Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1967, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1967, Blaðsíða 9
Ba-jarliús og gamlir grjótgarð'ar í Hlíð, þar sem Steinar bóndi í sögu Laxness bjó og Eiríkur á Brúnum fæddist. austur á Skálabæi sem þar standa í röð undir fjallsrótun- um: Yztiskáli, Miðskáli og Ás- ólfsskála. í annál frá árinu 1624 nefnir Gísli Oddsson hörmuleg- ar náttúruhamfarir á Yztaskála, þegar skriðuhlaup varð þarna í fjallinu, „og kollvarpaði að nóttu til meira en helmingi af bænum Yzta-Skála í Holts- sókn. Bjuggu þar sjö barna for- eldrar. Aðeins foreldrunum var bjargað með lífi, þannig að þau voru dregin hálfdauð úr aur- leðjunni. Þegar móðirin daginn eftir sá, hvernig um börnin hafði farið, lét hún guðræki- lega líf við dauða, og þannig liggur hún í einni gröf ásamt þeim, en maðurinn lifir eftir og þjakast af hörmum sínum“. Nú eru aðeins aflíðandi brekk ur þarna efra; bjargveggurinn girðir ekki lengur fyrir norðrið Laxness að Birni hrossaprang- ara á Leirum, átti Ásólfsskála og hafði makaskipti við Holts- kirkju á kotinu Svartsbæli eða Svaðbæli og lét í staðinn part úr Ásólfsskálalandi undir kirkju. Þá hafði hvesst undir Eyjafjöllum enn einu sinni og reyndar með því offorsi, að Holtskirkja fauk af grunni; það var á pálmasunnudag 1888. En Þorvaldur ávaxtaði vel sitt pund og breytti kotinu í höfuð- bólið Þorvaldseyri: „Björn umboðsmaður á Leirum hafði hafizt af litlu“, segir í Paradísarheimt, „og snemma beitt gáfum og gjörfi- leik sem hann þótti hafa um- fram aðra menn til þess að lötra eigi við búfé né draga fiska. Hann fór ungur í kaup- mannslæri útá Bakka og barst með húsbændum sínum nokkur Steinar undir Eyjafjöllum. Þrívegis hafa skriðuhlaup ógnað bænum, siðast 1926. ár til Danmerkur í æsku; kom heim aftur og gerðist sýslu- skrifari hjá gamla sýslumann- inum á Hofi og fékk af honum eyðijarðir útvið sjó, kotin Bæli, Hnútu, Svað og önnur fleiri með álíka lýtandi nöfnum__“. —O— Þar sem Holtsnúpurinn rek- ur fram tignarlega trjónuna svo greina má mörg hundruð berglög, hvert uppaf öðru, þar stendur frammi á grundinni einn frægastur bær undir Fjöllunum; prestsetrið Holt. Ég kom að Holti einn myrkan rigningardag um sláttinn fyrir fáeinum árum; þá grillti varla í Núpinn fyrir þoku og rosa. En séra Sigurður var svo eld- fjörugur, að regndrunginn gleymdist og svona er að eiga sólslcin innra fyrir andann. Ég fór fram hjá Holti í þetta sinn, enda þekkti ég þar engan; mér fannst dapurlegt að sjá þangað heim. Sjálft bæjarstæðið getur naumast talizt fallegt; Holtsá- in hefur brotið land og það eru grýttar eyrar og hrjóstrur í kring. Holt kemur talsvert við sögu í Njálu, þar nam land Þorgeir hinn hörski; hann var afi Þorgeirs Skorargeirs. Eftir Njálsbrennu eignaðist Þorgeir Skorargeir öxina Rímmugýgi og hvar skyldi hún niðurkom- in núna? Kannski eru einhverj- ar leyfar af henni hér undir mold og sandi. Fleiri skáldmæltir og gáfaðir klerkar hafa búið í Holti en séra Sigurður. Þekktastur þeirra var sennilega Gísli Odds- son, síðar biskup, mælskumað- ur á sinni tíð og skáld, dáinn 1638. Hann hefur látið eftir sig merkar ritgerðir á latínu, sem bregða ljósi á þekkingu hans á íslenzkum fræðum og náttúru- vísindum. Nútímanum mun þó kunnara um séra Þorvald Böðvarsson, prest í Holti um tíu ára skeið. Hann orti sálminn „Dýrð sé guði í hæstum hæðum" og framan við bæinn í Holti stend- ur myndarlegur stuðlabergs- drangur til minningar um séra Þorvald. En hér verða þáttaskil; Holtsósinn skerst inn í undir- lendið, allar götur upp að Steinafjalli og lítið eitt austan við Varmahlíð eru hreppa- mörk milli Vestur- og Austur- Eyfellinga. —O— Aftur er bergið fyrir norðr- inu en ekki eins og veggur; þar eru stallar og syllur og grænir rindar. Og gil á milli. Þaðan falla smálækir sakleysis- lega en koma upp um sig á björgunum í farveginum. „f Steinum", eins og Eyfellingar segja, hafa búendur oftsinnis þolað búsifjar, þegar vöxtur hleypur í gilið ofan við bæ- inn svo af hlýzt skriðuhlaup. Um aldir hefur fólk í Steinum búið við þá hættu, sem þessu er samfara og eru sagnir um þetta allt frá 1904. Þá vildi svo til, að eitt bjargið úr brattri hlíðinni í efra varð laust og barst niður í móti heldur rösk- lega, unz bærinn í Steinum varð fyrir. Það varð þó ekki að fullu og öllu til að hefta ferð steinsins; hann hélt áfram yfir kirkjugarðinn og mölbraut kirkjuna. Gleggri lýsingar eru þó til af skriðuhlaupinu í Steinum 1888; það var meir aur og leðja, enda urðu miklar skemmdir á túni og sum bæjarhúsin brotnuðu niður. Einu ári síðar var lögð niður kirkja sú, sem lengi hafði staðið í Steinum og var það ekki lítil ögrun við máttar- völdin, þar sem álög hermdu, að bærinn skyldi að fullu eyð- Hamragarður undir Vestur Eyjafjöllum; eitt fegursta bæjarstæði á íslandi. Holtsnðpur og Drangshlíðar- fjall. Það er ugglaust erfitt að glíma við allt það grjót, sem hrunið hefur á völl á Núpi og vill til að Guðmundur á Núpi er fyrrverandi glímukóngur Is- lands. Hann vann Grettisbeltið meira að segja meðan það var ekki enn orðin föst venja að láta sig falla af öllum þunga ofan á andstæðinginn. Því mið- ur var Guðmundur ekki heima þennan dag; hann hafði brugð- ið sér til Reykjavíkur, en tvo upprennandi Eyfellinga hitti ég þar í hlaði: Odd Helga Jóns- son og Einar Ragnarsson. Þeir kváðust sækja skóla að Selja- landi; Oddur var daufur með búskap á Núpi, kvaðst öllu fremur vilja verða búðarmað- ur, en Einar hélt, að það væri ef til vill jafngott að vera bóndi á Núpi eins og innanbúð- armaður. Þeir stóðu eftir á hlaðinu innanum múgavélar og traktora en ég beindi reiðskjótanum og skriðuhlaup sýnast ólikleg þarna. Nokkru innar er Ásólfs- skáli; ég ók upp að kirkjunni og gekk hátt upp í valllendis- gróna brekkuna í efra og hlust- aði á þögnina umvefja þessar þokkalegu hlíðar og Hvamms- núpinn í vestri. Ásólfur sá, er hér helgaði sér land, var raun- ar maður kristinn og hvorki taldi hann sæma að hafa sam- skipti við heiðingja né þiggja af þeim mat. Hann veiddi sér til viðurværis í læk, sem þar fellur nærri og þótti meiri fiskisæld þar en í öðrum lækj- um. Þegar þeir nágrannar Ás- ólfs, sem vanir voru að snúa sér til Óðins og Þórs, urðu þessa varir um síðir, ráku þeir Ásólf burtu af jörðinni með of- beldi. Það kom þó fyrir lítið, þar sem silungar úr læk þess- um urðu Ásólfi samferða. —O— Þorvaldur Bjarnason á Þor- valdseyri, sem menn þykjast vita, að sé fyrirmynd Halldórs 5. nóvember 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.