Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1963, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1963, Blaðsíða 9
Viggo E. Steensfrup: Mannraunir i Alaska 149 sólarhringa og 40 stiga addi matarlaus m allslaus Lífið er dásam- legt, segir Helen Klaben á leið úr sjúkrahúsinu í Whitehorse í Y ukon. Eiginlega erum við dauð, er alltaf verið að segja við ökkur. Helen Klaben brosti hikandi í sjúkrarúminu. — Það er bókstaf- lega ómögulegt nokkrum manni að lifa af það. sem við urðum fyrir. 21-árs háskólastúlka frá Brooklyn og vélsmiður frá Mexicó, Ralph Flpres, sem þekktu yfirleitt ekkert til í auðn- um Kanada, villtust í einhverjum eyðileg asta stað heims, milli Yukon og British Columbia. Þar skrimtu þau af saman í 49 sólarhringa — matarlaus, vopnlaus, hlífðafatalaus og teppalaus og svefnpoka laus og höfðu ekki svo mikið sem öxi til að höggva við í eldinn. Alein og yfirgefin, hundruð mílna frá Biðmenningunni, umkringd af grábjörn- um, úlfum, gaupum og fleiri villidýrum, ikomust þau af í 45 stiga frosti, gegn um óskiljanlegar þrengingar, hafandi ekki annað til „matar“ en bræddan snjó. — Við áttum tvær dósir af sardínum, þegar við hröpuðum, dálítið af dósa- mjólk og tvær túbur af tannsápu. Þetta kláruðum við fyrstu vikuna. Þær sex vikurnar, sem eftir voru, höfðum við ekki aðra „næringu“ en bráðinn snjó. „Kraftaverk — annað er ekki hægt að kalla það“, segir Lloyd Romfo. — Og ég hef flogið hér í leitarflugi í 12 ár“. L loyd Romfo er stór og holdugur maður, eins og er svo algengt í Yukon. Nú situr hann í hægindastóli og hvílir sig. Hann þekkir manna- bezt, hvernig iil hagar þarna í eyðimörkinni, þar sem hætturnar leynast hvarvetna. — Eftir að hafa flogið í fjóra daga, hættum við sannast að segja við alla leit. Við höfðum farið yfir 29.000 fer- xnílna svæði, án þess að sjá svo mikið sem skuggann þeirra. Það er kannski (ljótt að segja það — en svona er nú lífið hérna norðurfrá — en okkur mátti vera nokkurn veginn sama, hvort við fyndum tvö gaddfreðin lík strax, eða þá ekki fyrr en eftir tvo mánuði, þegar sumarið er komið. Hann hristir höfuðið. — Já, guð blessi þau, en þau gátu ekki haft nokkra von, og við höfum tekið þátt í að setja svo xnarga krossa upp í auðninni, og það eina, sem við gátum gert, var að biðja fyrir þeim. Gjörsamlega óhugsandi — kraftaverk — ótrúlegt — heilaspuni! Þetta voru helztu orðin, sem ég heyrði aftur og aftur, þessa daga, sem ég dvaldi í Whitehorse. Hvítskeggjaðir loðdýraveiðimenn, læknar, eskimóar, indíánar, bjarnaveiði- imenn — allir hristu höfuðið og sögðu einum raunni: Flores og stúlkan — þau eru risin upp frá dauðum. Það kom eins og reiðarslag, að þau skyldu vera lifandi. Ef kraftaverk gerast, þá er hér eitt þeirra! Ralph Flores, lítill vaxti, dökkur á brún og brá, dálítið feiminn, afar trú- aður, stamar á enskunni með mexíkönsk um hreim. Hann á ekki nema eitt svar við spurningu minni um, hversvegna þau hefðu ekki gefið allt upp á bátinn, og lagt sig til svefnsins langa í kuld- anum: — Við vildum ekki deyja. Svarið kem ur hægt og rólega. Eg vissi, að okkur yrði bjargað, ef við yrðum nógu þraut- seig, þarna var ekki um annað en tíma- spursmál að ræða. — En hvernig hélduð þið þá kröftulfi, svona matarlaus? í 40 stiga gaddi, matarlaus í 49 sólarhringa* mitt í heimkynn- um gráðugra úlfa. Ekki hefðu allir lifað af slíka útivist. En þetta gerðu tvímenningarnir, sem hér segir frá. Og þetta er ekki gömul saga sveipuð ljóma FYRSTI HLUTI fortíðarinnar, þetta er ný saga, atburður, sem gerðist á þessum vetri og nýlega var greint frá í heimsfréttunum. Furðulegt þrek karls og konu. Þeim hlekkt ist á í lítilli flugvél í auðninni langt frá öllum mannabústöð- um og eftir víðtæka en árangurs lausa leit voru þau talin af. — Fyrir tilviljun fundust þau svo sjö vikum síðar og danski blaða maðurinn Viggo Steenstrup, sem segir hér frá, ferðaðist 10 þús. km til þess að heyra sög- una af vörum söguhetjanna sjálfra og mannanna, sem tóku þátt í leitinni. Hann grípur hönd konu sinnar: — Þar sem trúin er, þar eru líka kraftar. öðru vísi get ég ekki útskýrt þetta. í dag eru nöfn Flores og Helen Klaben orðin heimsfræg. Það fyrsta, sem hún sagði í símann, við móður sína í Brook- lyn, eftir að hún var komin í sjúkrahús- ið, var: „Mamma, við erum heimsfræg!“ En svo fór hún að gráta, en þetta voru engar ýkjur. Sagan hófst, ósköp óskáldlega, í Fair- banks, Alaska, í lok janúar, óx síðan, þegar þau týndust, dó út aftur, og sprakk svo í loft upp, þegar síminn tilkynnti, að þau væru lifandi. — Eg hafði unnið sem rafvirki á DEW-línunni (radarvarnarstöðvunum gegnum Kanada og Alaska) í hálft ann að ár við Boveter-eyju, 750 mílur fyrir norðan Fairbanks, og var nú á heim- leið til konunnar minnar. — En hvernig komust þér með flug- vélinni, ungfrú Klaben? — Það var fyrir auglýsingu, sem Ralph setti í útvarpið. Hann vildi gjarna fá einhvern til að taka þátt í kostnaðin- um við flugið. Eg ætlaði að komast til San Francisco, á leið til Hong Kong, og svo áfram kring um hnöttinn og þegar ég hafði talað við hann, lofaði hann að taka mig með sér gegn því, að ég borg aði helminginn af benzínkostnaðinum. Ef ég hefði vitað afleiðingarnar af þessum 75 dölum .... En það getur nú verið sama héðan af. Upphaf ferðarinnar var á engan hátt umtalsvert. Það var ekki fyrr en við komum til Whitehorse, höfuðstaðar ins í Yukonhéraðinu, sem varð til í gull æðinu 1898, að erfiðleikarnir tóku að setjast að okkur: — Flugvöllurinn var lokaður vegna hríðarbyls, daginn sem við komum þang að, og við neyddumst til að fá okkur gistingu í Takuhótelinu. Eða eins og Ralph segir frá því: — Storminn tók að lægja á laugar- dag. Hann var of hvass fyrst, en á mánu dag hafði skánað það mikið, að við gát- um, að mínu áliti lagt af stað. Nokkrir gamlir flugmenn reyndu að vísu að vara mig við því. . . Auðvitað gátu þeir frómt um talað, en ég hafði ekki séð konuna mína og börnin í 18 mánuði, og við vor um um það bil að verða auralaus . . . nei, kannski ekki alveg, en að minnsta kosti var það óhóf að vera að eyða peningum í hótelvist. Við gátum ekki beðið lengur, og ég hafði flogið nógu mikið til þess að vita, að með 30 km skyggni gat ekki verið nein hætta á ferðum. Eftir á er það hægast fyrir alla að segja, að við hefðum átt að vera um kyrrt. Það er svo hægt að vera hygginn eftir á. Þau lögðu svo af stað kl. 11:15. Lloyd Romfo var síðasti maður, sem sá vél- ina hverfa út í snjódrífuna. — Eg reyndi að fá þau til að vera hérna einn dag enn. Hefði ég haft nokkra hugmynd um, hve illa þau voru útbúin, hefði ég gert mitt ýtrasta til að fá þau kyrrsett. Þetta var að freista hamingjunnar helzt til um of. Það var næstum enginn hlutur, sem ekki var í ólagi. Jafnvel í sumarblíðu hefði ég verið hræddur við að fljúga með „útbúnað“ eins og þennan, ef útbúnað skyldi kalla. Það kann að geta gengið suður í Kaliforníu — en hérna norður frá!! Hann hristi höfuðið. T élin hafði engan útbúnað til blind- flugs eða eftir radíó. Hún var hvítmáluð, svo að hún varð ekki greind í snjó. Þau höfðu hvorki vopn né mat með sér. Þetta var hreinasta brjálæði. Það var ekki nema 200 km til fyrstu stöðvar, Watson Lake, en hríðin jókst eftir því sem á leið. Áður en langt var um liðið, var bylurinn orðinn svo svart ur, að skyggnið var ekki nema hálfur annar kílómeter, og samtímis missti Flor es radíósambandið, og þar sem hann gat ekki áttað sig eftir korti, flaug hann í blindni í hríðinni. Þau voru alveg á skakkri leið, þegar það gerðist. Alaska-þjóðvegurinn, sem allir flugmenn nota til leiðbeiningar, var 80 km í burtu. — Eg hélt, að hann væri rétt hjá okkur. Við lækkuðum okkur úr 7000 niður í 3500 fet, til þess að fá landkenn- ingu, niður gegn um dalinn — en það var bara ekki sá rétti dalur. Þegar ég kom út úr skýjunum, sá ég, að við vorum rétt uppi yfir trjátoppunum — og stefndum að fjallshlíðinni. Það var varla svigrúm til að hugsa sig um. Og svo gerðist allt hitt á 30 sekúnd- um! — Mér var það undir eins ljóst, að við vorum of lágt. Eg reyndi að hækka vél- ina, en hún lét ekki að stjórn. Allt í einu fór hreyfillinn að gefa sig. Eg hafði gleymt því, að aðalgeymirinn var að verða tómur. Meira þurfti ég ekki. Jafn vel þó að ég setti varageyminn í sam- band strax, mundu einar 10—12 sekúnd ur líða þangað til hreyfillinn kæmist al mennilega í gang. Og meira þurfti ekki til. Samstundis vorum við komin niður milli trjánna. Annar vængurinn rifnaði af . . . og frá þeirri stundu vissi ég ekkert, hvað gerðist. Úrið hans sýndi síðar 15.30. Það brotn aði í fallinu. f vj hurch Ford frá Watson Lak«x, sem hefur nú rannsakað flakið, ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum, þegar hann sá það. — Það er hreinasta undur, að geymir- inn skyldi ekki springa, sagði hann 1 símann. — Og þá ekki síður, að þau skyldu ekki láta lífið samstundis, með þeirri ferð, sem var á vélinni, þegar hún hrapaði. Flores kjálkabrotnaði og rifbrotnaði, og Helen Kleben kjálkabrotnaði og meiddist á handlegg. Klukkan fimm var sent boð frá Wat- son Lake, eftir að tvær klukkustundir voru liðnar, án þess að samband hefði verið haft við vélina. Pentetuch liðþjálfi frá riddaralög- reglunni stýrði leitinni. — Það var of seint að hafast nokkuð að þennan dag, en við náðum sambandi Framhald á bls. 13 17. tölublað 1963 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.