Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1968, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1968, Blaðsíða 3
En Svejk hélt áfram: — IJt af svona lítilfjörlegum misskilningi þurfti maður inn ekki að vera svona reiður. Hann átti sannarlega að hafa 60 til 70 þúsund hár á höfðinu, eins og stóð í greininni, að heilbrigður maður ætti að hafa. Mér hefði aldrei á ævinni getað dottið í hug, að til væru sköllóttur yfirhershöfðingi. Þetta er, sem maður segir, raunarlegur misskilningur, eins og alltaf getur komið fyrii, ef maður segir eitthvað í hugsunar leysi og hinn kann ekki að taka því. Þannig sagði Hyvl klæðskeri okkur frá því einu sinni, þegar hann var á leið íré einhverjum stað í Steiermark, þar sem hann hafði verið að sauma, til Prag, og hann hafði flesk í nesti, sem hann hafði keypt í Maribur. Þar sem hann er að aka í lestinni, fer hann allt í einu að hugsa um það, að hann sé eini Tékk- inn me’ðal farþeganna, og þegar hann, nálægt St. Moritz, fór að skera sneiðar af fleskinu, þá fer maðurinn, sem á móti honum sat að líta fleskið girndarauga, <jg munnvatnið fer að vætla út úr hon- um. Þegar Hyvl klæðskeri sá þetta, ságði hann upphátt við sjálfan sig: — Þú myndir líklega þiggja það, að ég sletti einhverju í kjaftinn á þér. Og mað- urinn svaraði samstundis á tékknesku: — Það myndi ég þiggja, ef þér tímduð a'ð sjá af bita. Svo átu þeir fleskið í félagi, áður en þeir komu til Budejovice. Þessi maður hét Vojtech Rous. Höfuðsmaðurinn leit á Svejk og gekk svo út úr klefanum. Þegar hann var ný- seztur í sæti sitt birtizt sakleysisleg ásjóna Svejks í dyrunum. — Herra höfuðsmaður! Eftir fimm mínútur verðum við komnir til Tábor, og þar hefir lestin viðdvöl í fimm mínút ur. Á ég ef til vill að biðja um mat. Áður fyrr höfðu þeir hér ágætan mat . . . Höfuðsmaðuxinn þaut á fætur og út í ganginn. Þar ávarpaði hann Svejk: — Ég vek athygli yðar á því að því sjaldn- ar sem ég sé yður, því hamingjusamari er ég. Helzt af öllu vildi ég aldrei þurfa að sjá yður, og ég skal koma því þannig fyrir, sannið þér bara til. Farið! — Já herra höfuðsmaður. Svejk kvaddi á hermannavísu, snerist á hæl, gekk út í enda gangsins, settist þar hjá járnbrautarþjóni og sagði: — Aísakið, má ég leggja fyrir yður spurn- ingu? Járnbrautarþjóninn, sem langaði sýni- lega ekki áð eyða orðum við Svejk, kinkaði kolli tii samþykkis. — Það kom stundum til mín einkenni legur maður, sagði Svejk — maður, sem hét Hofman. Og hann fullyrti, að þessir neyðarhemlar væru vita gagnslausir, að, í stuttu máli sagt, væri vita þýðingar- laust að taka í þetta handfang þarna, Ég hefi —- ef ég á að vera ærlegur — aidrei haft neinn áhuga á þessu máli, en þegar ég sá neyðarhemlana, langaði mig að vita, hvernig ég ætti að bera mig áð, ef ég þyrfti einhverntíma á því að halda. Svejk stóð á fætur og gekk ásamt járnbrautarþjóninum að neyðarhemlun- um. Járnbrautarþjónninn áleit það skyldu sína að leiðbeina Svejk: — Það er rétt, sem hann sagði, að það ætti að taka í þetta handfang. En hitt var rangt, að þáð væri gagnslaust. Neyðarhemlarn- ir verða að vera í lagi. Þeir höfðu báðir hönd á handfanginu í einu, og ennþá er það óráðin gáta, hvernig á því stóð, að þeir tóku í það, og lestin stanzaði. Þeir gátu ekki heldur orðið sammála um, hvor þeirra hefði gert þetta og gefið neýðai'merki. Svejk fullyrti, að það hefði ekki getað verið hann, því að ekki væri hann neinn götustrákur, það gætu menn borið um. — Ég varð sjálfur hissa, sagði hann -—• þegar lestin stanzaði allt í einu, sagði hann við lestarstjórann. — Lestin ekur af stað, og svo stanzar hún allt í einu. Mér gremst þetta meira en ýður. Virðulegur herramaður tók málstað brautarþjónsins og fullyrti, að hann hefði heyrt hermanninn hefja samræður um neyðarhemlana. En Svejk lét það ekki á'sig fá og fór mörgum orðum um heiðarleika sinn. Hann hefði enga ástæðu til að vilja tefja lestina, hann væri á leið í stríðiö. — Stöðvarstjórinn mun áreiðanlega jafna málið við yður, sagði lestarstjór- inn. — Þetta getur kostað yður 20 krón- iu . — Það var líka sannarlega 20 króna virði, svaraði Svejk — það er meira að segja hundódýrt. Einu sinni þegar keis- avinn var í heimsókn í Zizkov, stö'ðvaði maður að nafni Franta Snor vagninn hans með því að falla á kné á miðri brautinni. Á eftir sagði lögreglufulltrúi þessa hverfis grátandi við herra Snor, að þetta hefði hann ekki átt að gera í hans hverfi, hann hefði átt að gera það ne'ðar í götunni, því að þá hefði það verið í umdæmi Krans lögreglufulltrúa. Þar hefði hann átt að votta keisaranum hollustu sína. Svo var Snor þessi tekinn fastur’. Svejk svipáðist um og hélt svo áfram: — Ættum við nú ekki að halda áfram. Það er ekki gott, að lestin sé tafin. Hefði þetta verið á friðartímum, hefði mér staðið á sama, en þegar strfð er, verða menn að vita, að með hverri lest eru hermenn, yfirhershöfðingjar, höfuðs menn og þjónar. Það leiðir aldrei neitt gott af svona töfum. Napoleon kom fimm mínútum of seint til orustunnar við Waterloo, enda lagðist lítið fyrir kapp- ann. í þessum aðventunauðum tróðst Lukás höfuðsmaður gegnum þyrpinguna. Hann var híæðilega fölur og gat ekki stamað fram öðru en: — Svejk! Svejk heilsaði á hermannavísu og vék máli sinu að húsbónda sínum: — Herra höfuðsmaður! Þetta fólk ber það á mig, sö ég hafi stöðvað lestina. Neýðarheml- arnir eru i megnasta ólagi, og það er heppilegast að koma ekki nálægt þeim, annars heimta þeir 20 krónur. Nú' var merki gefið og lestin fór af stað. Áhorfendurnir gengu aftur til sæta smna i klefanum, og höfuðsmaðurinn fór líka inn í klefa sinn, án þess að segja fleira. Aðeins lestarstjórinn og járnbrautar- þiónninn urðu eftir hjá Svejk. Lestar- stjórinn tók upp vasabók sína og skrif- aði skýrslu um viðbur'ðinn. Járnbrautar- þjónninn horfði hatursaugum á Svejk, sem spurði, eins og ekkert hefði í skor- izt: — Hafið þér starfað lengi við jám- brautina? Þegar járnbrautarþjórminn svaraði engu, lýsti Svejk því yfir, að hann þekkti mann, sem hét Mlicek Frants frá Uhrinever nálægt Prag, sem líka hefði tekið í neyðarhemlana og hafði or’ðið Framh. af bls. 14 L/óð eftir tékknesk nútímaskáld Jan Skácel Svanirnir Nei, svanir syngja ekki; veiðimaðurinn rétti mér sjónaukann svo ég gæti betur séð hvernig þögulir vængmiklir fuglar stilla hljóðfæri sín (Umhverfis auðir vínviðir, í fjarska runnu skógar og ský saman, eftir uppskeruna ríkti kyrrð og friður á ökrunum.) Grandalaus sleit ég af rósahimni haustsins tvö fornaldartákn, tvo stolta hvíta fugla! Ég lagði hönd á hjartastað til að draga úr slættinum, hélt niðri í mér andanum, hlustaði eftir sorginni, sem býr í vonlausum flótta. Hljómlistin steyptist yfir hundraðföld. Vladimir Holan Dauöinn Nú eru mörg ár liðin síðan þú rakst hann á brott úr hjarta þínu, og innsiglaðir dyrnar. Reyndir að gleyma. Þú vissir að í hljómlistinni var hann ekki, og þess vegna söngstu; þú vissir að í þögninni var hann ekki, og þess vegna þagðirðu; þú vissir að í einverunni var hann ekki, og þess vegna kaustu hana.... Hvaða dularfullu veður hafa farið um heim þinn? Þú ert sleginn ótta eins og maður sem vaknar um nótt og sér að ljós er kveikt í næsta herbergi, sem lengi hefur staðið autt. Jóhann Hjálmarsson þýddi. Vængir fylltu geiminn voldugum tónum og jörðin skalf undir fótum mínum. Yfir höfði mér flugu svanirnir með augu full af svörtum, beiskum tárum. Jóhann Hjáhnarsson þýddi. Miroslav Holub Undir smásjánni Hér eru einnig draumlönd tunglauðn, yíirgefin. Hér er einnig fjöldi, yrkjendur jarðarinnar. Og frumur, stríðsmenn sem fórnuðu lífinu fyrir söng. Hér eru einnjg kirkjugarðar, orðstír og snjór. Og ég heyri kurrinn, uppreisn fjölmennra stétta. Matthías Johannessen þýddi. 27. október 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.