Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1966, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1966, Blaðsíða 4
né vængi, beitt horn né hvassar víg- tennur. Öl'l þau hjálpargögn átti hún eftir að smíða sér, en þau voru ekki og eru ekki hluti af hennar eigin eðli, heldur aðeins tæki sem hún getur notað sér til gagns eða tortímingar. Þetta er sköpunarsaga líffræðinnar og kannast ekki einhver við að hafa heyrt hana áður? Hún er líka sögð i fyrsta kapitula biblíunnar, en með svo- lítið einfaldafa móti, svo einföldu, að allir geta sikilið hana án líffræðilegrar þekkingar, nema þeir einir, sem ekki hafa áttað sig á því, að bókstafir eru ekki veruleiki — nema þá að ósköp takmörikuðu leyti — heldur tákn um veruleika og hann svo stóran, að til þess að átta sig á honum getur þurft alda- langa rannsókn. Jafnvel hún hrekkur ekki alltaf til, því að bókstafurinn getur verið tákn um sannleika, sem manns- hugann hefur aðeins órað fyrir, en hann er ekki megnugur að skilja nema að litlu leyti. Sköpunarsögu líffræðinnar lauk fyrir um það bil fimm milljónum ára, að áliti Julians Huxleys, því að þá þegar höfðu allir möguleikar líkamlegrar og lífeðlisfræðilegrar framþróunar verið reyndir til þrautar. Þar með er fram- þróuninni þó ekki lokið, því að hún hefur færst inn á annað svið, æðra þvi sem dýrin byggja. Það er svið andlegs þroska fyrir einstaklinginn og aukins félagsþroska fyrir allt mannkyn. EDEN Drekakynið drottnaði í 150 miUjónir ára. M. NYR HÚMANISMI EFTIR PÁL V. G. KOLKA H vað bæri fyrir augu, ef við ætt- nm þess kost að ferðast með eldflaug hugans, ekki út í himingeiminn, heldur um óraleiðir aldanna, og staldra þar við á stöku stað? Tilgangurinn með ferðinni er að kynna sér einstaka þætti úr land- námssögu lífsins á jörðinni og til þess að hefja hana hverfum við 250 milljónir ára aftur í tímann. Þá hefur að vísu framþróun lífsins frá sköpun hins fyrsta einfrumungs staðið í hundruð milljónir ára, en samt er lítið að sjá af lifandi verum á landi. Aftur á móti er krökt af allskonar tegundum fiska í hafdjúpun- um, því að þetta er þeirra öld. Við könn umst við suma þeirra, en aðrir hafa síðar tekið stefnu, sem lá fram af ætternis- stapa lífsins. Svo myrkvast sviðið um stund, en aftur lýsir eftir svo sem 50 milljónir ára og þá hefur sumum af- komendum þessara fiska tekizt að skríða upp úr sjónum og stofna nýlendur í fenjum og öðrum strandhéruðum. Ríki ýmissa láðs- og lagardýra er stofnað og sum þeirra eru næsta stórvaxin, en þau eiga fyrir sér að deyja út. Enn verður nótt og enn verður dagur og nú er xnyndin breytt. Skriðdýrin eru komin til sögunnar og við könnumst við sum þeirra, svo sem skjaldbökur og krókó- díla og eðlur, en það sem setur sinn svip á þessa mynd eru hið stóra drekakyn, dínósárarnir og smávaxnari frændur þeirra, sem ráða ríkjum í um það bil 150 milljónir ára, áðuT en saga þeirra er öU. Skordýrin eru einnig komin til sögunnar í ótölulegum fjölda tegunda og sum þeirra, svo sem maurarnir, hafa stofnað heil þjóðfélög, þar sem haldið er uppi fullkominni samvinnu og ströngum aga, svo að þau geta ráðið niðurlögum ýmissa miklu stærri dýra. Þau munu þó ekki erfa ríkið, því að þróun þeirra er of einhæf. Fyrstu spendýrin eru einnig að koma til sögu og bera afkvæmi sín í poka á kviðnum, en nokkur dýr hafa hugsað hærra og hafið sig til flugs, breytt uggum sínum í vængi, er bera þá vítt yfir ýmsar hættur, sem eiga eftir að verða mörgum frændum þeirra að aldurtila. Enn verður nótt og enn verður dagur og þá förum við að kannast betur við okkur á þessum furðuströndum. Mikill fjöldi allskonar spendýra er kominn til sögu, þar sem mæðurnar næra afkvæmi sín fyrst um skeið á sínu eigin blóði í móðurlegi sínu, en síðan á brjósta- mjólk. Sum þeirra eru farin að bera það við að ganga upprétt í stað þess að bera sig yfir landið á fjórum fótum. Fram- þróunin hefur beint þeim inn á nýja braut, þá að fullkomna heila sinn fram- ar öðrum líffærum. Ein grein þeirra öðlast þ. náðargjöf að geta táknað hugs- unar sínax með orðum og gert afkvæmi sitt á þann hátt hluttakandi í lífsreynslu sinni. Á þeim himdruðum milljóna ára, sem eru undangengin, hafa lifandi verur TÍUNDI HLUTI reynt allar leiðir til áframhaldandi þroska og yfirráða yfir jörðinni, en allar þessar leiðir hafa endað í sjálfheldu. Sigurvegari varð sú tegund, sem þrosk- aðist að viti, þótt hún hefði hvonki ugga Fóm frumgróðans. Innsiglismynd frá Súmer. Largir mannfræðingar telja, að ævi mannkynsins hafi byrjað í nokkurs konar Edensgarði, þar sem þroskaskrl- yrði voru sérstaklega hentug. Þeir hugsa sér hann þá helzt í Austur-Afríku, kringum vötnin stóru, þar sem gróður- sæld og loftslag hélzt óbreytt eða lítt breytt, meðan ísaldir gengu yfir Evrópu og Asíu, hver eftir aðra. Dvölin í þessum Edensgarði — en hún hefur senni'lega tekið yfir nokkur hundruð þúsund ár — mótaði eðli mannsins á ýmsan hátt. Flest dýr fæða marga unga í senn og í samkeppni þess systkinahóps um móðurmjólkina og annað æti heldur það velli, sem tekur bráðustum þroska. Skjótur vöxtur er þar því lífssikilyrðL Konan gengur aftur á móti að öl'lum jafnaði aðeins með eitt barn í senn og getur því sinnt þvi betur en heilum hópi, auk þess sem hraður vöxtur verður þvf ekki nauðsynlegur. Það hefur miklu lengri tíma til þroskandi leiks, áður en lífsbarátta fullorðinsáranna hefst. Leik- urinn eykur hugkvæmni og frjóvgar ímyndunaraflið. Þrogkatíminn hefur því orðið miklu lengri hjá frummanninum en hjá öllum spendýrum og þar með lærdómsskeið hans. Maðurinn verður ekki kynþroska fyrr en um 15 ára aldur og er þá liðinn fimmtungur ævi hans. Nashyrningar einir eru orðnir eldri, er þeir ná kyniþroska, eða um tuttugu ára, en sumir hvalir þurfa til þess aðeina tvö ár. Sum önnur þroskamerki manns- ins nást akki fyrr en eftir enn þá lengri tíma, svo sem festing saumanna í höfuð- kúpunni, sem ekki er fullkomnuð fyrr en komið er að þrítugu. Mannsbamið þarf að njóta lengri og meiri umhyggju foreldra sinna en föru- nautar þess meðal spendýranna, sem sjá má af því, að það þarf um það bil sjö- falt meira magn af fæðu hlutfallslega en flest þeirra til þess að ná líkams- þroska fullorðinsára. En það þarf líka sjö sinnum eða ef til viU sjötíu sinnum meiri ást og umhyggju foreldra til þess að ná viðunanlegum sálarþroska. í Eden æsku sinnar hefur mannkynið lært að tákna með orðum hluti og Framhald á bls. 10. LEIT AÐ MANNINUM 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.