Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1967, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1967, Blaðsíða 14
f Hoffellsfjöllum (IX, bls. 17): „Hátt uppi í Hoffellsfjöllum í Hornafirði gnæf ir við bláloftin klettur mikill, ferhyrnd- ur sem hús í lögun og fagur á að líta, gríðar hár og sést mjög langt og víða að. Hann heitir Goðaborg og er nær lukt ur jöklum. Um hann hafa gengið forn- eskjusagnir einkennilegar. Einu sinni var smali að elta kindur uppi í fjöll- um í sólarupprás á Hvítasunnu. Sá hann þá að borgin stóð opin. En í dyr- unum lá geysimikið naut og ógurlegt álitum. Vill hann hraða sér þaðan en lendir þá í sandi og kafar djúpt í hon- um. Hann sá þar og viðarlauf mikið sér til undrunar og greip handfylli og stakk í vasa sinn, elti svo kindurnar unz hann náði þeim út í Setbergsheiði. Hann hafði veitt því eftirtekt að hringlaði í skóm hans. Sá hann nú að það var gullsandur. En laufin voru peningar. Varð hann af þessu vellauðugur og gæfumaður.“ I þessari sögu er allt gamalkunn- Ugt nema nautið ógurlega og þó er það gamalkunnugt ef að er gáð. í Flateyjar- bók er þess getið að Þrændur hafi blót- að nautum og síðan hafa blótneyti verið algeng á íslandi. Þau blóta og bölva og snúast venjulega í mannýg naut. Ann- ars hafa íslendingar haft lítið dálæti á nautum sínum, enda eiga þeir ekki nema tvær merkilegar sögur um kýr, Auðhumlu og Búkollu. Aftur á móti hafa þeir frá fornu fari trúað á hesta sína og völsa þeirra. Þeir hafa eigi aðeins haft kappreiðar heldur hestaat þar sem hestar börðust. Á írlandi hafa menn mikla ræður Morrigan förum bans og í bardaga sínum við þann hvíthyrnda rásar hann um allt írland og er hann hefur unnið hann ber hann leifar hans á hornum sér og dreifir um allt Irland, endar hann ævi sína með að drepa menn, konur og börn í sínu eigin landi, Cuailnge, og eftir að hafa snúið baki við hæðinni brestur hjarta hans og hann kastar því upp sem svörtum steini af svörtu blóði. f hofslýsingum Goðaborganna er hof- unum alls staðar lýst eins og kristnum kirkjum. Það er ekki ólíkt því, þegar fornenskir menn kölluðu hina fornu goða aldursbiskupa. Hér skal tekið eitt atriði í sambandi við Goðaborgirnar sem ber grunsamlega kristinn svip. Þeir gömlu, segja sagnirnar, gengu berfættir upp á Goðaborgirnar, og gerðu þar bæn sína. Þessar sagnir eru úr Hornafirði, Álftafirði, Berufirði og Breiðdal. F yrsta dæmi um þetta er úr Jök- uldælu eða Jökuldæla sögu, að sögn Sig- urðar Gunnarssonar (í Safni til sögu ís- lands, 1866 II, bls. 495—97). Hin síð- borna Jökuldæla hefur verið frá átjándu öld, nema Pétur Pétursson bóndi á Há- konarstöðum hafi skrifað hana, en ekki er líklegt að Sigurður Gunnarsson hafi ekki vitað það er hann skrifaði upp eft- ir honum söguna. Sagan er prýðilega skrifuð eins og Austfirðinga sögur yfir- leitt. Jökuldæla segir að Hákon hafi numið Jökuldal vestan ár frá Teigará til jökla og búið á Hákonarstöðum. (Það kirkjustaður á Jökuldal (innan í teign- um sjást menjar af blótstaðnum forna). Skjöldólfur, er bjó á Skjöldólfsstöðum, var annar landnámsmaður á Jökuldal og nam land allt austan megin Jökulsár, frá Húsá (innan við Skeggjastaði) upp að Hölkuá (Hölkná). Skjöldólfur byggði bæ sinn í landnámi Hákonar og reidd- ist hann Skjöldólfi er hann byggði þar að sér fornspurðum og skorar hann Skjöldólf á hólm. Skyldu þeir berjast á hólma í Hólmavatni (það er á Tungu- lieiði milli Jökuldals og Vopnafjarðar). Hákon dýrkaði Þór. Stóð hof hans í felli norður og upp af Hákonarstöðum. Það heitir Þórsfell. Þangað gekk Hákon hvern morgun, þegar fært var veður, berhöfðaður og berfættur. Þegar kom að hóimstefnudegi var Hákon snemma á fótum og gekk til hofsins að biðjast fyrir, en frosthéla hafði fallið um nótt- ina og kól Hákon á minnstu tá. Af þessu taldi hann sér fótinn stirðan til vígs, tók sverð sitt og hjó af tána, batt svo um og reið til hólmsins. Þennan sama morgun bjóst og Skjöldólfur snemma til hólms, hafði hann með sér skjaldkonu sína er Valgerður hét. En sem þau koma norður á heiðina sáu þau á einni tjörn átján álftir sárar. Sagði Skjöldólfur að skjaldmeyin skyldi gæta álftanna á tjörninni þangað tilhann kæmi aftur. Síðan reið hann á hólminn og barðist við Hákon. Lauk svo við- skiptum þeirra að Skjöldólfur féll og heygði Hákon hann þar á hólmanum. En það er að segja af skjaldmey Skjöld- ólfs að hún elti álftirnar þar til hún sprakk. Heitir tjörnin síðan Valgerðar- hlaup. Arn.; Goðalandsjökull, Rang.; Goða- steinn, Rang.; Goðaskógur, Árn.; Goða- skarð, Árn.; Goðasand, Eyf.; Goðhóll, Hvítársíða; Goðavöllur, Árn.; Goða- völlur, Eyf.; Goðadalur, Skag.; Goða- dalur, Strand.; Goðahöll, Hvítársíða. - SMÁSAGAN Framhald af bls. 12 kominn yfir þessa vitleysu, hugsaði ég. Eða hann hafði leitað læknis, það þótti mér þó ótrúlegra. En á fjórða degi um tvöleytið birtist hann. Hann virtist nú allur annar mað- ur, rólegur og hægur í fasi, engir svita- dropar á enninu, augnaráðið kyrrlátt. Það var eins og einhver annarlegur friður væri yfir honum. — Alltaf að mála? sagði hann í spurn- artóni. — Já, það má segja það. Hann leit ekki á myndina þar sem hann þóttist hafa séð grá augu máluð í efra hornið til hægri. — Skrepptu með mér út í kaffL Ég sá ekki ástæðu til að neita. Við gengum af stað, ætluðum inn á Skála. — Mér líður svo vel núna, sagði hann. — Það þykir mér vænt um að heyra, svaraði ég. — Það voru augun. Þau voru að gera mig kolvitlausan. Nú er allt komið í lag. — Prýðilegt, sagði ég og vildi forðast að fara lengra út í þá sálma. Ég veit ekki hvað það var, sem kom yfir mig á leiðinni eftir AusturstrætL Kannski var ég að fá einhverja pest. Eitthvað af þessu sem er alltaf „að ganga“. Slíkt endaði oft með uppköst- um, hefur mér skilizt. Ég fann að ég varð að flýta mér til baka. Komast heim áður en ég færi að kasta upp. — Viltu hafa mig afsakaðan, mér varð illt, allt í einu, ég verð að fara heim og leggja mig, sagði ég. Það kom ein- kennilegur svipur á andlit hans. En hann tók þessu vel, allt væri í bezta lagi, augun líka. Hann væri búinn að ná valdi yfir þeim. Ég fór heim, og svo einkennilegt sem það kann að virð- ast, fann ég ekki lengur til sjúkleika; sú tilfinning hvarf með öllu um leið og ég kom inn í herbergið mitt. Ég hætti við að leggja mig og fór að mála, gekk meira að segja óvenju vel. Ég vann af kappi til klukkan niu um kvöldið. >á var ég orðinn svangur, svo ég lagði leið mína niður í bæ til þess að fá mér einhversstaðar matarbita. 1 Lækjargötunni mætti ég listmál- ara, kunningja mínum. — >á er hann farinn veg allrar ver- aldar, sagði hann, röddin einhversstað- ar mitt á milli glettni og alvöru. — Hver þá? — Hefurðu ekki frétt það? — Nei, ég hef ekkert frétt. — Einar skaut sig þar sem hann sat yfir kaffibolla á Skála klukkan hálfþrjú í dag. Mér varð orðfall í fyrstu. — Jæja, blessuð sé minning hans. Ég reyndi að segja þetta í sama tón og kunningi minn, með samblandi af alvöru og skopi. Við kvöddumst eftir smávegis ómerki- leg_ orðaskipti. Ég fór heim og tók myndina með hin- um ímynduðu augum og reif hana í tætlur. Mér leið ekki vel. Kuldahrollur lædd- ist um mig og ég gekk um gólf eirðar- laus, eins og maðUr sem á eitthvert þýðingarmikið atriði óuppgert. Og veit að svo verður áfram. Dæmið verður aldrei reiknað vegna þess að veigamestu tölurnar vantar. En hver lægi nú á líkbörum ef ég hefði farið með honum út í kaffi? Goð á Reyðarfirði. nautaat á sama hátt. Þar endar nauta- ránið mikla, Train Bo Cuailnge, á nauta- ati. Frá því segja bræðurnir Alwyn og Bringley Rees í „Celtic Heritage", Lond- on 1961, bls. 59. Nautin þarna heita Hvít- horni og Donn í Cuailnge, öðru nafni Hvítur og Svartur. Þeir höfðu báðir ver- ið endurbornir í ýmsum dýrum. (Hér sést hvaðan Edda hefur endurburðar- kenningu sína). Þeir höfðu fyrst verið göldróttir svínahirðar Ochalts konungs síd (huldufólks) í Connacht, síðan Bodbs konungs síd (huldufólks) í Munster. Fyrst voru þeir vinir, síðan keppinautar. Síðar birtust þeir í hrafna- líki og spáðu drápi, er þeir sjálfir mundu yalda í líki sjávarskepna er þeir gleyptu hvor annan. Síðan reyndu þeir sig sem kappar unz þeir snerust í illa anda og síðan í vatnssnáka. Annar þeirra, er Medb drottning tók úr brunni, réð henni að giftast Aitill. Hinn, sem tekinn var úr á í Cuailnge af Fiachma mac Dairi, spáði bardaga við skepnurn- ar í Connacht. Kýr gleyptu báða og voru nú endurbornir sem langbeztu tarfar sem nokkru sinni sáu dagsins Ijós á írlandi, Hvítur og Svartur. Tarf- urinn í Cuailnge gat skýlt hundrað her- mönnum frá Munster frá hita og kulda og fimmtíu unglingar gátu á sama kvöldi leikið sér á baki hans. Daglega gat hann keflt fimmtíu kýr og átt fimm- tíu kálfa daginn eftir. í nautaráninu er þriðji bærinn frá Skjöldólfsstöðum). Út frá Skjöldólfsstöðum stendur bærinn Hjarðarhagi, skammt frá Teigará. Teig- ur var ónuminn milli landnáms Há- konar og Þorsteins Torfa, er nam Jök- ulsárhlíð og bjó á Torfastöðum (í Hlíð), og lögðu þeir hann til hofsins svo sem Landnáma segir. Þar er nú Hofteigur, að er eðlilegt að Ólafur Briem (í „Heiðinn siður á íslandi", 1945. bls. 24) skyldi álíta þetta kristin áhrif. Því miður höfum við átt of fáa kaþólska fræðimenn til að benda okkur á hvaðan þessar kárínur væru ættaðar. Líklega myndi prófessor Baetke geta það eða Hermann Pálsson. Hins vegar kemur það ekki til mála að rekja þetta til sjálfspísla Óðins eins og Hamel gerði. Við þetta er enn að bæta að hér sjást síðustu goðanöfnin á Austurlandi. Næst- ur er Goðafoss á Norðurlandi. Ekkert af þessu er í nafnaskrá Þjóðsagna Jóns Árnasonar nema nöfnin á Suðurlandi og Goðatindi á Hofi í Álftafirði. Hin eru öll í þjóðsögum Sigfúsar Sigfússon- ar, en sumum náði ég í örnefnasöfnun um Austurland. Eru þjóðsögur Sigfúsar ekki lítið afrek í íslenzkum þjóðfræð- um. Önnur goðanöfn eru í Kristian Kálund, Bidrag til historisk-topografisk Beskrivelse af Island, Köbenhavn, 1882, registur: Goðadalur, Árn.; Goðafoss, Svarfaðardalur; Goðahóll, Kjós; Goða- hóll, Árn.; Goðahóll, Borg.; Goðahóll, Mýr.; Goðahóll, Dal.; Goðahóll, Skag.; Goðahús, Eyf.; Goðalág, Skag.; Goðalág- ar, Árn.; Goðalágar, Rang.; Goðaland, Goðsteinsmýri. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. febrúar 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.