Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1968, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1968, Blaðsíða 6
Sumir tala um það sem úrelta sveitarómantík að halda harðbýlum héruðum í byggð. Knútur Þorsteinsson: ÚTKJÁLKA BYGGÐIR OG MÓÐUFSKAL Hugleiðingar úr og í sumarleyfisferð Hinn 13. dag ágústmánaðar s.l. stig- uin við nokkrir tugir farþega inn í flug- vél Flugfé'lags fslands á Reykjavíkur- flugvelli, en hún var að leggja upp í ferð austur til Egilsstaða. Veður var blítt þennan dag sólfar og logn, svo sjá mátti að veðurgúðirnir höfðu lagt bless- un sína yfir þessa ferð okkar. Ung flug- freyja tók móti 'gestum í vélinni með ljúfu brosi, vísaði til sæitis, athugaði hversu vel færi um menn og bauð að spenna öryggisbeltin, er vélin hóf sig til flugs. Þetta var ein hinna mörgu, hugþekku ungmeyja, sem með kvenleg- um yndisþokka draga til sín augu og athygli, a.m.k. flestra af hinum „sterk- ari“ helmingi mannkynsins. — En hvað skyldu ég og mínir 'líkar vera að gera með vangaveltur um slíka hluti. „Hún biður sjálfsagt Guð að geyma sín fyrir giftum manni og hátt á fjórða tugi“ Kvað Þorsteinn Erlingsson um blóma rósirnar á fyrstu óratugum aldarinnar. Og hvers mundu þær þá ekki biðjast nú á sjöunda tug hennar og það því fremur þegar um er að ræða giftan mann, kominn yfir það aldursmark, sem Þorsteinn miðaði við. — Nei, nóg um það. —■ Vélin hóf sig til flugs og sveif yfir uppsveitir Suðurlands, yfir Hofs- jökul, Sprengisand og öræfin norður og norðaustur af Vatnajökli. — Og að lok- um var flogið út yfir Fljótsdal og Velli á Fljótsdalshéraði og lent á Egilsstaða- flugvelli klukkustund eftir að flug hófst í Reykjavík. Farþegarnir risu úr sætum með pjönkur sínar og hafurtask, þökkuðu flugfreyjunni ungu ferðina og gengu út úr vélinni. — Og austfirzk jörð var undir fótum. — n. „Og vorið kemur, gistir gömul tún, með grös og dögg og spor, sem átti hún, er tók í hönd þér, leiddi lítinn dreng. Þú leitar heim úr hversdagsgráum streng". Svo hefur Matthías Jóhannessen skáld kveðið og sem ég stóð þar á Eg- ilsstaðaflugvelli í heiðfagurri kyrrð síð- sumarskvöldsins skaut þessum fögnu ljóðlínum upp í huga mínum. Til aRra átta blöstu við augum sýnir, sem voru gamlir og góðir vinir og kunningjar. Hlíðarfjöll, Fljótsdalsheiði, Fellin, Lög- urinn, Múlarnir og Fjarðarheiðin, að ó- gleymdum fagurlaufga Egilsstaðaskógi, allt heilsaði þetta með hlýju vinarbrosi. Og í austri, — upp af Eiðaþinghánni blánaði fyrir fjöllunum á innstu leiðum til Loðmundarfjarðar, byggðarinnar, þar sem mér skinu fyrstu vor lífsins og ég sleit mínum bernskuskóm, byggð- arinnar, sem frændi minn, Helgi Valtýs- son rithöfundur, hefur sagt um, að á- vallt hafi verið sinn töfraheimur, hvar um lönd, sem leiðir hans lágu, byggð- arinnar, sem Pálmi rektor Hannesson sagði um að minnti að fegurð á suma dali í Alpafjöllum. En nú er þessi byggð af öllum íbúum yfirgefin nema einum einsetumanmi — aðfluttum. Slík- an dóm hafa örlögin á hana iagt. En samt —, er ég 'leit hina kvöldbláu hnjúka þessarra fjalla var sem fögnuð- ur friðar og öryggis streymdi um æðar og minningar liðinna daga og ára vökn- uðu til nýs, yljandi lífs. — „Þú leitar heim úr hversdagsgráum streng." — ni. Móðir náttúra hefur farið allhörðum höndum um Austurland síðustu misseri. Veturinn síðasti var me'ð köflum fann- þungur og hryssingslegur. Og undirvor ið sigldi „landsins forni fjandi", hafís- inn að ströndum þess og fyllti fjörðu og víkur vikum saman, allt suður fyrir Homafjörð. Nepjur og kuldar ríktu fram eftir öllu vori, allt fram yfir miðjan júní. Eyddu bændur því ógrynni fóð- urs í búfénað, bæði heyjum og fóður- bæti. Sögðu mér greinaglöggir menn austur þar, að þröngt hlyti að verða fyrir dyrum hjá eigi fám bændum með haustnóttum ef þeir þjrrftu þá að standa teikningsskil alls þess kostnaðar. Hið margumrædda kal í túnum lands ins, nú í sumar var víða á Austurlandi mikið, svo eigi þóttust aldraðir menn þar slíkt muna. Verst mun ástandið af völdum þess þar hafa orðið í Borgar- firði og á Langanesströndum. Var mér sagt, að bændur á Langanesströndum væru, er ég var austur þar, búnir að semja um kaup á allt að tveim þúsund um heyhesta austur á Héraði og skyldi það flutt á bifreiðum norður þangað. Og meðan ég dvaldi eystra komu 4 bílar hlaðnir töðu sunnan úr Hornafirði til tveggja bænda í Borgarfirði, Jóns á Sólbakka og Magnúsar í Höfn, en þessa ungu bændur báða hafði kalið leikið grátt. Og þríx eða fjórir bændur úr Borgarfirði nöfðu farið ti'l Loðmundar- fjarðar með heyvinnuvélar til heyskap- ar þar. En vegna flutningaörðugleika milli þessarra fjarða ætluðu þeir að geyma heyið þar og reka fénað þangað í vetur og hirða þar. í Loðmundar- firði var sagt nóg gras og ekkert kal. Þá var og sagt að einhverjir bændur í Borgarfirði hefðu fengið til heyskapar eyðijörð í Skriðdal — Langsótt er slík heyölfun sem þessi og kostnaður aug- ljós. En hér höfðu þessir bændur að- eins um tvennt að velja, aö taka upp þessa heyskaparháttu, eða slátra fénaði sínum og bregða búum. En ætli líkurn- ar fyrir því, að þeir gætu selt jarðir sínar séu þá ekki harla litlar? Ofan á gróðurkalið þar eystra bættist svo það, að síldin, sem undanfarin ár hefur borið Austfirðingum gull í mund hafði haldið sig svo langt út norður í höfum, að þá er ég fór að austan undir ágústlok, hafði síld, varla svo nefn- andi væri borizt til Austurlands. — Ástandið austur þar, er ég var þar á ferð, var því hvergi nærri ákjósan- legt, hvort sem litið var til lands eða sjávar. En þrátt fyrir það virtist sem einskis bilbugs eða volæðis kenndi þar hjá fólki. Sú barlómssónata sem sungin er og sungin hefur verið undanfarið í blöðum, útvarpi, sjónvarpi og í umræð- um manna í milli hér syðra, virðist ekki komin inn í söngbók þeirra Aust- firðinga, er ég var þar á ferð. Fólkið virtist ákveðið í að leggja ekki á flótta, heldur ganga á hólm við erfi/leikana — vongott um að sigrast á þeim. Það sýndi sú erfiða og dýra barátta, sem áðurnefndir bændur þar lögðu í til að afla sér heyja úr og í fjarlægum sveitum og héruðum. Og fleiri merki mátti sjá þess, að Austfirðingar ætluðu ekki fyrr en í fulla hnefana, að láta hafísa, kal og síldarduttlunga hrekja sig á brott frá sínum bláu fjörðum og fögru dölum. Grétar á Skipalæk í Fellum og kona hans Þórunn frá Sólbakka í Borg arfirði hafa undanfarin sumur starf- rækt síldarsöltunarstöð á Seyðisfirði og halda því enn áfram ef forsjónin lætur einhverja síld bera þær á land. En þeg- ar síldin lætur ekki sjá sig reka þau búskap sinn á Skipalæk. Og nú eru þau þar með í byggingu hús fyrir hundir uð fjár. Þá var þar illt kal í túni, en ekki virðist þa'ð hafa náð að frysta kjark þeirra og baráttuhug. Og uppi í Eyvindarárdölum var Sig- urður mágur minn, brúarsmiður á Sól- bakka að byggja brú á bílvegi til Mjóa fjarðar. Talað var um að sumir kölluðu hana „Þingmannsbrú, vegna þess að Mjóifjörður, sem eitt sinn var fjöl- mennt hreppsfélag kefur á síðustu ár- um eyðzt m/ög að byggð, en Vilhjálm- ur á Brekku, einn af þingmönnum Austurlands, hefur ásamt fám öðrum fjölskyldum neitað að fylgjast burt með straumnum, en setið með prýði ættleifð sína. — Áætlað mun hafa verið að brú þessi kostaði um 1% milljón króna en Sigurður brúarsmiður taldi vafamál, að hún yrði svo dýr. Æltti því ekki þeirri kynslóð, sem svo hefur vaxið að upp- gangi, a'ð henni flökraði ekki við að eyða hartnær 100 millj. króna í hægri handar akstur, að vaxa í augum að eyða rúmri mi'lljón til brúargerða á eina á, ef verða mætti að hún ynni gegn því að byggð eyddist í heilu byggðarlagi. — Lítið stæði þá á bak við allt talið um jafnvægi í byggð landsins. — Og máske stendur það ekki allsstaðar svo djúpt sem ætlað er. ra. Til eru þeir menn í landi hér, sem halda 1 )ví fxam í fullri alvöru, að það sé úrel | sveitarómantik að vera að halda við bjggð í hinum afskekktari og harð- bý'lustu hérúðum landsins. Slíkt sé al’lt of kostnaðarsamt, svo fémennu þjóð- félagi, sem við erum. Því eigi að flytja fólkið úr þessum byggðarlögum til þétt Framh. á bls. 10 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. október 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.