Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1963, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1963, Blaðsíða 16
1 essi merka bók mun hafa komið í a.m.k. eina bókabúð hér (Bókaverzl. Snæbjarnar Jónss.), en vera uppseld nú, eða svo gott sem. Ef einhverjir fá áhuga á að eignast bókina, eftir lestur þessara lína og Galina Ulanova, „ballarína ald arinnar“ — nýleg mynd. Clœsileg bók um ,.ballerínu aldarinnar' í máli og myndum R Lússneska ballettdansmærin Galina Ulanova er, að flestra dómi, mesta ballerína þessarar aldar, en hún er fædd árið 1912, kom fyrst fram — að loknu ballettnámi — árið 1928 og var innan fárra ára ókrýnd, en óumdeild drottning rússneska ballettsins — og jafnframt „ballett- drottning" heimsins í hugum flestra unnenda hinnar fögru danslistar, þeirra sem áttu þess kost að sjá hana dansa. Og það hásæti skipar hún enn í hugum þeirra. Enda þótt þeir séu margir, sem hafa notið þeirrar ununar að sjá Ul- anovu svífa um danssviðið — á kvikmynd, ef ekki vildi betur til — þá munu hinir þó miklu fleiri, sem ekki hafa átt þess kost. — Þeir geta nú fengið nokkra „uppbót“ í glæsi- legri bók eftir Bandaríkjamanninn Albert E. Kahn, sem er nýlega kom- in út vestanhafs og þykir hreinasta ágæti, eftir blaðaumsögnum að dæma. Bókarhöfundur kynntist lista- konunni náið, þegar hún loks kom fram í Bandaríkjunum, með Bolsjoi- ballettinum í Moskvu, en það var ekki fyrr en árið 1959. B 1 ókin, sem er bæði í máli og myndum, ber hið einfalda heiti „Days with Ulanova“ (þ.e. „Dagar með Ulanovu") og þykir gefa sér- lega glögga og skemmtilega mynd af listakonunni í lífi og starfi. — Auk þeirra kynna, sem höfundurinn hafði af listakonunni í Bandaríkjun- um, sótti hann hana þrisvar heim til Rússlands, ásamt konu sinni, og fékk þar að vera viðstaddur bæði æfingatíma hjá henni og kennslu- tíma í ballett — og dvaldist á frið- sælu heimili hennar úti í sveit, þar sem hún býr með manni sínum (og eftirlætishundinum sínum, sem hún kallar Bolsjoi — eftir ballettinum fræga). Ulanova i hlutverki Giselle, sem löngum var annað eftirlætishlutverk henn- ar. Hitt var Juliet, í ballettinum „Romeo og Juliet“. textar með myndunum, heldur lætur hann mál og myndir haldast í hend- ur, ef svo mætti segja. Þetta hafa gagnrýnendur þó ekki talið neinn galla — nema síður væri. Til dæmis segir Mr. Arthur Todd, einn af rit- stjórum bandaríska ballett-ritsins „Dance Observer", um bók Kahns, að enda þótt sumir sakni e.t.v. sér- stakra texta með hverri mynd, styðji frásögn höfundar (þar sem mjög margl er haft orðrétt eftir listakon- unni) og myndirnar svo vel hvort annað, að úr verði ein ánægjuleg heild, sem hvergi rofni. — Og Arn- old L. Haskell, stjórnandi Konung- lega ballettskólans brezka, segir: „í þessari bók kemur hin raunveru- lega Ulanova vel og ljóst fram — eins og hún var og er — og eins og aðeins náustu kunningjar hennar og vinir hafa séð hana.“ athugun meðfylgjandi mynda, munu þeir geta pantað hana „hjá Snæ- birni“ — en óvíst er, að ný, almenn sending af henni verði pöntuð, enda þótt bókin seldist mjög vel. Ulanova æfir sig. Mr að eina, sem einstaka menn hafa fundið að bók Kahns um Uian- ovu, er það, að ekki eru sérstakir Ulanova, með eftirlætishundinn „Bols- joi“, heima hjá kunningja sinum í sömu sveit og hún og maður hennar, Vadim Rindin, aðal-tjalda- og búningateiknari Bolsjoi-leikhússins, búa.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.