Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1966, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1966, Blaðsíða 2
Trygve Bratteli hafði verið varaf ormaður norska Verkamannaflokksins í tuttugu ár samfleytt, þegar hann leysti Einar Gerhardsen, þáverandi forsætisráð- herra Noregs, loks af hólmi í fyrra í formannsstöðu flokksins. Það var J>ví enginn nýgræðingur, sem settist undir stýri á flokksskútunni í póli- tískum mótbyr og ólgusjó, og eng- um kom á óvart, að hann skyldi verða valinn flokksformaður. Enginn varð heldur hissa á þvi, þeg- ar hann fór úr ríkisstjórn árið 1964, til þess að taka að nýju sæti sitt á Stór- þingi. Flestir munu hafa átt von á því þá, að hann, sem nú er 55 ára, yrði fljótlega formaður þingflokks Verka- mannaflokksmanna á Stórþingi, enda varð sú raunin á. Segja má, að ferill hans innan Verkamannaflokksins og í norskum stjórnmálum hafi einkennzt af því, að þar kom fátt eða ekkert á ó- vart. Allt hefur gengið sinn rólega hægagang, eins og reyndar svo margt annað í þessu stóra flokksbákni, sem hefur haft öll völd í Noregi áratugum saman, en hefur nú loks misst þau í hendur borgaralegu flokkanna, er hafa beðið þolinmóðir í kuldanum og myrkr- inu utangátta í mörg, löng ár. ír ó munu menn ekki hafa búizt við því, að hann yrði kosinn hinn nýi formaður norsku sendinefndarinnar á fundum Norðurlandaráðs. Þegar sendi- nefndin átti að kjósa sér formann í fyrrahaust, náði hann kosningu, að vísu aðeins með eins atkvæðis meirihluta, en þó ekki með því að vinna hlutkesti, eins og búast hefði mátt við eftir póli- tískum hlutföllum í nefndinni. Skýring- in er sú, að forföll meðal nefndarmanna borgaraflokkanna leiddu til þess, að sós- íalistarnir mörðu fram meirihluta. T ryggvi frá Brattahlíð er þó eng- inn nýliði í hópi norrænna þingmanna, og ástæðulaust er að ætla annað en hann reynist nýtur fyrirliði norsku sendisveitarinnar. Hann á sér vini með- al stjórnmálamanna á öllum Norður- löndum, síðan hann var Stórþingsmaður og ráðherra, en meðal almennings er hann svo að segja ekkert þekktur utan heimalands síns. Jafnvel þar hefur hann aldrei verið mjög þekktur, og ýmsir samflokksmenn hans, einkum hinir ungu, sem hefðu ef til vill kosið annan mann í formannsstöðuna, segja, að hann sé einn af þessum gráu og litlausu pei'sónum í flokksvélinni, sem lifa fyrir flokkinn en gleyma landi og þjóð. Löng valdatíð flokksins hefur gert hann þunglamalegan og stirðan, segja þessir irngu menn. Ti-ygve Bratteli er dæmigeröur maður, sem hefur alizt upp með flokknum á valdaárum hans, og hæpið er, að hann leggi neitt nýtt lii málanna, sem opni fiokknum aftur dyrnar að ráöuneytunum, segja þeir ennfremur. I nnan flokksins er enn sterk erfð frá þeim árum, þegar hann var „rauð- TRYGVE BRATTELI ur“ og róttækur, mun vinstrisinnaðri en flestir aðrir sósíaldemókrataflokkar. Á síðari árum hefur dregið úr áhrif- um hinna gömlu og „rauðíituðu" for- ingja, og flokkurinn hefur sveigt í sama far og bræðraflokkar hans annars stað- ar. í utanríkismálum hefur verið fylgt raunsærri og skynsamlegri stefnu, sem borgaraflokkarnir hafa að mestu leyti sætt sig við. Saga Noregs á árunum 1840 til 1945 gerir það að verkum, að aðildin að Atlantshafsbandalaginu þyk- ir sjálfsögð og á almennum vinsældum að fagna, þegar undan er skilin hin venjulega andstaða alls konar vinstra fólks, kommúnista, hálfkommúnista, sósíalistiskra þjóðflokksmanna, göngu- fólks og atvinnumótmælenda. B ratteli hefur sannan áhuga á þjóðxeiagsmálum í víbtækasta skilningi orðsins. Hanr. tekur á hverju máli með nákvæmni, gerhygli og djúphyggni. I ölium stjórnmáiaflokkunum í Noregi berá rnenn mikla virðingu fyrir dugn- aði hans og pólitískum hæfileikum. Því er ekki undai’legt, að honum hafa verið falin ótalmörg trúnaðarstörf um dagana. Hann er traustur og athug- ull maður, sem vill helzt ekki þurfa að nota stóryrði. Ailt, sem han segir, er vandlega yfirvegað, og finnst sum- um hann því ekki sérlega skemmtiieg- ur í viðræðum eða ræðustól, þótt venju- lega hitti hann í mark í ræðum sín- um. Ræðumennska hans er langt frá því að vera giæsileg á nokkurn hátt og er oft fremur þurr. Ekki er hann þó bein- línis leiðinlegur, því að hann fjallar yfirleitt um merkileg mál á ýtarlegau hátt. ÍÍann varð formaður Verka- mannalokksins sama árið sem hann tapaði meirihlutanum og ríkisstjórnar- völdum í Noregi þar með. Það verður því verkefni hans næístu árin að veita stjórnai’andstöðunni fox-ystu. Óhætt er að fullyrða, að hann hefur gengið rækilega til verks í því hlutverki og undirbúið sig samvizkusamlega undir þetta starf. Innan flokksins hafa verið settar á stofn fjöimargar nefndir sérfræðinga, sem eiga að skila vönduðum álitsgerðum um ástandið á hverju sviði, en á grund- velli þeirra ætlar Verkamannaflokkur- inn að heyja pólitíska baráttu sína í framtíðinni. U m áramótin sagði hann í viðtali, að hann liti á núverandi ástand sem „en konservativ pause“ (íhaldshlé) og áliti það skylduverkefni allra róttækra afla í Noregi að gera þetta hlé eins stutt og unnt væri. Augljóst er, að Trygve Bratt- eli ætlar að gera allt, sem í hans valdi stendur, til þess að styta lífdaga box-g- araflokkastjórnarinnar. Enginn getur sagt neitt um það, hvort eða hvenær honum tekst það, en víst er, að hann á eftir að láta verulega til sín taka í norsku þjóðlífi á komandi árum. ]N" úverandi formaður Verka- mannaflokksins fór snemma að vinna fyrir sér. Árið 1924, þegar hann var fjórtán ára gamall, gerðist hann sendi- sveinn, tveimur árum síðar fór hann á hvalveiðar, og seinna vann hann við húsabyggingar á Vestfoldu. Það, sem hann skorti í venjulegri skólamennt- un, bætti hann sér upp með sjálfsnámi og þátttöku í námskeiðum og leshring- um. Hann vai'ð virkur þátttakandi í æskulýðshreyfingu sósíaldemókrata þegar að loknu barnaskólanámi, og ekki leið á löngu, unz honum voru fal- in ýmisleg trúnaðarstörf i hreyfing- unni. Þegar hann var 24ra ára gamall, árið 1934, fluttist hann fyrir fullt og allt frá æskuheimili sínu í Nötteröy og allt norður til Kirkjuness við Varangurs- fjörð, sem var rétt við finnsku landa- mærin (nú hin sovézku). Þar settist hann að og gerðist ritstjóri blaðs Verka- mannaflokksins í Kirkjunesi. S íðar fluttist hann suður til Osló- ar og varð ritari í „Arbeidernes Ung- domsfylking“ ( Æskulýðsfylkingu verkamanna) og ritstjóri fylkingar- blaðsins. Hið örlagarika ár, 1940, varð hann ritari Verkamannaflokksins, en hann hafði ekki fyrr tekið við því starfi en Þjóðverjar ráku hann úr borginni. Um nokkurn tíma dvaldist hann í Kristian- sund, þar sem hann starfaði sem timb- urmaður, en varði miklum hluta a£ tíma sínum til starfa með föðurlands- vinum. Á árinu 1942 var hann hand- tekinn og sendur sem pólitískur fangi til Þýzkalands. Árið 1945 sneri hann heim til Noregs og tók við fyrra starfi sinu í Verkamannaflokknum. Sama ár var hann kosinn varaformaður floklcs- ins. Of langt yrði að telja hér upp all- ar trúnaðarstöður, sem Trygve Bratteli hefur gegnt. Nefna má, að harm var kjörinn á Stórþing i fyrsta skipti árið 1950, að hann hefur verið formaður Fjárhags- og tollanefndar þingsins og ráðherra í nokkur ár. Frá 1951 til 1955 var hann ráðuneytisstjóri fjármálaráöu- neytisins. Frá árslokum 1956 og til árs- ins 1960 var hann fjái'málaráðherra x annað sinni. Árið 1960 varð hann ráðu- neytisstjóri í samgöngumálaráðuneyt- inu og gegndi því starfi fram til árs- ins 1964, þegar hann tók aftur sæti á þingi. Framkv.slj.: Sigfus Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vieur Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 22480. Utgefandi: H.f. Arvakur. Reykjavilc. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. febrúar 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.