Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1963, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1963, Blaðsíða 10
------- SiMAVIÐTALBÐ - Honn vill svarfa Hver er uppáhaldsmatur eigjnmánnsins SPURNINGUNNI svarar í dag frú Svala Thorarensen, eiginkona Reynis Sigurðs- sonar kaupmanns í Sokka- búðinni og formanns Í.R. Hún segir: Eftirlætisréttir Reynis eru allir úr nautakjöti en eins og kunnugt er getur verið erfitt að fá góða steik hér heima. Það er helzt að hægt sé að nota mörbraðina, og geri ég það oftast. Sker hana niður í frekar þykkar sneið- ar, sem ég stei'ki í örfáar mínútur í íslenzku smjöri á pönnunni, — hann vill auð- vitað hafa sína steik blóð- steikta eins og flestir karl- menn. — Og með kjötinu hef ég Bearnaissósu, sem ég bý til á eftirfarandi hátt: % stk. af ísl. smjöri er brætt, 3 eggjarauður eru hrærðar mjög vel og smjörið síðan látið út í þær smátt og smátt og hrært vel í. Út í þetta læt ég eina desertsneið af bear- naisessens (eða eftir smekk) og saxað persille. (hægt er að nota þurrkað persille ef nýtt er ekki til). — Franskar kartöflur og að sjálfsögðu allt það grænmeti sem hægt er að ná í. Þá finnst Reyni mjög gott að fá alls konar hrísgrjóna- rétti, t. d. kryddgrjón eða karrygrjón, sem við notuon með blátt áfram öllum mat í staðinn fyrir kartöflur. Karrygrjón eru búin til á eftirfarandi hátt: 2 matsk. smjör eða matar- olía eru látin í eldfasta skál, smátt skorinn, meðalstór laukur er soðinn í smjörinu, 1 bolli af hráum hrísgrjón- um soðinn með lauknum svo- litla stund, 2 tsk. salt, 2V2—3 tsk. karry (eða eftir því hvað þetta á að vera sterkt) er látið út í, hrært vel í. Loks eru látnir 2 bollar af sjóð- andi vatni út í. Þá er bakar- ofninn stilltur á 400° F og lok látið á eldfasta fatið og það látið malla í ofnimum í ca. Vz klst. Þegar það er til- búið er gott að hræra vel í því með gaffli áður en það er borið fram og þetta er sem sé hægt að borða með öllu“! — 17758. — Naust. — Halldór? — Já. — Morgunblaðið. — Já, góðan dag. — Hverrar þjóðar eruð þið þessa dagana? — Síðasta vilca var þýzk og austurrisk og fór vel samaru — Gerði lukku? — Já, þetta hefur verið á- gætt, dálítið misjafnt samt. — Hvaða vika var bezt? — Bandaríski matseðillinn var langvinsælastur, T-bone steikin og kjúklingarnir slógu öll met. — En sú rússneska? — Hún var lökust, satt að segja miklu lakari en við höfð- um búizt við. — Nú, ég hélít að þið mmd- uð fá alla komma bæjarins í mat, þegar þið auglýstuð rúss- neska matinn. — Já, við vorum nú hálf- vegis að vona, að þeir mundu láta sjá sig, einhverjir. — Og hvað er næst? — Nú ætlum við að setja saman vinsælustu réttina í öllum þessum „þjóðavikum" — og höfum þann matseðil næstu viku. — Og hvernig hljóðar sú samsuða? — Það er rússnesk súpa, ítalskt spaghetti, bandarísk T-bone steik, þýzk nautasteik, sem er geysigóð .... — ... hvað er í henni? — Nú, laukur kirsuber, port vín, ananas, negull, smjör, rasp — og sitthvað fleira, hreinasta hunang. Og vinsælasti ábætir- inn var bandaríska „banana- splittið“ og það höfum, við næstu viku. — Og síðan farið þið í ís- lenzka matinn fyrir túristana. — Ekki sérstaklega fyrir túr istana, íslenzkur matur er okk- ar sérgrein, en auðvitað sá matur, sem erlendir ferðamenn vilja gjarnan bragða. Það er ekkert varið í að hafa komið til íslands án þes að hafa feng- ið íslenzkan mat. — Hákarl og brennivin? — Já, meðal annars, hákarl og brennivín. Þetta er kónga- fæða. Annars sé ég alltaf eftir gamla merkimiðanum á brenni vínsflöskunum. Eg bókstaflega krefst þess, að hann verði tek- inn upp að nýju. Hann var svo „orginal" og sláandi — — að ég er bara viss um að fáir gætu státað af öðru eins. Hann var uppmálaður „blaok death“, það fór ekki fram hjá neinum. En þessi nýi miði — fyrir ut- an það, að hann er harðljótur, þá er hann alls ekki í samræmi við nafn drykkjarins. Nei, alls ekki. Og góði undirstikaðu það nógu rækilega, að við viljum fá gamla miðann aftur á brenni vínið. — Þú verður bara æstur . . . — . . . . ég skal nú bara m/ðonn segja þér eina litla sögu. Einn góður vinur minn, Geir Zucga, var vanur því að taka eina brennivínsflösku með sér, þegar hann fór til Englands — til þess að gefa góðum kunningja sín- um. Og þessi kunningi fór allt- af með flöskuna í klúbbinn sinn til þess að sýna mönnum þetta „raritet" og alltaf urðu þeir jafnagndofa — og hrifnir, þegar þeir sáu miðann á brenni vínsflöskunni. Já, það var eitt- hivert vit í þessu, sögðu þeir. En svo kom nýi miðinn og þá breyttist líka álitið á brenni- víninu í klúbbnum góða. Þá fannst þeim ekkert til þessa íslenzka drykkjar koma og Geir færir kunningja sínum ekki lengur eina flösku af brenni- víni. — Ég held, að stúkumenn- irnir gætu verið ánægðir með þetta! — Já, sjálfsagt. En brenni- vín er bara ekki framleitt fyrir stúkumenn. Þeir, sem kaupa brennivín til þess að drekka sig fulla af því, já, þeir kaupa brennivínið hvort sem á því er gamli svarti miðinn, þessi nýi Ijóti og leiðinlegi — eða enginn miðh Ég er að hugsa um hina, sem fá sér einn snaps til há- tíðabrigða í hópi góðra kunn- ingja eða með hákarli. Þeir vilja fá svarta miðann. ALL STAR FESTIVAL. Hér er á ferðinni hin umtalaða hljómplata, sem gefin er út til ágóða fyrir Flóttamanna- stofnun Sameinuðu þjóð- anna. Hefur plötunnar verið get- ið ítarlega í blaðafregnum og ástæðulaust að fara nán- ar út í það hér. Hinsvegar skal farið nokkrum orðum um listamenn þá, sem standa að plötunni. Þeir eru alls þrettán; og eru sjö þeirra Bandaríkjamenn, en það er einmitt stærsti gallinn á plöt unni. Mér finnst vanta full- trúa frá fleiri löndum. Þarna hefði Alioe Babs frá Svíþjóð átt heima með Svend Asmus sen frá Danmörku, svo ekki sé nú minnzt á kunna spænska listamenn, en Spán- verjar eiga þarna engan full trúa. Aldrei verður gert svo öll- um líki, en platan er upp- runnin í Bandaríkjunum og þessvegna eiga þeir svo marga fulltrúa á heimi. Að sjálfsögðu eru það allt frá- bærir listamenn, en ekki eru lög þeirra Nat King Cole, Patti Page eða Doris Day nógu vel valin. Ella Fitz- gerald syngur „All of me“ mjög vel, eins fara þeir Bing Crosby og Louis Armstrong vel með „Lazy River“. Frans maðurinn Maurioe Chevalier er í essinu sínu, sama má segja um frönsku söngkon- una Edith Piaf. Enska söng- konan Anna Shelton syngur hið þrjú hundruð ára gamla lag „Greensleeves“ fallega. Hin þýzka söngkona Cater- ina Valente syngur hið gamal kunna lag „La Golondrina" sérlega vel og þá þarf náttúr lega varla að taka fram, að Mahalia Jackson syngur „Nobody but you, Lord“ af sannkallaðri innlifun. Hún á gífurlega stóran hóp aðdá- enda hér á landi, þó aldrei hafi hún sungið annað en sálma eða Ijóð trúarlegs eðlis. Lagið sem hreif mig mest var hið seiðandi lag „Ximcroni", sungið af grísku söngkonunni Nana Mousk- ouri og eins hið létta og skemmtilega lag „Adonde Vas, Nino?“, sem hinir góð- kunnu Luis Alberto del Par- ana og tríó hans syngja og leika. En þeir hafa tvívegis heimsótt ísland, við miklar vinsældir. Plata þessi kostar aðeins 2'50 krónur, en á henni eru tólf lög. Eiguleg plata, sem áreiðanlega verður fágæt þeg ar fram í sækir, því hér eru samankomnir á einni og sömu plötunni þrettán heims frægir listamenn. Að því ógleymdu, að öllum ágóða af sölu plötunnar er varið til styrktar flóttamönnum í hin um ýmsu löndum heims. essg. 10 LESBOK morgunblaðsins 16. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.