Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1966, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1966, Blaðsíða 13
GYLFAGENNBN3 Tetknari Hara!Jur Guðber^sssn W MÆITI QANQLERi: ÞETTA ERÚ UA/DARLIfi Ti'C- EWDI, El? NÚ SEQIR >Ú. CEY5I/HKIT HOí MUM VALHÖLL V£I?A. ALLÞRÖNGT MUN />AR OPT VERA FYRIR DURUM. p ÞA SVARAR HARR: HV/ SPYRR ÞÚ EIGI ÞESS, HUERSU MARGAR DYRR ERV’A HÖLLINVI £ÐA HVÉRSU STÓRAR? EF ÞÚ HEWR ÞATSAQT, ÞA HUNru SEQJA.AT HlTT £R vmdarugt.ee eigi MA MNQA ÚT OK imm mverr, ---*------------------- fR VILL* £N ÞAT ER MEÐ SÖNNU AT SEQJA. AT £(GI ER ÞRÖNGRA AT . SKIPA HANA EN QANQA 'l HAMA. HER M'ATTÚ HEYRfl 'l -^(JRTMMíSM'ALU/í: Þ’AfAÆLTI GAMGLERI: ALLMIKILLMAMMFJÖLÐIERT VALHÖU. SVA NJÓTA EK TRÖ MINMAR, AT ALLMlKlLL HÖFÐIMGI ERÖDIMM, EKHAMN STÝRIR SV'A MIKLUM HER. EDA HVATER SKEMAtTUN ElMHERiA. P'A ÉR ÞEIR DREKKA ' EIGH goða rituð af Ara fróða, og ef margar elikar heimildir hafa verið til, hafa höf- undar íslendingasagna átt kost á drjúgri fræðslu um ýmsa merka menn söguald- «r. Tímatal Eyrbyggju og Laxdœlu sýn- ir tiivist mjög merkilegra heimilda um (þau efni, og sama sýna annálar (sem eru yngri). í Njálssögu eru notaðar uokkuð gamlar mannfræðiheimildir, eem standa upp úr hér og þar eins og forngrýti. Jón Jóihannesson hefur fært itöluverðar líkur að gamalli Ævi Drop- iaugarsona. f Orms þætti Stórólfssonar er vitnað í íslendingaskrá: hvers vegna ekyldi sú sakleysislega tilvitnun ekki geta verið rétt, þó a'ð hnin sé í vondum íélagsskap? Ef svo er, hefur hún náð yfir marga menn. Brot er til af íslend- ingadrápu. Það hefur þó aldrei verið til emhver gömul skrá um hetjur og höfð- ingja söguaidar, rétt eins og tfl er Skáldatal, en skráin hefur eftir öilu að dæma verið miklu fyllrL Hér má benda á fyrirmynd eða þá fyrirrennara: fs- lendingadrápu Eyvindar skáldaspillis. Samkvœmt því, sem sagt hefur verið í þessum kapitula, hafa söguritar- arnir verið höfundar, sem settu íslend- ingasögwr saman úr mörgum heimildum, bæði skráðum og óskráðum. Verða þá íslendingasögur að heimildum til noikkru Ckari konungasögum en í fljótu bragði virðist, og er óefað, að rannsakandi ís- lendingasagna getur haft gagn af áð Iþekkja nokkuð til konungasagna. Að lokum: íslendingasögur eru bókmennta- tegund, sem á sér óslitinn þróð frá upp- hafi til enda, óslitna þróun, unz hnign- unin kom yfir hana. Áður en horfið er frá þessu efni, verð- ur enn að geta um eina leið, sem stöku menn hafa farið í skýringum á heimild- um sagnanna. Spurningunni um heimildir sagna Rvarar „bókfestukenningin" ekki með meinu einstöku orði, heldur hlýtur svar- 4. desember 196(J ----------------- ið að verða breytilegt frá sögu til sögu: með þessari rannsóknaraðferð er ein- mitt reynt að fá hverja sögu tii að vitna um sjálfa sig. Heimildimar kunna a'ð hafa verið mjög misjafnar, og hafa sennflega verið, sömuleiðis mankmið höf- undanna. Laks er ekki að gleyma, að á svo löngum tíma og miklum breytinga- tíma má búast við, að bókmenntagrein táki miklum stakkaskiptum, hún þróist og breytist, svo að það sem á við á einum mannsaldrinum, á ekki við á öðr- um. Verður siðar raett nánar um það. En hér kemur fleira tfl, sem leiðir í allt aðra átt Hugur mannsins hefur ævirflega tilineigingu til að leita ein- faldra úrfausna, og tilfinninga-líf manna er geffð fyrir sveiflur fram og aftur. E£ maður er neyddur til að sleppa einni skoðun, er honum hætt við að sveiflast tii andstæðu hennar. Nú má sjá ýmsa, sem sleppa trúnni á „sagnfestuikenning- una" eða þá trúnni á gildi mumflegra arfsagna, sveiflast yfir í andstæðar hug- myndir. Nú á allt að vera skáldskapur, hugsmíð hiöfunda. Menn tala gleiðgosa- iega um rómana. Mér þykir leitt, að ég hef enga trú á gildi þvilíkrar dingui- hreyfingar. í stað hennar verða menn að leggja allt kapp á að standa báðum fótum á jörðu og lieita nöksemda með þolinmæ’ði. Ekiki er fyrst og fremst þörf svo kallaðra „djarflegra" (það er rang- yrði, hér þarf engrar dirfsku við), „snjallra" eða æsilegra hugsmíða, held- ui röksemda, sem hald er í. bað er ævinlega freisting að falla fyrir einföld- um skýringum, en veruleikinn er oftast margfbrotinn, og útlistun hans krefst þolinmæði og raunsýnL Huglœg og hlutlœg rök Huglseg oig hlutlæg rök heitir fimmti kafli bókarinnar. Þar segir á þessa leið: I formá-lanum að Sturlunguútgáfu Guðbrands Vígfússonar (§ 12), fjallar hann um timasetningu íslendingasagna. Það er eins og hver mksemdin eftir aðra fari fram hjá í fylkingu, og hann finnur tii annmarkíL, vandkvæða á að treysta iþeim. En eitt er eftir sem sázt svíkur. „Bezt er að hyggja að blæ og svip sögu; þó að henni sé spillt í seinni tfðar búningi, hverfur blærinn þó aldrei alveg; jafnvel hin versta þeirra, Svarf- dæla, sýnir þó fornleg merkL Engin yfirmálun getur hulið fornan þokka ósvikinnar sögu, eins og Kormákssögu eða Hávarðar; og ekki megnar heldur uppgerð annars tíma en sannur er að gefa Kjalnesingasögu eða Víglundar- sögu flornan svip“. Nú leiikur það ekki á tveim tungum, að Guðbrandur Vigfús- son hafði harla næman smekk á íslenzkt mál og íslenzkar sögur; en mundi hon- um ekki geta sézt yfir, hvað var „forn þokki“ og hvað var aðeins „þokki"? Söguritararnir horfðu aftur, þeir reyndu að lýsa liðnum tíma; þeir voru ólikir menn, eins og sögurnar sýna; en mflli margra sagna mundu aðeins vera nakk- ur ár eða árafugir; á hvers manns færi mundi þa'ð þá vera að ráða aldur þeirra aðeins af blæ og einkennum? Og vist er það, að fáir munu nú aðhyllast þá íullyrðingu, að Hávarðarsaga sé gömul. Þetta var um hið græna tréð, en hvað mun um hið visna? Hvað mun um það, þegar Pétur og Páll þykjast geta tíma- sett sögur eftir blæ og svip? T.d. menn, sem settir eru í að skrifa doktorsritgerð- ir, hafa aðeins kynnzt íslenzkum sögum íyrir fáum árum, hafa ef tfl vill ekki lesið nema nokkrar þeirra, og ef til ivll flj ótlega. Nei, auðsætt er, a'ð þetta kann ekki igóðri lukku að stýra. í staðinn verður af öllum kröftum að leita áþreifanlegra, hlutlægra röksemda og reyna að gera sér grein fyrir gildi hverrar þeirra. Sjaldnast er að ræða um algera vissu, vanalega líkindi og verður að meta, hve mikil þau séu. Ekki ber að lasta næm- leik á blæ sögu, en þeirri tilfinnin.gu þarf að gefa mál, henni þarf að breyta í skynsemisrök. Og varast verður eftir mætti að rugla saman einkennum og aldurseinkennum. Samkvæmt þessu ber fyrst að Ieita á- þreifanlegra hlutlægra röksemda og reyna að meta þær hverja fyrir sig og í hvert sinn. Sfðan koma þau rökin, sem síður eru áþreifanleg, þar á meðal blær og svipur, ef unnt er þá að festa hendur á þeim. Tilgangurinn er hér ekki að flytja mái, ekiki að „sanna“ neitt, heldur aðeins aé öðlast vitneskju um hvar vér stöndum, hvað vér vitum eða þykjumst hafa réiti tfl að álykta. Aldur handrifa í sjöunda kafla fjallar um aldur hand- rita. Þar segir m.a: Á f*-áður en gerð er athugun á þvi, hvort unnt sé að notfæra sér vitneskju um aldur handrita til að támasetja sög- ur, verður að víkja að aldri handrita: Hvernig er hægt að vita um hann? Ör- sjaldan er haegt að finna sagnfræðileg rök eins og er um Möðruvallabók og Fiateyjarlbók og fáein önnur handriL Vanalega eru röksemdirnar úr forn- skriftarfræði og stafsetningu (og þar kemur málssagan inn í). Óefað komast sérfræðingar í þessum efnum nærri sanni um aldurinn. En þegar þess er gætt, að ætla má að skrifari geti haldið sömu einkennum mikið af ævi sinnL þá er óhjákvæmilegt að vera við búinn að minnsta kosti 1—2 áratuga skekkju á ihvorn veginn. En hver er svo vitnisburður aldurs bandrita um aldur ritverka? Aðeins sjaldan eru Ihandrit íslendingasagna eldri en 1300, en líklega er þáð ekki svo mikið að marka. Það er ævinlega hættu- legt að draga ályktun í blindni af þögn heimilda, ef ekki kemur annað til. Geta má þess, að veraldlegar samtiðarsögur LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.