Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1965, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1965, Blaðsíða 11
— I>etta hef- urðu ekki gert áður, góði! Nú er mælirinn full- ur. Ég er far- in og kem ekki aftur! — Settu ekki allt á annan enann á með- an ég er í burtu! Skáldsögur. The Witch’s Son. Xra J. Morris. Heinemann, 1964. 21s. Þetta er söguleg skáldsaga með öllu tilheyrandi, ástum, svikum, uppreisnum og baktjaldamakki og góðum skammti af hjátrú og galdratrú. Sonur nornarjnnar er mikill riddari, sem lendir í hinum margvislegustu ævintýrum og nær háum metorðum. Það eru tímar mikilla breytinga, kon- ungsríkinu ógnað af öflum, sem hafa haldið sig í undirdjúpunum þar til nú. Baráttan gegn þeim sem hljóta að sigra er löng og hörð og þótt annar aðilinn viti að hann berst án minnstu sigur- vona, berst hann samt. Þetta er vel gerð og spennandj skáldsaga enda mikið lesin eins og fyrri hók höfunar „A Kingdom for a Song“. Ævisögur. Shepherd of Mankind. William E. Barrett. A Biography of Pope Paul VI. Heinemann, 1964. 25s. Höfundurinn W. E. Barrett býr í Denver, Colorado. Hann aflaði sér efniviðar í þessa bók I Mílanó, Róm og í fæðingar- bæ páfa, Concesio. Hann var í Róm við páfakjörið og fékk áheyrn hjá páfa, skömmu eftir kjörið. . Giovanni Battista Montini var í miklum metum hjá Píusi XII og varð eftirmaður Jóhannesar XXIII og með því arftaki endur- nýjunar og endurbóta þess vin- sæla kirkjuhöfðingja. Höfundur- inn segir sögu Montinis, frá starfi hans sem prests og sendifulltrúa Vatíkansins til þess hann verður erkibiskup, kardínáli og páfi. Hann rekur prestasögu hans og segir frá baráttu hans sem leið- toga and-fasistísks stúdenta- félagsskapar. Síðan verður hann sendifulltrúi Vatikansins og ná- inn samverkamaður Píusar XII, sem skipar hann erkibiskup i Mílanó. Á þeim árum var Mílanó eitt höfuðvigi kommúnista. Þessi skipún vakti mikla furðu innan Vatíkansins, þar eð margir álitu ®ð páfi hefði augastað á honum sem eftirmanni sinum. Einnig var búizt við að Pius XII myndi gera hann að kardínála, en það féll f hlut Jóhannesar XXIII. Ástæðurnar að þessu eru raktar 1 bókinni, og kemur þar fram hin staðgóða þekking, sem höf. hefur á málum páfastólsins. Fýrsti kardínálinn, sem Jóhannes XXIII útnefnir er Montini. Sem erkibiskup í Mílanó kvað mikið að Montini, og framkoma hans þar stakk nokkuð í stúf við hefðbundna framkomu forvera hans. Að Jóhannesi XXIII látn- um var Montini kjörinn páfi og tók sér nafnið Páll VI. Hann hef- ur haldið þeirri stefnu sem mörk- uð var af forvera hans i embætt- inu og hefur sú stefna styrkt kirkjuna og aukið áhrif hennar um allan heim, auk þessa er hann allra páfa mestur ferðamaður. Bókin er ágætt heimildarrit um ævi hins heilaga föður og einnig um kirkjuna á vorum dögum. Ferðasögur. Around About America. Erskine Caldwell. Heinemann, London 1964. 30s. Erskine Caldwell er fæddur I White Oak í Georgíu, 1903. Faðir hans var prestur. Hann dvaldi lengi i Suðurríkjunum og þar kynntist hans því fólki og því umhverfi, sem hann lýsir með svo miklum ágætum í bókum sín- um. Hann varð frægur af bókun- um God’s Little Acre og Tobacco Road. Þessi bók er ferðasaga. Hann hóf ferð sína í Vermont og þegar hann kom loks heim til sín í Kaliforníu, þá hafði hann ferðazt tuttugu og fimm þúsund mílur. Hann forðaðist þau svæði, sem túristar sækja helzt, og fann það, sem hann lýsir i þessari bók. Kona hans fór með honum og hún liefur myndskreytt bókina. Hann dregur upp skýrar myndir af félagslífi sameignarhópa í Phoen- ix í Arizona. Þar hefur fólk á eftirlaunum myndað með sér félagsskap á grundvelli einhvers- konar frumkommúnisma. Einn kafli bókarinnar fjallar um næturiíf táninga i Bossier City, annar um Piute Indíána í Oregon og Mexíkómenn í Kaliforníu. í Suður-Dakóta er sértrúarflokk- ur, sem nefnist Hútterítar, upp- runa þeirra er að leita á 16. öld í Austurríki. Þeirra leiðarvísir eru kenningar Gamla testament- isins. Þeir flúðu frá Austurriki til Úkraínu á 18. öld og flæmdust þaðan á 19. öld sökum fastheldni sinnar við þessar skoðanir. Svo þessir frómu menn hafa orðið að flýja hvert landið eftir annað, þar eð þeir halda blýfast í þá skoðun að manndráp séu siðferði- lega röng, neita herþjónustu, og allt sem þeim áskotnast verður sameign hópsins. Þeir reyna ekki að útbreiða kenningar sínar, en vilja lifa í friði. Þetta hefur þeim tekizt að mestu. Þó verða oft árekstrar 'við þá sem óvanir eru hinum sérstæðu kenningum þeirra um eignarrétt og siðferði. Þessi hópur telur um fimmtán þúsund- ir, og þarna una þeir glaðir við sitt og telja sig lifa eftir boð- orðunum. Höfundur fer vitt um og bókin ér skemmtileg og gefur óvenjulega mynd af mannlífi og félagsháttum innan Bandarikj- anna. Dýralíf. Varda — Tlie Flight of a Falcon. Robert Murphy. Illustrations by Keith Shackleton. Cassell, London 1964. 21s. Hér er saga fálka, sem ungað er út I fiöllum Norðaustur- Kanada. Fálki þessi er nokkuð frábrugðinn kynbræðrum sinum að lit og eðli. Hann verður fleyg- ur fyrstur systkina sinna og flýg- ur fyrstur i suðurátt. Hann flýg- ur yfir hinar miklu viðáttur norðurslóða, yfir lítt þekktar strandlengjur og eyjar Norður- Kanada. Fuglinn lendir í ýmsum ævintýrum á leið sinni, hættur leynast á hverjum áningarstað og náttúruöflin, hvassviðri og hriðar, eldingar og haglél tefja ferð hans. Og hann kynnist einnig hættu- lesasta fianda sínum, manninum. Loks nær hann ætlunarstað sín- um, afskekktri eyju undan strönd- um Flórída. Þetta er mjög vel skrifuð og falleg bók og smekk- lega myndskreytt. Allir, sem hnfa vndi af náttúrunni og nátt- úrulýsingum, verða ekki fyrir vonbrigðum við lestur þessarar bókar. Sa"t er að aðdáun á nátt- úrunni fylgi borgarmenningu, sveitamaðurinn hefur nóg af náttúrunni, stundum meira eri nóg, en borgarbúinn of lítið. Náttúruaðdáun er borgarfyrir- brigði, flestar beztu náttúrustúdí- ur eru skrifaðar í borgum af borgarbúum. Með aukinni búsetu i borgum og bæjum eykst þörfin fyrir óflekkaða náttúru, áhuginn á dýralifi vex og menn sækja sér styrk og endurnæringu úti í nátt- Jóhann Hannesson: ÞANKARÚNIR FRÆNDUR vorir á Norðurlöndum hafa á síðustu árum búið til nýtt orð: Befolkningseksplosion. Með því er átt við hinn geysihraða vöxt mannfjöldans í sum,um löndum, einkum í Asíu. Hið ræktanlega land virðist vera að fyllast svo að til vandræða horfir á stórum svæðum. Útrýming skæðra drep- sótta hefir dregið mjög úr mannfækkun og reynt er eftir mætti að draga úr hungursneyð á einstökum svæðum, en stór- bættar samgöngur gera þetta kleift, ef matvæli eru fyrií hendi. Hins vegar eru stór landsvæði orðin að sandauðnum, þar sem fyrir fám öldum voru blómlegar byggðir, einkum í Mið-Asíu. Kjarnorkusprengjurnar og „mannfjöldasprengingin" eru meðal þeirra fyrirbæra, sem valda allmikilli kvíðni meðal manna. í meir en öld hafa Kínverjar talað um „sze-wan-wan“ — þ.e. fjórum (sinnum) tíuþúsund tíuþúsund, en það merkir fjögur hundruð milljónir Kínverja. Sérfróðir menn nefndu þó hærri tölur: 450 eða jafnvel 475 máiljónir, og það eru tæp fimmtán ár síðan fulltrúi núverandi stjórnarvalda notaði þá tölu og taldi sennilega. Þann 30. júní 1953 létu stjórnarvöldin taka manntal, og reyndust íbúar Kínaveldis þá vera nálega 602 milljónir. Komu þá fram í skýrslum um eitt hundrað mill- jónir umfram hæstu áætlanir, sem áður höfðu verið gerðar, og er varla oftalið, en sennilega ekki verulega vantalið. Sjö árum síðar er talan orðin áttatíu og fimm milljónum hærri (WABF 1964.) „Mannfjöldasprengingin“ er þó ekki bundin við Miðríkið eitt. Hún segir til sín í Japan, Indlandi, sums staðar í Indó- nesíu og víðar. Þessi sprenging, ef svo má að orði kveða, fyllir suma stjórnmálamenn allmikilli kvíðni, og ekki dregur kjarna- sprengjan úr þeirri kvíðni, nema síður sé. Gamla Malthusar- kenningin, sem að vissu marki' er móðir kenningar Darwins um „struggle for life“, baráttu fyrir lífiriu, hefir verið dubbuð upp og er nú flutt af Ný-Malthusarsinnum á vorum tímum. Hún er í stuttu máli fólgin í því að rekinn er áróður fyrir fækkun barnsfæðinga og þar með takmörkun mannfjölda. Þessi hugsun stingur í stúf við alla austræna frjósemihyggju frá fornu fari, þar sem ágæti kvenna (og jarðarinnar) hefir verið metið eftir frjósemi. Ný-Malthusarstefnan héfir hins vegar hlotið miklu meira fylgi á Vesturlöndum og samrýmist vel þægindahyggju og pen- ingahyggju, sem nú skipar svo veglegan sess víða um lönd. „Bil eller baby“ var þegar á námsárum mínum orðið heila- brotaefni fyrir ung hjón, enda dró svo mjög úr fólksfjölgun í Svíþjóð um þær mundir að Svíar settu í gang „rannsóknar- starfsemi" til þess að gera sér grein fyrir þessu fyrirb’æri, og tóku sumir áróðursmenn að reka áróður fyrir barninu á kostnað bílsins. — Hér á Vesturiöndum virðist vera mjög auðvelt að reka áróður fyrir mannfækkun, jafnvel svo að takast megi að sitja eftir í mannfélagi, sem er að miklu leyti gamalmenni. Sun Yat-sen, föður kínverska lýðveldisins og leiðtoga bylt- ingarinnar gegn keisurum Kína, var þessi hætta ljós, og í hinni heimsfrægu bók sinni, San Ming Chu-I, leggst hann gegn tak- mörkun mannfjölda. Leit hann svo á þann áróður sem þar væri komið vopn, ekki til að leysa vanda Kinverja, heldur til þess að undiroka þá, og máli sínu til stuðnings vísaði hann til gífurlegrar útþenslu Evrópumanna í nýnumdum löndum síðast- liðnar aldir, meðan fjöldi Kínverja hafði staðið í stað eða því sem næst. Landakortin gerðu honum auðvelt að sanna sitt mál. Norðurlöndin þurfa ekki að óttast auðn þótt íbúarnir úr- kynjist af bíla- og mublutilbeiðslu og eftir verði gamalmenni. Þótt löndin væru tæmd, þá þarf ekki nema tveggja ára mann- fjölgun Kínverja til að fylla þau, ef miðað er við núverandi tölur. Og núverandi ástand þeirra frænda, Japana og Kín- verja, hlýtur að kalla á útþenslu, og einnig á aukna nýtingu hafsins. Hvað meðfæddar gáfur snertir, standa þessar þjóðir oss fyllilega á sporði, og eru sennilega fremri oss hvað geð- heilsu snertir og aðlögunarhæfni. En þær þurfa á nokkurri þolinmæíði að haida áður en lagt er út í nýti Stór-Asíu-ævin- lýri. úrunni. Bækur eins og þessi eru mikið lesnar. Smekkur íslend- inga fyrir slíkar bækur hefur verið takmarkaður, það stafar ef til vill af því að hér er fjölskrúð- ugra fuglalíf og villtari náttúra en víða annarsstaðar og hér eru þessi eftirsóknarverðu dáindi alveg við bæjardyr sérhvers manns. 4. tbl. HHiá. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS /

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.