Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1969, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1969, Blaðsíða 8
c kJ7 unnudagur 3. november — allra-heilaga messa. — Hvít sól á heiðum himni Ijómar yfir bláum, björtum sundum höfuð- staðarins hjúpuðum í fyrsta snjó þessa vetrar. Nýfallinn breiðist hann yfir Landakots- hæðina eins og helgilín, sem maður ætti ekki að snerta hvað þá heldur að ganga á eða aka yfir. En við því verður ekki séð. I þéttbýlinu er svo margt um manninn, sem þarf að kom- ast leiðar sinnar þó sunnudag ur sé. Hér er strax orðin mikil umferð, enda heimsóknartíminn að byrja. Og hverjir vilja ekki vitja sjúkra vina á helgum degi? Er það ekki líka guðsþjónusta? Flestir koma akandi, nokkrir gangandi til að njóta blíðuveð- ursins og fegurðar dagsins. Sum ir ganga hvatlega, glaðir í bragði með bjartar batavonir ástvina sinna í svip og fasi. Sumir. . . . Hér uppl á Landakotshæð eru þrjú hús, sem allir Reykvíking- ar kunna góð skil á. Hvert um sig setur það sterkan svip á umhverfi sitt og raunar alla borgina. Mikið eru þau ólík þessi hús. Breiðir gluggar spít alans glampa ofbirtulega í sól- skininu, þar sem aftur á móti dimmgráir veggir kirkjunnar drekka í sig geisla þess. Mikil ósköp er hún annars alvarleg bíessuð kirkjan og fjarri því að brosa móti birtu allra-heil- agra messunnar. Það á víst senn að fara að messa, því að tveir rjóðir, hraustlegir strák- ar eru önnum kafnir við að skafa fölið af kirkjustéttinni mieð stórum íbjúgum klárum. En þetta er ekki okkar kirkja svo að erindið upp á Landakots- hæð er ekki að sækja guðs- þjónustu kaþólskra. Erindi ef erindi skyldi kalla, er nánast í hið þriðja húsið, skólann, — Lamdaíkotsákólann — sem stend ur í vestur frá kirkjunni, sunn- an götu — einkennilega lagað hús, sem óþarft er að lýsa svo lengi hafa Reykvíkingar haft það fyrir augum, margir frá því þeir fyrst sáu dagsnis Ijós — já, og hversu margir hafa ekki fengið þar sína fyrstu skóla menntun. Landakotsskólinn var byggð- ur árið 1909. Hann var Hall- grímsturn þeirra tíma, svo „að hvaðan sem að bænum er komið, hvort heldur á sjó eða landi verða fyrst og skýrast fyrir mönnum hin hátimbruðu hús í Landakoti, ein sér uppi á Landa kotshæð." Svo komst Þórhallur biskup að orði í blaði sínu. Og þessi nýja skólabygging, sem á að taka ein 100 börn, þykir bisk- upi ruokkuð ísjárverð, ekki Lútherskunnar — hieldur ís- lenskunnar vegna. En þótt við ætluðum ekki að fara að ganga í Landakots- skóla eigum við erindi að dyr- um hans. Það stendur til að taka mynd af hurðinni, sem er jafngömul skólahúsinu sjálfu — SENN 60 ára. Hún er sveins- stykki Sæmundar Tómassonar, þess sem í Jólalesbók sagði okkur frá smíðanámi sínu hjá Erlendi Árnasyni o.fl. Landakotsskólinn var byggð- ur 1909. Yfirsmiður var Er- lendur Árnason. Þetta var fyrsta steinhúsið sem Sæmund- ur vann við. Það þótti honum frekar leiðinlegt verk, að leggja mikla vinnu í að smíða mót, sem aðeins áttu að standa í fáa daga — síðan rífa þau niður aftur. Sveinsstykkið — hurðina — vandaði Sæmundur vitanlega eftir föngum — og að hún skuli endast enn og vera fær um að halda vin.dum og vætum úti frá menntasetri kaþólskra enn í dag, eftir 6 tugi ára, sýnir það ekki og sannar, að vel hefur verið vandað til þessa grips bæði að efni og vinnu? Það mun hafa verið postula- talan, sem lauk námi í trésmíði hér í Reykjavík þetta ár — 1909. Sex af þeim lögðu leið sína til myndasmiðs þegar þeir höfðu búið sig í betri fötin og „sátu fyrir“ hjtá CShr. B. Eyj- ólfssyni í Templarasundi. Hann var þá einn aðal-fótógrafinn í Reykjavík. Lítið annað var gert til há- tíðabrigðis í tilefni af þessum tímamótum. Eftir þetta vann Sæmundur lítið sem ekkert hjá Erlendi Árnasyni. Þegar Sæmundur lítur til baka yfir námsferil sinn, segir hann, að tíminn við byggingu Landakotsskólans sé einnaminn isstæðastur. Máske er það vegna þess, að þá lauk hann námi sínu. En þó ekki siður hitt, að þá kynntist hann þeim manni, sem honum er alveg ógleyman- legur. Það er Marteinn biskup Meulenberg. Þegar smiðirnir komu til vinnu sinnar kl. 6 að morgni mættu þeir jafnan prestinum, sem ásamt nunnun- um voru að halda til morgun- bæna í kirkj'Uinm. Það briásit aldrei, að Meulenberg tók ofan og sagði með sínum glaða rómi: „Guben Tag“. Hitt brást líka sjáldan, að loknum morgunbæn um — þá lagði Meulenberg leið sína vestur í skólann til smið- anna, ekki aðeins til að líta yfir verkið og sjá hvernig það gengi heldur til að taka líka sjálfur til hendinni. I skólanum var timburloft eins og í flestum eldri stein- húsum. Undir því voru bitar, sem náðu í heilu lagi þvert gegnum húsið. Við þessa löngu, gildu bjálka var afar mikil vinna. Var unnið að því úti við að hefla þá með afarbreiðum hefli, svo þungum, að tvo menn þurfti til að valda honum. Me- ulenberg var fljótur til að grípa til hefilsins og hamaðist svo að svitinn rann af honum. Tíndi hann af sér fötin og þurrkaði af sér svitann, hló og gerði að gamni sínu við okkur smiðina. Hann verkaði á okk- ur eins og hressandi gustur í deyfð og lognmollu. — Það er ógleyman'legt og ómetanllegt að hafa kyninzt þessum óvenjulega hæfileika- og mannkostamanni. — Þegar búið var að reisa sperrurnar og turnspíruna var slegið upp vetélu. Hún var haldin í húsi Gunnars Einars- sonar á horni Kirkjustrætis og Tjarnargötu. Gunnar var einn af aðal-kaupsýslumönnum hér í bæ í þá daga, rak mikla verzl- un og veitingahúsið Ásbyrgi. I álmu hússins við Tjarnargötu var stór salur á annarri hæð. Þar var haldið reisugildi Landa kotsskóla af mikilli rausn. Veiz'lustjóri var Meulenberg sjálfur og naut sín vel, stráði fyndni og gamanyrðum á báða bóga, svo að gleðin ríkti og fögnuður bjó í hvers manns brjósti, þótt ekkert vín væri Sjo „hefilsponastudentar" fra vorinu 1909. Vonö 1909 luku 12 sveinar prófi í husasmiði í Reykja vík. Af þeim eru 7 á meðfylgjandi mynd. Standandi frá vinstri: Sæmundur Tómasson frá Járn- gerðarstöðum, Kristján Guðmundsson ættaður frá Djúpi, lærði hjá Jóni Halldórssyni og vann þar til dauðadags. Hann dó 2. apríl 1921, Sigurður Björnsson, Húnvetningur, hinn kunni brúar- smiður, f. 16. maí 1889, dáinn 28. ág. 1964, Sigurður málarameistari Guðlaugsson, skipasmiðs Torfa sonar. Sigurður var fæddur 17. júní 1887, d. 3. febr. 1948. — Sitjandi: Guðmundur Eiríksson, form. Trésmiðafélagsins, bæjarfulltrúi í Reykjavík og gegndi fjölda trúnaöarstarfa. G. E. var fæddur 2. april 1889, d. 13. ág. 1941. Guðmundur Þorláksson, lærði hjá Eyvindi Amasyni, lengi húsasm.meistari hér í bæ, f. 4. okt. 1887, d. 21. ág. 1958 Ottó Ólafsson, hann lærði líka hjá Eyvindi, stundaði lengi mublusmíði o. fl. Ottó er fæddur 3. júlí 1889. □TnH cJb L'JC'J 3C í=fl SAMTAL VIÐ SÆMUND TOMASSON - SIÐARI HLUTI - EFTIR CÍSLA BRYNJÓLFSSON Járngerðarstaðir í Grindavík með Þorbjörn i baksýn. Myndin er teiknuð af dr. Bjarna Sæmunds- syni 12. apríl 1895. Þá var tvíbýli á Járngerðar stöðum. í austurbænum bjuggu foreldrar Sæ- mundar, Tómas Guðmundsson og Margrét Sæmun dsdóttir, en í vesturbænum Eiríkur Ketilsson frá Kotvogi og Jóhanna Einarsdóttir frá Garðhúsum. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. fe/brúar 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.