allt fyrir sjálfum sér með einhverjum ferlegum og van- hugsuðum aðgerðum. Sem stendur hefur endur- koma hans og uppreisn komið mönnum til að gleyma óförum hans fyrir sex árum. Menn hafa fyllzt svo mikilli aðdáun, að Strauss gæti jafnvel verið þakklátur fyrir niðurlægingu sína, af því hún hefur gefið honum tækifæri til að sýna fólki, hvað hann býr yfir óvið- jafnanlegum hæfileika til að reisa sig við og byrja að nýju. Ef það væri rakið lið fyrir lið, hvernig Strauss tókst að kom- ast upp á ný, kæmi ýmislegt misjafnt í ljós — en í þeirri baráttu beitti hann aðallega stjórnmálalegri refskák, og bak tjaldamakki, að ógleymdum þeim hæfileikum sínum að grípa þau tækifæri sem á vegi hans urðu. En samt sem áður sýnir hún þó, að töggur er í Strauss, að honum verður ekki svo auð- veldlega komið á kné. Hann hef ur líka lært að lagni borgar sig, — og svo hafði hann heppnina með sér. Það sem úr- slitum réði, var hin undarlega aðstaða verkalýðsfélags kristi- legra demokrata í Bavaríu, sem er að nokkru sjálfstæður flokk- ur og að nokkru angi af kristi- lega demokrataflokknum. Það virðist auðsætt, að maður með góða skipulagsgáfu getur not- fært sér slíkar aðstæður, þar sem hann getur starfað bæði utan og innan flokksins. Strauss reyndist frábærum skipulags- gáfum gæddur. Eftir Spiegel- málið hvarf hann aftur til heimahaganna í Bavaríu: sveit- ungar hans í Bavaríu sáu aumur á honum og gerðu hann að formanni og brátt fór eggið að kenna hænunni — verka- lýðsfélagið undir stjórn Strauss fékk töglin og hagldirnar í Kristilega demokrataflokknum. Og nú er svo komið, að það virðist hafa ráð allrar ríkis- stjórnarinnar í hendi sér líka. Það var Strauss, sem gerði Ki- esinger að kanslara eftir að Er- hard fór frá, og hann getur líka bolað honum frá, þegar honum finnst tími til kominn. Það er þessi stjórnunar- 23. febrúar 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.