Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1963, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1963, Blaðsíða 4
essir tveir fyrstu bæir á Brunasandi, sem nú hafa verið nefndir, voru báðir reistir undir brún Eldhraunsins, þar sem það liggur fram á sand- inn. Þar hefur þótt skýlla held- ur en frammi á sléttunni, þar sem ekkert skjól er að finna, hvergi afdrep fyrir vindum og veðrum okkar næðingssömu veðráttu. En manneskjan þarf fleira en skjólið til að geta lifað. Það er að vísu mikils vert fyrir allan vöxt og gróður en það er ekki nóg. Lífsbjörgin kemur ekki þangað af sjálfu sér. Það þarf að bera sig eftir henni, það þarf að setja sig niður. þar sem afkomu- möguleikarnir eru vænlegastir, bjargræðisvegirnir líklegastir til að verða auðfarnir, landkostirnir bezt nýttir fólkinu til framfæris. Þannig myndaðist íslands dreifða byggð. Þannig heíur hún þróazt í þús- und ár, allt frá landnámstið og fram á þennan dag. Þessi var lika þróunin í landnámi yngstu sveitarinnar á íslandi — Brunasandsins. Þriðja býlið, sem þar er reist hjúfrar sig ekki upp við úfnar brúnir Eldhraunsins. Því er val- inn staður all-langt frammi á sléttunni. Þar er að vísu næðingssamt, en þar þarf ekki að óttast landiþrengslin. Þar er fuillgott undir bú, slægjur sæmilegaa: og vaxandi og úrvals-beit í nýgræðunum, þar sem gróðurinn er að fikra sig fram á sandinn. Það ber sannarlega nafn með rentu: Sléttaból. — Hvergi sést bær á dðru, eins flatlendi. Sléttaból er byggt úr landi Foss é Siðu. Þaðan komu líka landnemarnir, Oddur Sverrisson og kona hans, Guð- rún Björnsdóttir og þrjú börn þeirra. Ekki virðast þau hafa dvalið nema eitt ár á Sléttabóli, því að næsta ár eru þau aftur talin til heimilis á FossL Þau hjón, Oddur og Guðrún, mumi hafa verið viðloðandi á Fossi á þessum árum beggjamegin við 1835. — Oddur var kunnur Skaftfellingur á sinni táð, sonur Sverris Eiríkssonar, bónda á Rauðabergi o.v. og síðari konu hans, Sigríðar Salómonsdóttur frá Seglbúð- um. Þau giftust 28. júní 1789. Var Sverrir þá næstum fimmtugur ekkju- maður, en brúðurin 23. ára yngismær. Meðal barna þeirra (og bræðra Odds) voru þeir Eiríkur sýslumaður í Kolla- bæ, RunóLfur á Maríutoakka og Þorsteinn í Króki í Meðallandi. Oddur Sverrisson hafði mjög oft bústaðaskipti. Er talið, að hann hafi átt heima á 9-10 jörðum í Skaftafellssýslu og haft ábúð á a.m.k. fimm þeirra. Er því tæpast von, að hann hefði langa dvöl á Sléttubóli. Oddur Sverrisson var því ekki kunn- ur af búskap sínum, heldur fyrir ferða- mennsku sína, því að hann var p>óstur í meira en tvo tu.gi ára, fyrst úr Mýr- dal til Austfjarða og síðar um skamman tkna austan af Siðu og suður til Reykja víkur. Oddur Sverrisson var hið mesta hraustmenni, enda starf hans ekki heigl um hent. Á vetrum ferðaðist hann jafn- an fótgangandi, varð að vaða árnar og brjótast yfir allar torfærur berandi póst- töskuna á bakinu. Ekki munu aðrir lang ferðapóstar hafa búið á Brunasandi. Er því ekki úr vegi að setja hér eina sögu um þennan ferðagarp. Er hún skráð í Söguþáttum landpóstanna. Eitt sinn var Oddur að koma að aust- an og kom að Jökulsá í Lóni, þar sem hún rann milli skara. Leizt Oddi illa á, að hún væri fær og fór fram með ánni. Bar þá að Björn prest Þorvaldsson í Stafafelli, og var hann ríðandi. Fóru þeir með ánni og taldi prestur hana ófæra. Segir þá Oddur: „Þá fer ég yf- ir hana“ — „Ætlar þú þá að fljúga?“ segir prest.ur. „Nei, ég veð hana, viltu að ég beri yður prestur?" Prestur tók þvi dauflega. Fer þá Oddur ofan fyrir skörina, og tók vatnið fullt í bringspal- ir. Spyr hann þá prest, hvort hann vilji koma á herðar sér, og segir prestur: „Hvað verður þá um hestinn?'' Snar- ast Oddur þá upp og hratt hestinum of- an í, tók prest á herðar sér, teymdi hest- inn og óð vatnið nærri því á hendur. „En eflaust hefur hann haft góða stöng“ bætti sögumaður við. Eins og fyrr er sagt, dvöldust þau Oddur og Guðrún ekki nema eitt ár á Sléttabóli. Næsta ár — árið 1835—36 er sr. Bergur Jónsson talinn þar til heimilis ásarnt síðari konu sinni, Þórdisi Guðmundsdóttur. Þegar hér var komið sögu, var sr. Bergur kominn yfir hálf- áttrætt, orðinn blindur og hættur prests skap fyrir meira en einum áratug. Það var því með mi'klum ólíkindum, að hann faeri að stofna til búskapar að frumbýl- ingahætti. Enda mun það ekki hafa ver- ið meiningin. Það eru synir hans, Þoor- leifur og Þorbergur, sem hér hafa alla framkvæmd og forustu. Þeir voru báðir um þrítugt og staðfesbu báðir ráð sitt þetta haust, 13. okt. 1836. Síðan bjuggu þeir í tvíibýli á SléttabóLi mörg ár. Sáð- ar bættist þriðja býlið við, og var þá mannmargt á þessari jörð, þar sem gras- gefið sléttlendi Brunasandsins breiðir úr sér á alla vegu. Eitt af býlunum á Sléttabóli hét Mið- ból. Það stóð nokkru ofar en hinir bæ- irnir — nær hrauninu. Um og eftir miðja síðustu öld bjó þar Guðmundur Er- lendsson frá Grímsstöðum í Meðallandi. Hans sonur var einn kunnasti maður á Suðurlandi á sinni tíð, — Guðmundur „kíkir“. Guðmundi Erlendssyni hefur víst íundizt nokkuð næðingssamt þarna suður á sléttunni. Svo mikið er víst, að hann flutti bæinn upp að hraunbrún- inni og nefndi Hraunból. Þar hefur bær- inn staðið síðan. En frammi á Slétta- bóli hefur nú um mörg ár aðeins verið eitt býli, og nú búa þar bara tvær manneskj ur. Sléttaból er afskekktur bær, og er þar jafnan fáferðugt, nema þegar fjöru- eigendur ofan af Síðu „ganga“ á reka. En einu sinni fékik fólkið á Sléttubóli fleiri næturgesti en sögur fara af á öðr- um bæjum hér um slóðir. Þegar þetta gerðisit, bjó á Sléttubóli Geir Jónsson frá Hvoli með tveim börnum sínum upp- komnum, Solveigu og Siggeiri, sem þar búa enn í dag. Auk þess var á bænum systir Geirs, Jóhanna, í hárri elli, þá búin að vera blind allmörg ár, en ann- ars sæmilega ern. Geir á Sléttabóli varð bráðkvaddur 8. janúar 1954. Það var dag einn seinni hluta góu að afliðnu hádegi árið 1944. Stinn sunnan- átt hakti gráa vetrarþokuna inn yfir sinubleika sléttu Brunasandsins. Utan úr þokunni koma gangandi 15 menn. Þeir sjást ekiki fyrr en þeir eru komnir heim á bæinn, og þegar þeir ná sambandi við fólkið geta þeir ekki gert sig skilj- anlega. En það leikur enginn vafi á hvaða gestir þetta eru. Þetta geta ekki verið annað en skipsbrotsmenn. Þeir tala erlent mál, en samt geta þeir gert fólk- inu það ljóst, að þeir hafi verið langt- um fleiri. Hinir hafi orðið eftir á leið- inni framan frá sjó. Heimilisfólkið bregður skjótt við og skiptir með sér verkuan. Geir bóndi fer fótgangandi. til næsta bæjar til að láta vita um atburðinn og koma vitneskju um hann til réttra aðila, Siggeir fer með þrjú hross ásamt einum skipbrotsmanni til að leita félaga hans, Solveig tekur til óspilltra málanna við að hita kaffi og mjóik og elda mat og sinna þessum nauð stöddu gestum, sem fylla litla bæinn á Sléttabóli. Dagurinn líður. Um kvöldið kl. 9 koma feðgarnir aftur. Með Geir koma nokkrir bændur ofan af Síðu ásamt lækninum á Breiðabólstað, Ólafi Tryggvasyni, en Siggeiri fylgja næstum 30 skipbrots- menn til viðbótar. Þeir höfðu staðnæmzt við melkoll einn á leiðinni neðan frá sjónum. Treystu sér ekki til að halda lengra áfram í bili með félögum sínum. Einn hafði sofnað þar svefninum langa. Þessi rúmlega fjörutiu manna hópur var skipshafnir af þrem brezkum tog- urum, sem strandað höfðu — þennan eftirminnilega góudag, allir nær sam- tímis á Fossfjöru, er þeir voru á leið frá Englandi til fiskveiða á íslandsmið- um. Þarna var nú allur þessi mannfjöldl samansafnaður á bæ, þar sem húsa- kynnin eru ekki önnur en sex fermetra stofa, þriggja rúmlengda baðstofa, þröng göag og smáeldhús. Þarna verða þeir að vera um nóttina, því að nú var komið náttmyrkur og vegur illfær upp á Síðu fyrir langhrakta skipsbrotsmenn. Og allt fór þetta vel. Bærinn var allur gerður að einu rúmstæði og hey úr Jhlöðunni var borið í fjárhús — og þar gerð stór flatsæng þeim, sem ekki rúm- uðust í bænum. Öllum var látin í té nær ing og hressing, eítir því sem hægt var, læknir var yfir mönnunum um nóttina, og öllum reiddi ved af. Þetta er sagan um næturgestina mörgu á Sléttabóli á góimni 1944, og hvernig á móti þeim var tekið með úrræðasemi og hjartagæzku íslenzikrar gestrisni, eins og hún hefux þróazt með fólkinu í Is- lands dreifðu byggðum í þúsund ár. 4 LESBOK MORGUNELAÐSINS 17. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.