Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1966, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1966, Blaðsíða 10
SIMAVIÐTALIÐ LIF FÆRIST í SVIFFLUGIÐ — 12719. — Já. — Þetta er hjá Lesbók Morgunblaðsins, er Þórhallur Filippusson við? — Jú, það er hann. — Þið eruð byrjaðir að und- irbúa svifflugið í sumar? — Já, það er ekki seinna vænna. Vonandi verður starf- semin líka líflegri næstu mán- úðina en mörg undanfarin ár eða oftast áður. Annars er ég ekki í stjórn félagsins og þið ættuð að taia við formanninn. — Við ætluðum ekki að rabba við formann félagsins fremur en einhvern annan í sviffluginu. Við tölum við hann næst — er það ekki í lagi? — Það er ykkar að ákveða. — Að hvaða leyti verður íneira um að vera á Sand- skeiðinu í sumar en áður? — í sumar verður þar starf- að allan daginn, virka daga sem helga, þegar veður leyfir. Undanfarin ár höfum við orð- ið að binda okkur við helg- arnar og kvbldin — og flugdagarnir hafa því ékki alltaf orðið of marg- ir. Nú geta hins vegar allir komið upp eftir, þegar viðrar —r og flogið, hvort sem þeir vilja fljúga einir eða ekki. Byrjendur njóta þar aðstoðar kennara — aðrir fara einir á loít. — Og hve margar svifflugur eiglð þið núná? —- Þær éru sex; þar af tvær Iveggja 'sæta.......... — Og þið búizt við taís- 'verðri aukningu á fluginu í sumar af þessum sökum? '. — Já, ekki sízt vegna þess, að nemendur, sem eru að iæra undir atvinnuflugpróf hjá Fiugsýn, munu fá nokkra tíma í svifflugi áður en þeir taka prófið —og það éitt mun verða töluverð viðbót við þá notkun á svifflugunum, sem fastlega má búast við. í sum- ar verður líka mikið um vél- flug á Sandskeiði. Kennsluvél- ar frá Reykjavík verða þor mikið á ferð. Þjálfun í lend- ingu á að fara fram þar efra til þess að létta þeirri umíerð af Reykjavíkurflugvelli. Nú hafa verið samdar sérstakar reglur um flug yfir og um- hverfis Sandskeið, bæði varð- andi 'vélflugur og svifflugur — og á því ekki að verða nein hætta á að árekstrar verði í þessari tvíþættu starfsemi. Skála verður komið upp þar efra — og fer þar fram greiða- sala. Við búumst sem sagt við fjölda gesta, bæði fijúgandi og akandi. — Flýgur þú sjálfur vél- flugu? — Nei, ég hef ekki lært, hef ekki haft áhuga á vélfluginu sem tómstundagamni. —Er svifflugið þá vanda- samara en hitt? — Ég vil ekki leggja neinn dóm á það. Hitt er víst,r að það krefst langrar þjálfunar að ná einhverjum umtalsverð- um árangri í svíffiugi — og það er ekki hægt að búast við miklu af svifflugmönnum fyrstu árin. Fyrst, þegar þeir eru um og yfir þrítugt, má búast við að þeir fari að ná verulegum tökum á svifflug- unni —. hafi þeir æft sæmilega frá upphafi. — En hver er ástæðan til þess að ekki hefur verið al- mennari þátttaka í svifflug- inu undanfárin ár? Það tekur langan tíma að byggja upp starfsemi sem þessa — og aðstæðurnar til sviffiugs eru að mörgu leyti erfiðar hér á landi— eða voru þar til við fengum radíótæki í flugurnar. ÍÞar á ég við strjál býlið, óbýggðirnar, sem eru versti óvinur svifflugmanns- ins. Það er ekki skemmtilegt að þurfa að lenda svifflugu sinni fjarri mannabyggðum og geta ekki gert vart við sig — og leiðin í óbyggðir er hvergi löng. En nú breytist þetta. Hins vegar breytist veðrið ekki til muna. Allur fjöldinn stundar ekki tómstundaiðju, sem stundum er ekki hægt að iðka nema með höþpum og glöppum — vegna veðurs. Þeir, sem ekki hafa brennandi áhuga, gefast fljótt upp — en samt er sjálfsagt fyrir alla að reyna. Hver veit nema að þeir finni í sviffluginu citthvað, sem þeir hafa lengi ieitað að! — Hefurðu fiogið mikið er- lendis? — I rauninni meira erlend- is en hér heimá síðustu árin, og þá aðallegá í Þýzkalandi. Þar eru aðstæð- í Þýzkalandi. Þar. eru aðstæð- urnar allt annars eðlis, eink- um vegna samfelldar býggðar — og stöðugs veðurlags. I rauninni er ekki hægt að bera þetta saman við það, sem við þekkjum hér. Annars bötnuðu viðhorfin hér mikið, begar menn komust upp.á lagið með að nota hitauppsreymið, því að það getur orðið mjög gott hér. Áður miðaðist allt við byigjuuppstreymi og hlíða uppstreymi ■ — og var svifflugmönnum þá oft snið- inn þröngur stakkur. Við ætt- um að geta náð góðum árangri í svifflugi hér á landi, en til þess verðum við líka að stunda flugið vel. — Er Sandskeið bezti stað- urinn? ' — Nei, en þægilega nálægt borginni. Ég gæti vel trúað því, að hægt væri að finna mun heppilegra aðsetur fynr svifflugið uppi í Borgarfirði, eða fyrir austan fjail. Þar á ég við aðstæðurnar til iðkun- ar sjálfs flugsins. En þá er fjárlægðiri orðin svo mikil frá borginni, að erfiðara verður að skjótast í bíl á staðinn — og það er líka mikill ókostur. — Eruð þið að hugsa um að auka flotann énn? — Það er talað um að kaupa tvær svifflugur til viðbótar — að þær verði teknar í notkun næsta vor. Og meðal annars er talað um tékkneska tveggja sæta flugu úr málmi — og yrði hún þá sú fyrsta þeirrar tegundar hérlendis. Ég veit ekki hvað verður. —• Einhver flugsýnirtg í und- irbúningi? — I sumar? — Já. —■ Jú, það held ég. Alla vega eru tvö stórafmæli á þessu ári — og ég geri. ráð fyrir að reynt verði að minn- ast þeirra á viðeigandi hátt — þrjátíu árá afmæli Flugmála- félagsins óg jafnstórt afmæli Svifflugfélagsins. — Flugsýning í Reykjavík? — Já, svo hefur mér heyizt — í ágúst. Og vonandi verð- ur eitthvað úr ráðagerðum um flugsýningu á Sandskeiði. Fyrstu flugsýningarnar fóru fram á Sandskeiði fyrir stríð og vöktu þær mikla athygli — á árunum 1938 og 39. Ég ef- ast ekki um að fólk mundi fjölmenna þangað, ef við yrð- um heppnir með veður. Ékki vantar bilana. Bílastæðin yrðu sennilega helzta vandamálið, en það verður væntanlega leyst. — Hvað heitir formaður Svifflugfélagsins? — Þórmundur Sigurbjarn- arson. — Við tölum við hann, þeg- ar að sýningunni kemur. Húmanismi Framhald af bls. 4. hugtök, og þá fyrst og fremst dýrin, eða eiris ög stendur í 20. versi II. kapítula I. Mósebókar: „Og maðurinn gaf nafn öllum fénaðinum og fuglum loftsins og öllum dýrum merkurinnar". Menningin var,.gróðursett með þessum nafngiftum og töluðu orði sem miðlunartæki þekk- ingar og reynslu. Eðli manrisbarnsins mótaðist fýrir þúsundum alda síðan af þessu langa vaxtarskeiði undir vernd og ástríki for- eldranna og af nægum tima til þrosk- andi leiks. Hann er að sjálfsögðu. að nokkru leyti stæling á atferli þeirra, sem eldri eru, en einnig sjálfstætt starf við listsköpun, ýmiskonar tilraunir og dag- drauma. En jafnvel í þéssum Edens- garði sumarlandsins eru ýmsar hættur á vegi bamanna, — vatnsföll, rándýr og eitruð blóm eða ávextir, sem for- ejd.rarnir taka þeim vara fyrir. Sumir lilutir. eða athafnir verða tabú — fá á sig bannhelgi. Hugmyndir skapast um það, hvað sé leyfilegt og hvað sé óJeyfi- legt, um rétt og rangt. Samvizkan verður til. Allt er þetta leið að fjarlægu marki og hún er enn ekki á enda runnin. Og maðurinn. einn allra skepna hefur með- vitund um. fjarlægan tilgang með lífi sínu og það er táknað með því, að Guð blés lifsanda í nasir hans. Leið opin- berunarinnar er hafin. I kvöldsvala aldingarðsins að lokinni fóðuröflun og leik . heyrir maðurinn rödd Guðs og biyggðast sín, því að hann er nakinn eins og dýrin, en hafur þó etið af skiln- ingstrénu góðs og ills, og fengið við það bæfileikann og skylduna til að velja og hafna. Það valfrélsi er ætlað honum ti1 blessunar, en er honum bölvun í bili, því að með því er hann hrakinn úr Eden þess áhyggjuleysis, sem dýrin ein njóta, fylgjandi blindum eðlishvötum án samvizku um það, hvað sé rétt eða rangt. Með syndafallinu eða meðvitund- inni um ófultkomleika sinn og sektar- tiifinningu vegna vanrækslu síns örlaga- þrungna hlutverks stígur hann hið stóra skref milli apamanns og ábyrgs manns. Hann einn er skapaður í mynd Skapar- ans og gegnir héðan í frá sköpunarverki sinria®- eigin framtíðari Fósturlífi hans í Eden dýranna er lokið, hann er fædd- ur inn í nýjan heim og kerúb með sveip- andi sverði ver honum bakaleið. A braut frámiþróunarinnar verður aldrei fetað aftur á baik .í farna slóð. Þetta er hin anþrópólógiska eða mann- fiæðilega sköpnarsaga, eíns og hún er sögð í .öðrum kapítula I. Mósebókar og tekur við af þeirri kosmológisku eða heimssögulega í fyrsta kapítulanum. Báðar eru þær settar fram með þeim einfaldleik stórra drátta, s.em einkennir óbr'otgjarná list, og af því innsæi, sem aðeins er hægt að tákna með opinberun. Stór'fenglegra drama hefur aldrei verið skráð,- þótt andlausir filistear hafi ekki séð annað í því en þurran annál sögu- legra staðreynda eða hjátrú heimskra og frumstæðra þjóða., ADAM. A. dam er hið hebreska heiti mannsins. Ef til vill þýðir það hinn jarðborni, en orðið tákriar bæði mann sem sérstakan einstakling og manninn sem liffræðilega tegund, eins óg þáð hefur verið notað hér (Wm. E. Addis: A Catholic Dictionary, 1950). Niðjar hins fyrsta Adams breiddust út um alla jörð. Leifar þeirra hafa fundist frá Suður- Afríku til jökulmarka Evrópu, frá Kína tii Bretlandseyja. Margar þessara ætt- greina hafa ekki náð langt á erfiðri leið þróunarinnar, heldur lent á villigötum og dáið út. Slíkt er lögmál lífsins og því verður ekki breytt með neinum fundarsamiþykktum eða orðagjálfri. Sérinilega hefur 'aðeins ein gréinin náð því að verða homo sapiens, ef til vill hefur þar líka verið um kynblöndun að ræða. Að áliti ýmissa mannfræðinga hefur slík kynblöndun við Neanderdæli étt sér stað í Palestínu — til þess benda beinafundir á Karmelfjalli — óg ef til vill lifir endurminning um hana í 6. kap. I. Mósebókar, þar sem sagt er að synir Guðs hafi kvænst dætrum mannanna. En allar áttu þessar ættgreinar einhvers konar menningu, hugmyndir, hugvit og nokkra verkkunnáttu, þótt tækin væru aðeins úr steini .Sú steinöld hefur staðið í nokkur hundi-uð þúsundir ára og allt ftam á okkar daga, að því er suma kyn- fiokka varðar. Svo langur er ómagaháls mannskepnunnar. Hjá sumum nútíma- mönnum á steinaldarstigi er þó um menningu í afturför að ræða. Mannfræðingar geta ráðið aldur ýmissa þessara ættfiokka Og rakið feril þeirra eftir steináhöldum þeirra, því að þau eru af mismunandi gerð. Þeir áttu sér sínar vísindagreinar, þótt meðvituð visindaleg hugsun hefði enn ekki náð að Framhald á' bls. 15. 10 LESBÓK. MORGUNBLAÐSINS- 1. maí 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.