Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1966, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1966, Blaðsíða 5
i;Vi* fth Heimsdkn til Tarjei Vesaas Eftir Alan Moray Wilflams Tarjei Vesaas, rithöfundur- inn norski, sem hlaut bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs 1964 fyrir skáldsögu sína „Klaka- höllina“, en hún hefur verið þýdd á ensku og mörg önnur tungumál, hefur nú ritað aðra skáldsögu, sem hann nefnir „Brýrnar“, og kom út samtímis í skandinavísku höfuð- borgunum fjórum þann tuttugasta september síðasthðinn. Þetta er fyrsta bók Vesaas í þrjú ár. í við- tali, sem ég átti við hann á heimili hans á Þelamörk, lýsti hann þessari nýju bók sinni sem skáldsögu með tvöföldum efnisþræði og norsku sögusviði. Útgefendur hans, Gyld- endal í Osló, sögðu: „Við álítum þetta eina af fjórum eða fimm beztu bókum hans.“ I’að tók mig sex tíma að komast til Ytre Vinje, lítils fjallaþorps með ná- lægt hundrað íbiium, sem liggur langt inni í skógivöxnum fjalladölum Þela- merkur. Vesaas býr ásamt konu sinni, pkáidkonunni Halldis Moren Vesaas, á hundrað ára gömlum bóndabæ, sem Etendur í fögru umhverfi á bakka langs stöðuvatns. Þau stunda ekki búskap íjálf, en innbú þeirra, með húsgögnum úr hefluðum viði og opnum arni (peis) á norska vísu, máluðu rósaflúri á hurð- um og skápum og gamalli. tifandi stofu- klukku, gæti eins verið hjá einhverjum bændanna á Þelamörk, ef andstæðan birtist ekki í málverkum nútíma lista- manna á grænmáluðum veggjunum og þvi ógrynni bóka á fimm eða sex mis- munandi tungumálum, sem fyila bóka- hillurnar, svo að þar verður ekki meiru í troðið. sjötugasta aldursári sínu er Vesaas orðinn nauðasköllótlur, og and- lit hans er svo alsett hrukkum, að manni delta ósjálfrátt í hug árshringir í gam- alli eik. (Skyldi vera ein hrukka fyrir hverja af þeim 32 bókum, sem hann hefur látið frá sér fara? Ég reyndi að reija, en mér íipaðist alltaf.) En að þessu undanskildu er hann unglegri en aldur hans segir til um. Hann er léttur í hreyfingum, hvassleitur og útitekinn, ber þessi útlitseinkenni Norðmanna úr fjallabyggðum, sern gera það að verk- um, að þeir sýnast aldrei verulega gamlir. Tvennt er það snnað í fari hans, sem ósjálfrátt vekur athygli. Það er augnaráð hans, sem er mjög rnilt og góðlegt, og sérkennandi brosið — í senn prakkaralegt, Viðkvæmt og ögn hæðnislegt. Andlit hans minnir helzt á góðlátlegan dvergálf. Skáldsögur Vesaas hafa verið þýddar á tíu eða tólf tungumal. Hann hefur iilotið alþjóðleg bökmenntaverðlaun ný- Jega, bæði í Feneyjum og Kaupmanna- liöfn, og nafn hans heíur verið nefnt oft.ar en einu sinni, þegar rætt hefur verið um úthlutun bókmenntaverð- launa Nóbels. En eitt atriði hefur háð lionum nokkuð, að þvi er varðar lestur á verkum hans. Ekki aðeins ritar hann bækur sínar á norsku, sem er þjóð- tunga innan við tjögurra milljóna manna, heldur skrifar hann á nýnorsku, opinberlega viðurkenndu máliýzkuaf- brigði í Noregi, sem hefur verið mikið Tarjei Vesaas deilu- og hitamát hjá Norðmönnum í rneira en hundrað ár, sambærilegt við það ef skozkir þjóðernissinnar héldu því fram við brezk yfirvöld, að skozka Eowlandsmállýzkan væri hin eina lög- mæta tunga Skota og yrði því fram- vegis að skrá öll opinber skjöl, allar skölabækur, nöfn gatna o s. frv. á því máii jafnt og ensku, og það yrði að vera fullkomlega jafnrétthátt henni í einu og öllu. Vesaas hefur lag á að gefa þessu minnihlutamáli hiýjan, elskulegan og vingjarnlegan blæ, sem minnir á mál- far Roberts Burns. Hann hefur þennan sama hátt á við meðferð málsins, að hann strýkur orðunum eins og köttum, þar til þau fara að mala. En hinn sér- kennilegi ritháttur nýnorskunnai' gerir- verk hans erfið aflestrar fyrir þau 75% landa hans, sem aldir eru upp viO dansk-norska ríkismálið, hið hefð- bundna mál Henriks Ibsens og flestra Norðmanna, sem hafa hlotið menntua sína í borgum landsins. E n þegar hann svaraði spurning- um mínum, notaði hann samt ríkis- v málið, og veittist mér (dönskumælandi Englendingi) auðveÞ að skilja hann. Ekki verður hann sakaður um óþarfa mælgi í blaðaviðtölum, og þó að hann sé mjög alúðlegur og gestrisinn (hann bauð mér að borða, áður en við hófum spjall okkar, lostætan silung, sem hann hatði sjálfur veitt í vatninu um morg- uninn) er orðalag hans stuttort og gagn- ort, eins og hnitmiðaðar setningar flestra sögupersónanna í hinum ein- kennilegu, djúptæku skéldsögum hans. — Markar þessi nýja skáldsaga að einhverju leyti timamót á rithöfundar- ferli yðar? — Norskir ritliöfundar hafa gert samning við útgefendur sína þess efnis, að þeir ræði ekki bækur sínar í blöðum, áður en þær koma út (skrifað fyrir 20. sept.). Ég get aðeins sagt, að þetta er skáldsaga með tvíbentri atburðarás — tveir atburðir í einum — og að sögu- svið hennar, eins og fyrri bóka minna, er norskt. — Þér skrifið á tungumáli, sem talað er aðeins af 28% Norðmanna og óðrum íbúum Skandinavíu er varla nokkur leið að skilia. Er þetta frjálst val yðar, eða finnst vður þér ekki geta tjáð það sem þér viljið á ríkismálinu? — Það kom alveg af sjálfu sér hjá mér að nota nýnorsku, þegar ég byrj- aði að skrifa, þvx að ég hafði lært hana frá bernsku og nutað í skóla, og einnig vegna þess að hún var útbreidd í þeim hluta Noregs, þar sem ég ólst upp, Þelamörk. — Takmarkar þetta ekki lesendahóp yðar? Og verður það ekki jafnvel til Framhald á bls. 6 Ég frétti þegar ég kom til lands- ins um síðustu mánaöamót, að sjónvarpsmálinu hefði verið ráðið til úrslita með bréfi frá bandaríska herstjóranum á Keflavíkurflug- velli til íslenzka utanríkisráðherr- ans. Hefði mátt œtla að það vœri öllum landslýð óblandið ánægju- efni að fá þetta leiðindamál end- anlega tekið af dagskrá íslenzkra þjóð mála, þó vissu lega hefði mátt vera meiri reisn yfir lausninni af hálfu ís- lenzkra ráða- manna. En því var ekki að heilsa. Sam tök svonefndra „sjónvarpsáhuga- manna“ gerðu sér lítið fyrir og sendu bœnarskrá til herstjórans, sem sennilega á sér enga hlið- stœðu í íslandssögunni, nema ef vera kynnu bœnarskrár frá mesta niðurlægingartíma þjóðarinnar á 17. og 18. öld, þegar landsmenn töldu von til þess að fá mýkt hjarta kóngsins í Kaupinhafn með smjaðri og undirdánugheitum. Skjallið í plaggi „sjónvarpsáhuga- manna“ er hins vegar svo yfirgengi legt, að það snýst upp í háð, sam- kvœmt skilgreiningu Snorra, og hafi það bakað aðstandendum sín- um aðhlátur um allt ísland, hefur það varlsa getað vákið annað en ómengaða fyrirlitningu hjá þeim mönnum sem smjaðrið máttu þola. Þó er ekki fyrir það að synja, að í glórulausum lofdýrðarvaðlin- um glittir í eitt sannleikskorn, nefnilega þá augljósu staðreynd að með yfirlýsingu sinni hefur flota- foringinn í Keflavík lýst ómerk þau orð íslenzkra ráðamanna á Alþingi 1962, að ekki vœri unnt að reka aflminni sjónvarpsstöð á Keflavík- urflugvelli. Þetta vissu raunar all- ir sem nenntu að kynna sér mál- in, en liitt fœst víst ekki upplýst héðan af, hverjir bera raunveru- lega ábyrgð á blekkingamold- viðrinu á Alþingi. Saman við skjallið og hrœsnina í bœnarskjali „sjónvarpsáhuga- manna“ blandast svo furðulegustu ögranir, þar sem m.a. er reynt að tvinna saman sjónvarpsmálið og aðild fslands að NATO, sem eru tvö aðskilin mál. Út yfir tekur þó þegar herstjórinn er beinlínis brýndur til að hlutast til um ís- lenzk innanlandsmál, m.a. með því að hafa áhrif á kosningarnar á vori komanda. Mundi það ekki í menn- ingarríkjum vera talið jáðra við landráð að biðja fulltrúa erlends herveldis að hafa afskipti af inn- lendri kosningábaráttu? Vitanlega er plagg á borð við bœnarskrá „sjónvarpsáliugamanna“ í sjálfu sér ekki vert alvarlegrar umrœðu nema að því leyti sem það leiðir í Ijós geigvœnleg áhrif dátasjónvarpsins á hugsunarhátt álitlegs hóps Islendinga, sem eru á örfáum árum orðnir svo þjóð- villtir, að þeir gera sér enga grein fyrir, hvernig eðlilegum samskipt- um tveggja fullvalda ríkja skuli háttað, og hafa ekkert við það að athuga að í landinu sé starfrækt áhrifamikil stofnun sem er álger- lega utan við íslenzka lögsögu — og það á sama tíma og engum inn- lendum aðila öðrum en Ríkisút- varpinu er lögum samkvœmt heim- ilt að reka hér sjónvarp. Það gœti út af fyrir sig verið þessum sjálf- skipuðu útvörðum „frelsisins“ verðugt íhugunarefni, hvers vegna beri að berjast fyrir aðstöðu til lianda erlendu stórveldi sem ís- lenzkum þegnum er fyrirmunuð. Plagg „sjónvarpsáhugamanna“ leiðir einnig ótvírœtt í Ijós, hver sé hinn raunverulegi sjónvarps- áhugi þeirra. Hann er bundinn dátasjónvarpinu einu, og fara ekki af því neinar sögur að þeir hafi á einn eða annan hátt reynt að leggja innlendri sjónvarpsviðleitni lið- sinni sitt. Sigurður A. Magnússon. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5 16. október 1066

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.