Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1969, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1969, Blaðsíða 9
ttt atf auka stemninguraa nema Gamli Carlsberg með matnum. Viðstaddir voru vitanlega all- ir, sem við byggingu skólans höfðu unnið. Meulenberg hélt aðalræðuna. „Ég veit að ég er ekki sterkur í íslenzkunni," sagði hann, „en ég veit að þið skiljið mig samt, og þið meg- ið hlægja að mér eins og þið viljið og getið“, og sjálfur hló hann hjartanlegast af ö'llum. — Eftir máltiðina var borið fram kaffi. En Meiuilembeng sagði okkiuir ungu mönnunum að fara niður í kaffistofuna — veitinga salinn — þar sem væri meira líf og fjör og njóta þar lífsins á hans kostnað. Þannig kom hann í öllu fram sem sannur höfðingi. Um haustið þegar skólabygg- ingunni var lokið, vorum við Ulátnir reisa veglegt hlið við stíginn heim að húsinu. Hliðið smíðuðum við á verkstæðinu í Skólastræti 5, fórum síðan með það vestur í Landakot og settum það á trausta stólpa, sem festir voru djúpt í jörð. Vorum við að því eina 2 eða 3 daga og var verkinu lokið tum miðjiain dag. Þá kom Meúl- enberg, glaður og reifur að vanda, lýsti ánægju sinni yfir hliðinu, bauð okkur síðan upp í íbúð sína. Við báðum hann hafa okkur afsakaða, þar sem við væruim í óhreinum vinnu- fötum. En hann vildi ekki hlusta á slíkt, dreif okkur inn og fór að sýna okkur stereo- skopmyndir af skrautlegum byggingum, fínium hallarsölum og fögru landslagi. Þetta höfð- um við alldrei séð áður og vor- um næstum búnir að gleyma tímanum þegar okkur kom í hug, «ð nú myndi meistara okk- ar, Erlendi, vera farið að lengja eftir okkur. — En Meulenberg ætlaði ekki að gera það enda- sleppt. Nú bar hanin fram á- vexti og vín til að gæða okkur á. Þá kom babb í bátinn. Tveir okkar, þeir bræðurnir Guð- mundur og Sigurður Halldórs- synir, sem voru miklar bind- indishetjur, sögðust ekki smakka vín, fannst allt að því móðgun að láta bjóða sér slíkt. En þetta var nánast misskiln- ingur. Hér var vitanlega ekki um áfengi að ræða heldur mein laust þrúguvín, sem hverju barni var óhætt að smakka. Meulenberg hefði aldrei látið sér til hugar koma að bjóða nokkrum manni sterkan drykk. Þarna ski'ldi með okkur Meut- enberg að sinni. Svo liðu 17 ár. Þá var það eift sinn, heldur Sæmundur áfram, að ég kom sunnan úr Grindavík og var nætursakir vestur á Holtsgötu. Snemma næsta morgun gekk ég austur Túngötuna áleiðis niður í bæinn. Klukkan var rúmlega 6 og fáir á ferli. Þá dettur mér í hug að líta á sveinsstykkið mitt — hurðina fyrir skólahúsinu. — Jú, hurð- in var í bezta lagi og virtist lítið vera farin að láta á sjá. Þegar ég er kominn aftur út á götuna, heyri ég að ein- hver kemur út úr húsi prest- anna og gengur hratt á eftir mér. Þetta var Meúlenberg. Þekkti hann mig strax og varð þarna með okkur íagnaðar- fundur. „Dásamlegt, dásamlegt að hitta yður hér svona ó- vænt“ sagði hann og klappaði kumpánlega á öxlina á mér. Hann var á leið út í kirkjuna og nú var ekki um annað að gera en koma með honum og skoða þennan mikla helgidóm, sem þá var fullgerð að utan en innréttingu ekki lokið. Hann vakti sérstaka athygli mína á kirkjuhurðinni, hefur sjálfsagt ályktað vegna próf- smíði minnar, hefði ég ekki sízt áhuga á þeim gripum. Síðan kvöddumst við á kirkjutröpp- unuim. Hann bað mér allrar blessunar og í hjarta mínu var ég glaður og þakk'látur fyrir að hafa enn á ný hitt þenman ljúflynda kirkjuhöfðingja. — Eftir þetta bar fundum okkar Meulenbergs ekki saman. Með sveinsprófi Sæmundar Tómassonar hafði fyrsti Grind- víkimgurinn útskrifast sem lærður trésmiður. Var með því náð takmarki, sem hann hafði ungur sett sér og stefnt að ó- trauður og ákveðinn þótt aðrir möguleikar væru líka fyrir hendi. Júlíus Einarsson frá Garðhúsum átti skipið, sem Sæmundur réri á, síðustu ver- tíð sína í Grindavík, áður en hanin hóf smíðanámið. Júlíus Skólahúsið í Landakoti. mun hafa séð hvað í hinum linga manni bjó, og bauð hon- um að vena formaður á nýju skipi, ef hann vildi vera hjá sér næstu vertíð — og gefa honum skipið hálft, ef vel gengi. En Sæmundi varð ekki þokað. Hainn hafði tekið á- kvörðun. Við hana vildi hann standa. Annað kom ekki til mála. En þótt prófinu væri náð, réttindin fengin, voru ekki allt af verkefni fyrir hemdi. — Vet- urinn vm „dauður tími“ fyrir byggingamenn. Þá þýddi ekki að gera kröfur ti'l annarra eða þess opinbera um atvinnubæt- ur eða vinnuleysisstyrki. Hver varð að bjarga sér með eigin mætti og úrræðum. Þá var aft- ur horfið að sjósókn í Grinda- vík. Næstu þrjár vertíðir eftir smíðanámið réri Sæmundur hjá Gísla Jónssyni í Rafnshúsum í Grindavík, afbragðs formanni. En þegar hefja skyldi róðra veturinn 1913, vildi það til, að Dagbjartur frá Garðshúsum veiktist hastarlega af blóðeitr- un og gat ekki verið með skip sitt eins og mörg undamfarin ár. Bað Dagbjartur þá Einar kaupmann, bróður sinn, að tala við Gísla um að gefa Sæmund lausan, svo að hann gæti feng- ið hann fyrir formanm. Gaf Gísli það eftir og tók nú Sæ- miundur við skipi og skipshöfn Dagbjarts. Þetta var í vertíð- Skólahurðin í Landakoti — sveinsstykki Sæmundar Tóm- assonar. arbyrjun 1913. Þá var Sæ- mundur 24 ára. — Með þetta skip var Sæmund- ur á vetrarveritíðuim næstu 4 ár, en vamn að smíðum á öðrum tímum árs. Árið 1914 var hann yfirsmiður við hús Eimars í Garðhúsum. Var það mikil bygging á þeirrar tíðar mæli- kvarða. Stóð smíði þess í átta og hálfan mánuð. Arið eftir vann hann við stórhýsi Jóns Þorlákssonar í Bankastræti 11. Þar var finnur Thorlacius yfir- smiður. Var slegið upp fyrir hei'lli hæð í einu og undir loft- ið iíka og svo allt steypt í einni lotu. Þar hyggur Sæ- mundur að fyrst hafi verið not- uð steypuhrærivél, sem ásamt spili, gekk fyrir olíumótor. — Það sama ár vann Sæmundur líka við ibúðarhús Forbergs við Laufásveg og næsta sumar við hús Geirs vegamálastjóra í Túngötu. Við þau hús bæði var Bjarni Þorláksson, Grettisgötu 35, yfirsmiður. Á vetrarvertíðinni 1916 urðu mikil þáttaskil í sjómennsku Sæmundar Tómassonar. Þann 24. marz réri hann eins og aðr- ir formenin í Grindavílk í bezta veðri og tjarnsléttum sjó. En meðan línan var dregin rauk skyndilega á norðan-ofsaveður svo við ekkert var ráðið. Þá bjargaði Guðbjartur Ólafsson á Kútter Esther 38 manns — 4 skipshöfnum úr Grindavík og skilaði þeim öllum heilum áhúfi í heimahöfn. En skipin töpuð- ust ölll. Frá þessari dásamlegu björgun hefur Sæmundur sagt í grein í Lesbók 24. marz 1957. Sumarið eftir þennam minnis- s'tæða atburð keypti Sæmund- ur hálft skipið af móður sinni og var með það næstu 4 árin. Þá fór hann að búa um sig í Grindavík til frambúðar, byggði sjóbúð niðri við Járn- gerðarstaðavör og árið eftir flutti hann þangað heimili sitt þar sem það stóð í rúman ára- tug. En árið 1926 reisti hann sér íbúðarhús, ofan við kirkju- torgið, sem hann kalliaði Þor- valdsstaði. Það seldi hann rík inu árið 1928 fyrir prestssetur, sem þá var flutt frá Stað inn í Járngerðarstaðahverfi, enda kirkjan búin að vera þar síð- am 1908. Á þessum seinni Grindavíkurárum sínum byggði Sæmundur fjölmörg íbúðarhús þar syðra, því aldrei féll hon- um verk úr hendi og verkefni voru næg þar sem húsakostur fó'lksins var að taka stakka- skiptum. Menn voru sem óðast að hætta við gömlu baðstofu- urnar og reisa sér björt og rúmgóð timburhús, sem enn setja svip sinn á þessa fiski- sælu verstöð suðurstrandarinn- ar, meðan steinsteyptar villur rísa í löngum röðum við nýjar götur í hrauninu ofan við þorpið. Árið 1928 yfirgaf Sæmundur Suðuinnes og fluttist til Reykja- víkur. í aldarfjórðuing, 1930— 55, vamn hann í RúlQiu- og htara gerð Reykjavíkur hjá Flosa Siguirðsisyni jafmhliða þvi, sem hann S'tuindaði húsasmíðar þegar þar voru efcki næg verk- efni. Á 74. aldiursári bilaði heilsa Sæmundar. Þá hefði mörgum þótt sjálfsagt að leggja frá sér verkfærin, enda langur vinnudagur til sjós og liands að kveldi kominn. — En það er hægara sagt en gert fyrir hinn mikla iðjumann, að setjast í helgan stein og bíða hins mikla háttatíma. Að sitja auðum hönd um er óbærileg tillhugsun hjá þeim, þar sem vinnan hefur verið innihald daganna — starf ið lífsins dýra máðargjöf. Og svo er enn hjá þessum áttræða hagleiksmanni, að alla daga, sem heílsan leyfir er hann að finna við hefilbekkinn á litiu verkstæði á Spítalastíg 3. Cuðrún I. Gunnarsdóttir Hjarta mitt Ég var eins og nýfætt blóm. Hugur minn var hjá honum. Honum sem hjarta mitt og líkami þráðL Hve heitt ég elskaði hann. Þarna hvíldi ég í örmum hans. Nakin eins og blaðlaust blóm. Hví er ég svo ung og óreynd? Hvað er það sem hjarta mínu stjórnar? -».•* Ástin? Hún togast á um það sem er rétt og rangt. En hvað er rétt, hvað er rangt? Ef hjarta mitt stjórnar, þá er ég hans. En blómið blaðlausa hylur nekt sína. Hylur hana í orðum. Af hverju má ekki hjarta mitt stjórna? Það mun stjórna því sem ég þrái. Og hann er sá sem ég þrái. 23. febrúair 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.