Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1966, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1966, Blaðsíða 7
UM SKIPULAG HERSINS. J. Hjálpræðishernum er mögu- legt fyrir alla að komast áfram í for- ingjastiganum. Og konur eru jafn rétt- háar og karlmenn í öllum störfum. Þarna kemur fram, hversu áhrifamikil Catherine Booth var á sinni tíð. Þetta er auð- vitað megin orsökin til þess, hversu margt kvenfólk hefur fylkt sér undir xrieiki hersins til foringjastarfa. Sunnudagaskólabörn á ísafirði á ferðalagi árið 1926. Eftir Kolbein Þorleifsson stud. theol, Þegar hermaðurinn vígist, geng ar hann undir hermannaheitið, sem fólgið er í-16 greinum. Þær skiptast í játningu og heit. í játningunni ér lögð áherzla á trúna á þríeinan Guð, á Hjálp- ræðisherinn sem sköpunarverk Guðs, nauðsyn iðrunar, trúar og endurfæðing- ar til að verða freisaður af náð, að allir geti orðið hólpnir, möguleiki fráfallsins sé fyrir hendi, innblástur Ritningarinh- ar, á fullkomna helgun, upprisu líkam- ans, almennan dóm við enda heims, ei- lifa sælu réttlátra og eilífa refsingu hih'na óguðlegú. — Heitin byrja við 9. grein. Þar segja menn skilið við nautn- ir þessa heims, áfenga drykki og skað- leg nautnalyf. Mönnum er sagt að vera sannorðir, réttlátir í störfum. Hlýðni er krafizt við Hjálpræðisherinn. Undir þetta skrifar síðan hermaðurinn af frjálsum vilja. — Vígsla þessi fer fram uhdir fána hersins. Óbreyttir hermenn og undirforingj- ar eru óiaunaðir og sinna sínum borg- araiegu störfum jafnframt. Þeir, sem óska að gerast foringjar, ganga á 2 ára foringjaskóla, og er námið óslitið. Síð- an halda þeir til starfa sem aðstoðarfor- ingjar og taka jafnframt þátt í þriggja ára bréfaskóla. Aðaláherzia er lögð á biblíufræði. Prófið er fólgið í samkomu- stjórn. Einkunnir eru gefnar í eftir- íarandi námsgreinuni: Söngvavali, vali tónhæðar fyrir söngvana, framsöguræðu íyrir samskotum, auglýsingu um næstu samkomur, getu til að flytja hjálpræð- isræðu og leiða bæn. Þessir foringjar verða sxðan á launum hjá hernum, að vísu lágt launaðir. Gerð er krafa til hlýðni og fórnarlundar. í þessu er fólg- inn styrkur Hjálpræðishersins. Foringjatitlarnir eru eftirfarandi: Reynslulautinant — lautinant (2. og 1. gráða) — kafteinn — senjórkafteinn —- majór — senjórmajór — brigader — of- urstlautinant . ofursti — kommandör- — hershöfðingi. Eins og gefur að skilja er Hjálpræð- isherinn ekki alveg laus við samkeppni um tignarstöður, fremur en aðrar her- stofnanir. Geta stundum komið dökkir drættir í starf þeirra af þeim sökum. . Herinn hefur einnig sín eigin heið- ursmerki. Er um að ræða tvö stig: Orðu stofnandans, frá 1917 (Salvation Army Order of Merit) og Orðu hjálparstarfs- ins (The Order of Distinguished Aux- iliary Service) frá 1941. Tiltölulega ný- lega kom Hjálpræðisherinn á Englandi á fót kvikmyndaverðlaunum (að fyrir- mynd óskars-verðlaunanna), þar sem sú kvikmynd er verðlaunuð, sem bezt vinnur að eflingu þeirra grundvallar- atriða, sem herinn berst fyrir. Verðlaun- um þessum er úthlutað árlega. P>rst vpru verðlaun þessi afhent 1957 fyrir kvikmyndina „Boðorðin tíu“. Búningur hermannanna var fyrst tek- inn í notkun 1879. Hann skapar sérstaka hópvitund meðal hermannanna, og Diakonissan Jensína Jensdóttir á gam- als aldri. stuðlar sumpart að þvi að varðveita þá í trúnni. Engum einstaklingi er leyfilegt að gera breytingu á útliti búnings síns. Þegar maður snýst til trúar hjá hem- um, er hann umsvifalaust hVattur 411 að vitna. Hann er settur í eitthvert starf. Þetta fann hershöfðinginn, að hafði geysilega þýðingu við að reisa fallna menn og gera þá að nýtum borgurum. SEINNI HLUTI Grundvallarhugsunin að baki þessu er þessi: Notaðu þær litlu leifar, sem eft- ir eru af nýtilegu framtaki í þér, og ávaxtaðu pund þitt. Þetta hefúr verið kallaður vinnu-eþos. J ’ íslenzka Herópinu 1898 getur að líta eftirfarandi setningu, sem enn í dag getur verið gjaldgeng á hersam- komum hvar sem er utan íslands: „Seinna um kvöldið lét kafteinninn þeyta flugeldum og skjóta fallbyssú- skotum og yar þejm kyeðjum svarað með byssuskotum úr ]andi“„ Menn skulu ekki halda, að hér hafi verið um vel- vopnaða menn að ræða á veraldlega Herkastalinn. Gesta. og sjómannaheimili Hjálpræðishersins í Reykjavík. Upp- thaflega teiknaffur af Einari Erelndssyni, byggingameistara, — síffar byggt ofan á hann. vísu. Þegar sagt er, að þeytt hafi verið flugeldum og skotið fallbyssuskotum, er líklegast, að um hafi verið að ræða söngva og hallelújahróp. Byssuskotin úr landi hafa áreiðanlega verið undirtektir hermanna með amen- hrópum. Þessir at- burðir áttu sér stað á Vestfjörðum. Eins og sjá má af þessu, tekur herinn upp tungutak hermanna í venju- legum hernaði til að lýsa starfsemi sinni. Þarna er talað um stórskotaliðs- árásir, tangarsóknir, að ógleymdum skæruliðaárásum, sem íslendingar mega þekkja frá samkomum í kvikmyndahús- um víða um land. Syndarinn liggur undir stöðugum skotárásum. Hermenn- irnir sitja um hann eins og leyniskyttur með bænum sínum. Búningurinn, húfan og fáninn og skjaldarmerkið eru einkennistákn hers- ins. Meta hermennirnir tákn þessi mjög mikils. Um einkennisbúninginn hefur áður verið talað. Fáninn er í þremur litum: rauðum, gulum og bláum. Rauði liturinn táknar blóð Jesú, guli liturinn eld Heilags anda, blái liturinn hreinleik sálarinnar. Skjaldarmerkið ber lausn- arorð hersins: Blóð og eldur. Yzti hring- urinn er settur tindum. Það er sólin, líking elds og ljóss Heilags anda. Yfir krossinum er stafurinn H, sem táknar hjálpræðið. Sverðin sem liggja í kross tákna hjálpræðisstríðið. Kúlurnar, sem eru punktar inilli tveggja hringa, sann- leika fagnaðarerindisins. Kórónan efst minnir hermennina á launin, sem þeim eru búin á himnum. Takmark baráttunn- ar er að vinna heiminn fyrir Krist. Málgagn hersins er Herópið (The War Cry). Kom það fyrst út 1879. Er það gefið út alls staðar þar, sem herinn hef- ur starf. Bárnablað héfur herinn líka gefið út. Það er Ungi hermaðurinn. Fjár til starfsins er aflað með samskot- um á hverri samkomu. Booth gamli leit á það sem góðan sið að gefa. Þess vegna yrði að ala upp hermennina í þeim góða sið, . Allur. sá aragrúi hátíða, sem hald- inn er .hjá Hjálpræðishernum, er bein- línis miðaður ;við fjársafnanir. Samt er aðalfjáröflunarleið Hjálpræðishersins víða um lönd sjálfsafneitunar-vikurnar. A þeim tíma er safnað til starfseminnar ógrynni fjár.. Aðalstöðvar Hjálpræðishersins eru í Lundúnum. Þar koma saman allir þræð- ir hins mikla starfs. Þar eru hin ýmsu ráðuneyti til húsa (fjármálin, utaiirík- ismálin, ritstjórn, tónlist.) Starfssvæð- um er skipt í umdæmi (territorium), sem stjórnað er af kommandör eða of- ursta. Hverju umdæmi er skipt í deildir (divisio), t.d. Island - Færeyjar. Hvérri deild er stjórnað af deildarstjóra. Hver deild skiptist í flokka, (corpus), sem stjórnað er af kafteini eða lautinanti. Flokkarnir hafa sóo ýmsar svéitir innan sinna vébanda: heimilasamband, barná-' hermenn, drykkjumannasveit og fléíra. Lúðrasveitin er næstum ómissandi þátt- ur í hverjum flokki. Eitt af því, sem einkennir Hjálpræð- isherinn, er tillitssemi gagnvart öðrum kirkjudeildum. F i-íkki má skilja svo v.ið þennan þátt, að ekki sé getið um þrjá einkenn- andi þætti í starfsemi hersins en það er Hallelújabrúðkaupíð, útför hjálp- ræðishérmanns og skriftastóllinn, bænabekkurinn. Um fyrstu atriðin verður að geta þess, að þau eru frá upphafi miðuð við vitn- isburðagildi þeSsara athafna. Hallelúja- brúðkaúpið á sér stað eftir venjulega hjónavígslu. Það er mikil fagnaðarhá- tíð, þar sem brúðhjónin heita hvort öðru og hernum ævilöngum trúnaði. Þegar látinn hermaður er kvaddur, er litið á það svo sem hann sé hafinn tií dýrðarinnar. Þess vegna fer fram vitn- isburðasamkoma við gröf hans. Minn- ingasamkoman um kvöldið er fólgin í viinisburðum og lofsöngvum. Fáninn er sveipaður hvítum böndum. Þaðan er Framhajd á bls. 13. 1. ímai 1966 LESBÖK morgunblaðsins 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.