Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1966, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1966, Blaðsíða 10
SVIPMYND Framhald af bls. 2 öllu hinu rotna í þjóðlífinu út á haug“, eins og segir í einni stefnuyfirlýsing- unni. Stefnur þessar voru þó um margt ólíkar; sumar voru mjög róttækar, en aðrar vildu halda í sumar erfðir hins gamla þjóðfélags. Flestum var þeim sameiginlegt að hatast við kommúnista, kapítalista, gyðinga og smáborgara. Lýð- ræði var úrelt í þeirra augum, en höfuð- óvinirnir Marx og Mammon og háborgir þeirra tveggja, Moskva og Wall Street. Hreyfingar þessar voru þó yfirleitt svo ólíkar, að fáránlegt væri að setja þær allar undir sama hatt, enda áttu þær sér afar mismunandi sögulegan, þjóð- ernislegan og jafnvel trúarbragðalegan grundvöll. Samt hefur tekizt að finna í ritum Vorsters og fylgismanna hans lýst yfir samstöðu með ótrúlegustu hreyfingum í Evrópu, sem ekkert gátu átt sameiginlegt með Ossewa-Brandwag, enda þjóðfélagslegt ástand í S-Afríku gerólíkt hinu evrópska. Þykir þetta bera vott um nokkurn barnaskap eða a.m.k. óraunsæi leiðtoga Ossewa-Brandwag. Þeim tókst að lýsa því yfir, að í Rúmeníu væru „vinaflokkar" þeirra þólitískar hreyfingar eins og Járnvörðurinn, Her- sveit Mikjáls erkiengils, „Allt fyrir föð- urlandið", Kristilega þjóðfylkingin og Krossbræðralagið! Ólíklegt er, að hinir rúmensku þjóðernissinnar hafi nokkru sinni hej rt Ossewa-Brandwag getið, og hinir suður-afrísku eldhugar virðast ekki hafa athugað, að í Rúmeníu voru sumir þéssara flokka erkióvinir. Á nokkrum árum tókst Ossewa-Brandwag að lýsa yfir „samúð“ með hinum fjölmörgu ías- ista- og hálffasistahreyfingum í Frakk- landi, sem innbyrðis eldu grátt silfur, svo sem Action Francaise, Faisceau, Parti Populaire Francais, Francisme, Rassemblement Nationale Populaire, Camelots du Roi, Croix de Feu, Jeun- esses Patriotes og Solidarité Franca- ise! í Hollandi voru vinir“ þeirra Muss- ertistar í Belgíu Rexistar og flæmskir fasistar í Noregi Nasjonal Samling og Hird, í Ungverja- landi örvakrossmenn, á Spáni Juntas de Ofensiva, Falange Espanola og Union Militar, í Klróatíu Ustashi, í Slóvakíu Þjóðfylkingin, og í Austurríki tókst þeim að sjá „vini“ í alls ellefu hreyfingum (Die Heimwehr, Die Vaterlándische Front, Kristilegi þjóðflokkurinn, Sósíal- istíski þjóðflokkurinn, Der Landbund, Die Grossdeutsche Volkspartei, Der Heimatblock, Der Heimatschutz, Die Bauernwehr, Die Frontkámpfervereinig- ung og Der Eiserne Kern)! Eins og sést af þessari upptalningu, virðist hinum ungu áhugamönnum í Ossewa-Brandwag ekki hafa verið fullkomlega ljóst, hver stefna þeirra í rauninni var, nema hvað þeir töluðu um „styrka stjórn" og „kyn- þáttaaðskilnað", en með þessum „sam- stöðuyfirlýsingum", sem verkuðu skop- lega á stjórnmálaandstæðinga þeirra fyrir stríð, sköðuðu þeir mannorð sitt og framtíð hreyfingar sinnar á stríðsárun- um og eftir þau. Sú saga komst jafnvel á kreik, að Ossewa-Brandwag eða menn nákomnir hreyfingunni hefðu stutt fjár- hagslega fimm rússneska fasistaflokka (Alrússneska fasistaflokkinn, Alrúss- nesku fasistasamtökin, Samband rúss- neskra fasista, Rússneska fasistaflokkinn og Hreyfingu rússneskra national-sósíal- ista), sem störfuðu í Mansjúríu, Kína, Japan, Þýzkalandi og á laun í Sovét- ríkjunum, og þrjú dagblaða þeirra (Natsija, Nash Put og Fashist), en aldrei tókst að sanna það. Alla vega get- ur sá stuðningur aldrei hafa verið merki- legur. A ð styrjöldinni lokinni var Vorster ekki annað en tekjulítill sveitalögfræð- ingur, vonsvikinn og beizkur í lund. TMið var, að stjórnmálaframi hans væri úr sögunni með ósigri Hitlers og alls þess, sem hann stóð fyrir. Hann reyndi 10 LESBOK MORGUNBLAÐSINS að fá inngöngu í Þjóðflokkinn fyrir kosn ingarnar árið 1948, en svo mikið óorð fór enn af honum, að honum var hafnað. I stað þess fór -hann í framboð fyrir öfgaflokkinn Afrikaner Party, en féll fyrir frambjóðanda Sameiningarflokks- ins. Næstu fimm árin vann Vorster að því að endurheimta æruna, ef svo má að orði komast. Honum tókst það svo vel, að árið 1953 var hann kosinn á þing fyrir Þjóðflokkinn. Síðan hefur hann risið svo hratt og hátt innan flokksins (mennta- málaráðherra 1958, dómsmálaráðherra 1961 og forsætisráðherra 1966), að menn skyggnast ósjálfrátt um eftir leyndum orsökum. Hefur Vorster sjálfur breytzt, orðið virðingarverður og „ábyrgur“? Eða hefur Þjóðflokkurinn hneigzt að öfgastefnu Vorsters? Fátt er vitað um orsakir þessarar upp- hafningar Vorsters, og áhugi — að ekki sé sagt ástríða — Búa á leynifélögum, sem stafar upphaflega frá baráttu þeirra við Englendinga, veldur því, að margt er og verður hulið almenningssjónum. Líklegt þykir þó, að Vorster hafi ein- hvern tíma á árunum milli 1953 og 1958 verið hleypt inn í innsta kjarna Þjóð- flokksins, Broederbond (Bræðrabandið), og sé það skýringin á skjótum frama- ferli hans. S kipulagshæfileikar Vorsters komu glöggt í ljós, þegar hann var mennta- málaróðherra. Hann sá um framkvæmd Bantu-kennslumálalögg j af arinnar, sem leiddi m.a. af sér, að svertingjar og Ind- verjar verða að stunda nám í sérstök- um háskólum. Áður var kennt á ensku í öllum lægri skólum, en nú er kennt á móðurmáli hvers og eins, þ.e. afrikaans íseytjándu aldar hollenzku, sem Búar tala), indversku, ensku, bantumáli og öðrum tungumálum svertingja. Stokka þurfti allt skólakerfið upp og kljúfa skóla í nýja eftir tungumálum. Yfir- leitt sá Vorster um að aðlaga alla kennslu í S-Afríku að stefnu dr. Ver- woerds, sem ber nafnið „aðgreind þróun“. Mönnum varð fyrst ljóst, að hann stefndi að því að verða eftirmaður Ver- woerds, þegar hann sá um að undirbúa og koma í gegnum þingið hinum svo- kölluðu skemmdarverkalögum, sem heimila dauðarefsingu eða a.m.k. fimm ára fangelsi fyrir hvers konar starfsemi, er ríkisstjórnin telur stefnt gegn öryggi ríkisins. • *’ ‘ ... IVIeðan Vorster var dómsmálaráð- herra, réttlætti hann ýmsar óvinsælar ráðstafanir sínar með því að benda á, að hann væri einungis að framfylgja lög- um, sem fyrirrennarar hans á þingi hefðu sett. Það kann rétt að vera, en fyrri ráðherrar hafa ekki hirt um að framfylgja lagabókstafnum út í yztu æsar, heldur litið á ýmis ströng laga- ákvæði sem varnagla, er grípa mætti til á neyðartímum, og um aðrar lagagrein- ar, sem forverar hans héldu í gildi og studdust við í athöfnum sínum, er það að segja, að enginn fyrrverandi dóms- málaráðherra í Suður-Afríku hafði til að bera hæfni Vorsters til þess að fram- fylgja þeim af miskunnarlausri harð- ýðgi og gera þær raunverulega virkar í daglegu lífi borgaranna. Vorster hefur tekizt að gera Suður-Afríku að yfir- máta rólegu og friðsamlegu ríki á yfir- borðinu með vökulli og ötulli leynilög- reglu, sem kunnugir menn telja, að hafi ekki gefið leynilögreglu Ulbrichts og Nkrumahs neitt eftir, meðan Vorster var yfirmaður hennar sem dómsmálaráð- herra. Hann hefur gert sitt bezta til þess að þagga niður í andstöðu dagblaðanna, og hann hefur afnumið svo að segja allt opinbert eftirlit með lögreglunni. E ins og Verwoerd er Vorster inni- lega sannfærður um ágæti stefnu sinn- ar. Enginn efi læðist að honum um, að hann sé ekki á braut sannleikans og réttlætisins. Honum er mjög í mun að benda á S-Afríku sem fyrirmyndarland svörtu heimsálfunnar. Hvergi er meiri velmegun að finna í Afríku en í Suður- Afríku, og allt bendir til þess, að sú velmegun eigi eftir að aukast enn veru- lega, ef kostnaðurinn við framkvæmd apartheid-stefnunnar sýgur ekki of mik- ið fjármagn til sín. Efnahagslega séð hafa svertingjar það almennt hvergi betra nema í Bandaríkjunum, og hið sama er að segja um menntun þeirra. Hins vegar „gleymir" Vorster að geta þess, að svertingjar í S-Afríku hafa mun lægri laun en hinir hvítu, og að þeir hafa ekki aðgang að fjöldamörgum iiörfum. Hlutfallslega eru fleiri svertingjar læs ir og skrifandi í S-Afríku en í nokkru öðru ríki Suðurálfu, og ef miðað er við ytri tákn velmegunar, eins og bíla, ís- skápa, þvottavélaeign o.s.íf v., er hið sama uppi á teningnum. Þegar Vorstér er bent á, að það fái ekki staðizt til lengdar, að 3,4 millj. hvítra manna ráði yfir 13,6 millj. svartra og gulra manna, segir hann að með apartheidlögunum sé gert ráð fyrir sjálfstjórnarsvæðum lit- aðra manna, þar sem þeir hafi nógu mik ið pólitískt sjálfSforræði. Aðspurður um pólitíska fortíð sína, svarar hann því til, að nazisminn hafi verið skárri en komm únisminn, en hins vegar hafi Hitler van- metið afl hins engilsaxneska kapítal- isma. Ekki er gott að vita, hvað felst í þessu goðsvari. Þegar hann er spuröur, hvort það sé ekki satt, að S-Afríku- stjórn hafi keypt vopn bæði frá Tékk- um og Kínverjum, svarar hann því til, að verzlun verði að gera við hvern sem er, þegar nauðsynleg varnartæki fáist ekki hjá þeim, „sem þótzt hafa verið vinir okkar og ættu að vera það sjálfra sín vegna“ (þ.e. Bandaríkjamönnum og Bretum). Hann er minntur á, að rúm- lega 8000 manns, hvítra og svartra sitji í fangelsi vegna pólitískra skoðana sinna. Hann svarar því til (með sanni), að tiltölulega sitji margfalt fleiri póli- tískir fangar inni í fjölmörgum rík;um Afríku. Hins vegar veit viðmælandinn ekki, hvað hann á að halda um andlega heilbrigði Vorsters, þegar hann bætir því við, að það sé „meira pólitískt frelsi í landi okkar en bókstaflega í nokkru öðru landi í heimi“. ótt ár framasókn hans og augljós valdafíkn hafi gert marga óvinveitta honum innan þingflokks Þjóðflokksins, er enginn vafi á því, að hann er afar vinsæll meðal stuðningsmanna stjórnar- innar um land allt. Þjóðflokksmönnum hefur ávallt hætt til leiðtogadýrkunar. Dr. Verwoerd var, — að eigin sögn meira að segja, „granítmaður". Sama má segja um Vorster. F yrir nokkru bannaði stjórnin sýningu á málverkinu „Black Christ“ (Svartikristur), sem svertingi nokkur hafði málað. Orsökin var sú, að þekkja mátti þá Verwoerd og Vorster í gervum rómversku hermannanna við krossfest- inguna. Annar hermannanna er nú fall- inn, en hinn, sem vill fremur láta kalla sig John en Balthazzar Johannes, þótt einkennilegt megi virðast, stígur nú fram í fullum herklæðum. Á sama hátt og ríkisstjórn Þjóðflokks- ins hefur fikrað sig áfram á braut öfga og ofstækis, hafa forsætisráðherrar hennar orðið æ öfgafyllri og einstreng- ingslegri: Malan, Strijdom, Verwoerd — og nú Vorster. HAGALAGÐAR Slyngur málflytjandi Tveir hreppar deildu um sveitfesti þurfalings. Annar fékk Harald (Ó. Briem á Rannveigarstöðum) í lið með sér. Hann var tregur til, lét þó til leiðast og vann málið. Haraldur sagði oddvitanum, að hann vildi fá borgua fyrir a'ð vinna svo vafasamt mál. Odd- viti hafði ekki búizt við því, að Har- aldur færi í þetta skipti að taka borg- un fyrir liðsinni sitt, brást hann illa við, sagði málið hefði eins unnizt áa hans tilhlutunar og afsagði alla greiðslu. Haraldur kvað hann ekki skyldu græða á því að snúast gegn kröfu sinni. Fór hann því til hins oddvitans og sagði honum að þeir hefðu tapað málinu fyrir klaufaskap, sem enn mætti laga, ef rétt væri upp tekið. Samdist svo me'ð þeim, að Haraldur tæki við málinu og fengi 100 kr. ef hann ynni það, annars ekkert. Haraldur fékk málið tekið upp að nýju og vann það. (Óðinn) Staka Ef lundin er létt í spori og lífið syngur við raust, vei'ður þér allt að vori: Vetur, sumar og haust. (Stefán Hannesson) Vorster (í miðið): „Ég mun halda ódeigur áfram sömu götuna og Verwoerd gekk". 16. október 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.