Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1963, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1963, Blaðsíða 6
inn er kallaður til þess að gera að raun- veruJeika. Existens-heimspekingarnir hugsa þetta á eftirfarandi hátt: 1. Karl Jaspers: Verun mannsins er ekki eitthvað, sem hvílir í sjálfu sér, heldur einhvers konar samband, sem vísar út fyrir sjálft sig. Verun er í rauninni samband, sem heldur opnum dyrum til allra átta, óstöðvandi hreyf- ing út fyrir sjálfa sig (transcendence), sem svifur eins og í lausu lofti. Þetta ihefir þaer afleiðingar fyrir þann, sem stenzt þessa raun, að hann strandar í sífellu, brotnar í spón á sinni eigin verun. Existens, verun, er eins konar strand (Scheitern), en þá kemur til skjalanna eins konar heimspekileg trú (ekki kristileg trú, því að hún er ör- yggi), sem skynjar „Guð“, hið óskilorðs- bundna og altæka, sem samt verður ekki skynjað í sjálfu sér, en er upp- spretta verunarinnar. Og raunveru- leika þessa sjáum við, þegar við kom- umst í „lífsháska“, þ. e. við dauða, sekt, kvíða o. s. frv., ávallt þegar við sjáum það, sem bendir út fyrir hina eigin- legu tilveru mannsins sem afmarkaðrar tilveru. Heimspeki Jaspers er existens- heimspeki, verunar-heimspeki, vegna þess að hún reynir að brjóta til mergjar sjálfa verunina. 2. Martin Heidegger reyndi fram til 1930 að lýsa byggingu, strúktúr, ver- unarinnar. Hann taldi það fru.mbygg- ingu, að maðurinn er í umheiminum, að tilvera mannsins er tilvera með öðru fólki, að hún er tilvera í álhyg.gjum og beyg sem stafar af því, að það er sem manninum sé varpað út á hyldýpi, þar sem hann tootnar ekki, eins og hann hafi ekkert að styðjast við, vegna þess að líf manns ins er í raun og veru „ekkert". En sektartilfinningin stafar af því að mað- urinn reynir að vera það sem hann er ekki. Maðurinn týnir sjálfum sér á flótt anum frá þeirri óhugnanlegu staðreynd, að hann er „ekkert", og það er ekki fyrr en í dauðanum, að maðurinn verð- ur raunverulega „verandi“, þá fyrst verður hann „hann sjálfur". Síðan 1930 hefir Martin Heidegger talið, að þetta „ekkert“, sem maðurinn er, sé ekki neikvætt, heldur eitthvað sem heldur manninum á floti. Það er Verunin, sem gefur manninum hug- rekki, kallar á hann til þess að vera „hirði verunarinnar". En hvað er Verun? Svar Heideggers er trúarlegr- ar ættar: hún er það a'ð' vera, einnig það sem Guð er. 3. Jean Paul Sartre er undir sterkum áhrifum frá hugsun Heideggers á fyrra skeiði hins síðarnefnda. Hann telur lífið einnig vera tómleika, vera ekkert. En hann skerpir alvöni verunarinnar með sérstakri hörku, vegna þess að hann er ateisti. Þar sem enginn Guð er til, eru engin lögmál til sem takmarka mig; ég hefi þá fullt frelsi til þess að skapa mitt eigið lif og fylla það innihaldi. En Sartre er að því leyti ólíkur Nietzsche, að hann fagnar ekki þeirri uppgötvun, að „Guð er dauður“, honum er það ósegjanlega hræðilegt. Það frelsi, sem ég hef, er nefnilega frelsi, sem ég er dæmdur til. Ég verð því sjálfyr að vera Guð, og það merkir, að allt líf umhverfis mig verður án fyrirgefn- ingar. Ég fyllist beyg gag-nvart umheimi mínum, því að allt ógnar mér. Umheim- ur minn vill takmarka frelsi mitt, en fyrst og fremst þó náungar mínir, sem ég lifi með. Ég þarf á náungum mín- um að halda til að móta líf mitt, en um leið verð ég háður þeim, og það merkir að ég get ekki viljað mitt eigið frelsi án þess að vilja frelsi allra. Og vegna míns eigin frelsis neyðist óg til þess að geía öðrum frelsið. Þetta er vítahringur. Ég verð að gefa öðrum frelsið og takmarka þar með mitt eigið frelsi. Þetta verður ljóst í leikriti Sartres, „Lokuðum dyrum". Þrjár mann eskjur eru lokaðar inni f herbergi, sem er gluggalaust og án útgöngu. Þau eru í helvíti, því að enginn getur komizt út. Stúlkan, Estelle, hefir engan spegil í ■tösku sinni, og enginn spegill er í her- berginu. Hún getur því ekki gengið úr skugga um, að hún líti sómasamlega út. Hún biður því karlmanninn, Garcin, að vera spegillinn sinn. En það geta omenn aðeins verið, ef þeir elskast. Garcin og Estelle fallast þá í faðma -til þess að hjálpa hvort öðru með því að vera augu hvort annars. En það er önnur stúlka í herberginu, Ines, sem einnig vill fallast í faðma við Garcin. Hún hrópar því stöðugt til þeirra, sem í faðmlögum eru: Þið eruð ekki ein! Það er einmitt augnatillit annarrar manneskju, sem gerir mig framandi fyrir sjálfum mér. Þetta er baksvið hrópsins í leikritinu: „Helvíti, það er hinir“ (þ.e. hinir með augnatilliti sínu). — Hin sanna verun, existens, er ein- mitt það að ákveða í hetjudáð og ástríðu ■að lifa mannlífi þrátt fyrir allt. Hún er þessi eina ákvörðun, án þess sagt sé í hverju ákvörðunin er fólgin, já ein- mitt þetta að láta sífellt nýja verun verða til með nýjum lögmálum, nýjum meginreglum. Þetta er sönn verun. Því að verunin er ögrun, uppreisn. 4. Gabriel Marcel er ólíkur Sartre, hann er kaþólskur, ag því er existens- 'íalismi hans kristinn. Hjá honum er verunin fórn. Ég er ég sjálifuir, og ver- un mín er trú; ég pr því aðeins ég sjálfur að ég skilji sjálfan mig sem verkefni, skyldu. En ég er þessa aðeins megnugur, ef trúin er uppspretta ver- unar minnar, ef ég hvíli í verun hins altæka „Þú“, sem Guð er. Þá er sem ég sé töfraður til þess að gefast, fórna mér. — Hugsun Marcels hefir .greini- legt kaþólskt yfirbragð. Að lokum sjáum við í „ég-þú“- heimspekinni hinni ósviknu verun lýst á þann veg, að sigrazt er á takmörkun hennar hjá Sartre. Náunginn, hinn ó- kunni, takmarkar sjálf mitt, en þessi takmörkun er ekki skilin sem helvíti, eins og hjá Sartre, heldur sem himinn, lausn. Allar mínar hugsjónir, siðferði- legar og trúarlegar, loka mig inni í sjálfum mér (helvítið), en það er þegar ég mæti náunga mírrum á frjálsan 'hátt, á þann hátt sem hann krefst og ætlast til af mér, að sjálfi mínu er lokið upp, að ég leysist frá sjálfum mér. Við getum því sagt, að lausnin sé „hinir“ því að það er náunginn einn, sem getur takmarkað mig í sjálf- hverfu minni — en þó því aðeins að ég sé reiðubúinn til þess að bera þá byrði, sem hann er mér, og að gefa sjálfan mig honum á vald án skilyrðis, gangi til fundar við hann án fyrirvara um eigin sjálfsákvörðunarrétt minn. A sama veg og talað er um ex- istens-heimspeki (verunar-heimspeki), er einnig talað um existens-guðfræðú Henni verður ekki lýst hér, til þess þyrfti aðra grein. Existens-guðfræðing- ar eru að vísu frumlegir, en þeir sækja samt hugmyndir sínar tii existens- heimspekingar. Og það vekur ekki furðu, því að hjá existens-heimspekingunum erum við komin í svo mikla nólægð við hinar kristnu hugmyndir, að oft liggur næst að spyrja: Er það ekki einmitt þetta, sem fagnaðarerindið fjallar um? Ef rætt er um baráttuna gegn subjekt- objekt hugsuninni, gengur það þá ekki einmitt guðlasti næst að hugsa sér Guð sem objekt, sem hlut? Hið sama er uppi á teningnum, þegar rætt er um sekt mannsins, beyg hanis og vonleysi ein- verunnar, skilninginn á dauðanum o. s. frv. Trúin er einmitt andstæða öryggiskenndarinnar hjá Lúther, hún er eins konar ögrun; og verun hins kristna manns verður varla betur lýst en verunarheinispekingarnir gera. Q LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.