Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1967, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1967, Blaðsíða 10
Eiríkur á Brúnum átti heima í Hlíð í 25 ár en reyndi síðar á ævinni aS snúa hæði sveitungum sínum og öðrum landsmönn- um til Mormóna- trúar. w 1 m “inr 11 JjL prúðmenni, hinn heitir Sigur- jón. Hafði hann nokkrar á- hyggjur af för minni þangað, þegar hann vissi, að ég væri eitthvað viðriðinn Morgunblað- ið. Skildist mér ótti hans stafa af því, að ég kynni með ein- hverjum hætti að skaða Fram- sóknarflokkinn, ef ég færi að skipta mér af görðum og húsa- tóftum í Hlíð. Kannski er hvergi fegurra undir Fjöllunum en austanvert við Núpakotsnúpinn, þar sem hann Ingveldi dóttur Eiríks „til að spila tveggja manna alkort við sig; hafði hann vinninginn, því seint um veturinn eftir átti hún dreng“, segir Eiríkur. Nú er skemmst frá því að segja, að hvorki meðgekk Þor- valdur á Eyri króann, né held- ur að hann neitaði faðerninu. Líður og bíður unz Eiríkur er á förum með sitt fólk til Amer- íku 1881. Þá heimtar Þorvaldur krakkann og er hann var ekki látinn laus þótti honum sæmst Bærinn á Núpi stendur austan vert við Hvammsnúpinn. Þar býr Guðmundur Guðmundsson fyrrum glímukóngur. jökullinn opinberast skyndilega í tígulegri umgjörð. Svaðbæl- ið sem Þorvaldur breytti í Þor- valdseyri er þar á grundunum, sem svað hljómar eins og öfug- mæli; staðurinn hefur á sér yfirbragð höfuðbóla, allsstaðar er grasið í bak og fyrir. Ég tók mynd af bænum af kúastöðl- inum neðan vegar og kýrnar söfnuðust utan um mig á með- an með þeirri heimspekilegu rósemi, sem kúm einum er lag- ið; þær virtust líta björtum augum á framtíðina. Enda þótt Þorvaldur á Þor- valdseyri væri maður fram- takssamur, fórst honum ekki að sama skapi vel við Eirík á Brúnum og hans fólk. Upphaf þeirra atburða var, að Þor- valdur gisti hjá Eiríki, gömlum sveitunga sínum, sem þá bjó að Ártúni í Mosfellssveit. Kom að safna 12 manna liði, harð- snúnu, og var gerð aðför að Eiríki og dóttur hans, þar sem þau gistu í Reykjavík. En Ei- ríkur hafði fyrr staðið í ströngu og barizt bæði við menn og grimma hunda. Hann kom Ing- veldi fyrir á hjalllofti með barnið; var þar upp um þröngt op að sækja og hleri fyrir. Ing- veldur stóð á hleranum við annan mann, en Eiríkur og Rúnveldur, kona hans, náðu þrisvar að kippa fótum undan innrásarmönnum í stiganum áður en þau vóru ofurliði bor- in. Lauk svo, að Þorvaldur sneri frá og Eiríkur komst með fjölskyldu sína til skips. —O— Einhverntíma hefur bergið meðfram Fjöllunum verið sjáv- arhamrar; brimið hefur lamið hverja skor og vindbarðir tind- Hafurshóll. Þar er huldufólkshyggð og þar hafa tíðum sézt ljós. ast, væri kirkjan lögð niður. Virtist svo sem álög þessi væru áhrínslaus orðin í nokkra áratugi og gerðist ekkert markvert af hálfu Steinafjalls þar til aðfaranótt annars jóla- dags árið 1926. Þá lá nærri, að stórslys yrði; fólk þar á bæn- um vaknaði við að skriða skall á bæinn, fyrst vatnsflóð, síðan aur og loks stórgrýti. Gerðist þetta allt á fáeinum augnablik- um og bjargaðist fólk naum- lega. Þá var ljótt um að litast í Steinum; húsin hálfgrafin, hest- ar á sundi í hesthúsi og kýr í fjósi hætt komnar. Karlægri konu var bjargað upp á þak og máttu menn bíða þar klukku- stundum saman, unz fært var frá bænum. Má gera því skóna, að annar í jólum hafi í þetta sinn orðið heldur ánægjulítill hátíðisdag- ur í Steinum undir Eyjafjöll- um. Leiðin liggur áfram austur með Steinafjalli og sléttlendið neðra er marflatt eins og Fló- inn, en hvítur faldur öldunnar við Eyjafjallasand afmarkar lengdina. Allsstaðar er grjótið meðfram veginum og mörg steinvalan hefur um dágana hafnað á túnum í Hlíð undir Núpakotsnúp, eða Hlíð undir Steinahlíðum eins og sá bær er nefndur í Paradísarheimt. Þar er lengri röð gamalla bæjar- húsa en ég minnist að hafa áður séð, þó hefur yfirgerðin nýlega verið rifin og standa nú tóftirnar eftir. Bæði þar og annarsstaðar getur að líta hag- lega hlaðna steingarða, stund- um langa. Ósjálfrátt fer maður að hugsa um Steinar bónda úr sögu Laxness og hversu hag- lega hann hlóð grjótgarða, svo ekki fundust betri listaverk í þeim sveitum. Að vísu höfðu þeir allmikið látið á sjá, með- an mórmóninn var í útlöndum; grjót hrunið ofan úr fjallinu var dreift út um túnið og fannst Steinari bónda í enda sögunnar ekki annað þýðingar- meira en reisa við garðana: „leggja stein við stein í hina fornu veggi uns sólsett var í Hlíðum undir Hlíðunum". Um nokkra áratugi áður en Steinar bóndi komst á þrykk, hafði annar mormóni frá Hlíð verið kunnur með þjóðinni fyrir ferðalög sín og ritverk. Sá er Eiríkur Ólafsson, sem raunar kenndi sig við Brúnir vestan Markarfljóts. Hann var fæddur í Hlíð 1823, átti þar heima í 25 ár, og hefur látið eftir sig ferðasögur og „Lítið rit um svívirðing eyðilegging- arinnar" ásamt nokkrum öðr- um pésum. Þessi einkennilegi sveimhugi missti rótfestu sína undir Fjöllunum um Þjóðhátíð- ina 1874 og fór líkt og Steinar bóndi í Hlíð, bæði út til Kaup- mannahafnar og vestur í Spán- arforksveit i Utah. Eiríkur á Brúnum reyndi að turna ís- lendingum til • trúar á • Jósef Smið og gulltöflurnar úr Kúm- óruhóli en var fálega tekið víð- ast og við kirkju í Stóradal í heimasveit hans mátti hann þola pústra og hrindingar. í Óseyrarnesi var sigað á hann sex hundum og segir Eiríkur: „___hömuðust þeir utanum mig, því fólkið var að siga með hlátrum og sköllum; en mér vildi það til lukku, að ég hafði staf í hendinni; ég veif- aði í kringum mig, og snerist í snarkringlu of* stökk í loft stundum ___“. A Eyrarbakka var aftur sigað á hann hundum, en þeir hlupu af ógáti í hross. Á Stokkseyri sögðu menn, að réttast væri að skera úr honum tunguna og stinga úr honum augun, en presturinn hlustaði á og lét sér vel líka. En Eiríkur var líka skemmti- legur sagnamaður og hefur hann skráð nokkrar huldu- fólkssögur, einkum frá Hlíð. Að sjálfsögðu talar Eiríkur um huldufólk eins og hverja aðra blákalda staðreynd, enda hef- ur huldufólk verið með áþreif- anlegri staðreyndum undir Fjöllunum framundir þetta. Fyrir ofan bæinn í Hlíð eru grasigrónar brekkur uppundir bergið og þar hefur Eiríkur séð dreng með sófl í hendi reka þrjár kýr og vetrung að læknum. Hann vissi strax, að þessar kýr voru huldufólks- eign. Harðbannað var að fara í holu undir stórum steini þar í hlíðinni, sízt af öllu til að hafa þar nokkur ólæti, „því þar var huldufólk". „í öðru sinni“, segir Eiríkur, „sá ég, hvar kvenmaður var að reka fjórar ær yfir um Hús- hamra, sem kallaðir eru, fyrir ofan bæinn í Hlíð, og svo rak hún þær yfir annan klett og hvarf þar. Ég þekkti hana ekki; hún átti ekki heima í Hlíð, því það var huldukona“. Nú hefur steinsteypan numið land í Hlíð, en eftir standa nokkrir garðar hlaðnir, á leið niður í svörðinn. Ég kom þang- að heim til þess að geta betur litið þá augum en unnt er neð- an af veginum. Heima við hitti ég bræður tvo, sem búa tví- býli í Hlíð. Annar virtist vera Þorvaldur á Þorvaldseyri, brjóstmynd í byggðasafninu á Skógum. JO LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. nóvember 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.