Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1963, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1963, Blaðsíða 4
 ■ :Í-X . Élltl Hruni. Gisli Brynjólfsson Byggðasaga Brunasands IV ekkja hans á Hruna þrjú ár eftir hann. Þá tók við jörðinni sonur þeirra, Einar Jónas, sem hefur búið þar síð- an. Hann var kvæntur Elínu Jóns- dótiur frá Prestsbakkakoti á Síðu (f. 17/6. 1894 — d. 24/11. 1956). Þannig hefur Hruni verið í ábúð þessara þriggja langfeðga í 104 ár. Hruna hefur jafnan verið mannmargt. Auk aðalbóndans, hafa stundum verið þar aðrir bændur eða húsmenn með jarðarafnot, enda er Hruni stór jörð og hefur til að bera flesta kosti sandjarðanna. Slægjur eru þar miklar. Þar er hið svokallaða Þorkelsræsi, mikið engjaland, kennt við smalamann einn, sem fyrir meira en öld benti á, að þarna mætti slá. Með nýbýlinu Orrustustöð- um var ísinn brotinn í landnáminu á Brunasandi. Þeim Magnúsi og Þorgerði virðisthafa búnazt þar vel. Eftir rúman ára- tug voru 14 manns í heimili hjá þeim en um bústofn þeirra er mér ekki kunnugt. — af landareign Seljalands og Dals“. Jón Pálsson reisti bæinn í smáviki við hraunbrúnina austan við aðal- hrauntangann. Mun þar hafa heitið Geiramýri, enda var bærinn nefndur svo fyrsta árið. Ekki bjó Jón þarna nema eitt ár — fardagaárið 1826—27. Hann fluttist að Uppsölum í Land- broti og er jafnan kenndur við þann bæ. Hann varð ekki gamall maður. Næstu 13 árin bjó á Hruna Eyjólf- ur Bjarnason frá Hofi í öræfum. Eftir hann kom Bjarni Magnússon og bjó á Hruna 1 18 ár og fluttist þaðan út í Mýrdal. En nú var ekki meira „no man’s land*‘ á Brunasandi og varð því að fá leyfi landeiganda til að reisa þar fleiri nýbýli. Annar í röðinni af land námsmönnum á Brunasandi hét Jón og var sonur Páls bónda Eiríkssonar á Seljalandi í Fljótshverfi, enda byggði hann bæ sinn í landi þeirrar jarðar, sem hún átti vestan Hverfis- fljóts eftir að hraunrennslið rak fljót ið austur á bóginn í Skaftáreldum, eins og fyrr er sagt. Þess vegna til- heyrði þetta nýja býli á Brunasandi ’Kálfafellssókn, eins og það gerir enn í dag. f sóknarlýsingu Bók- menntafélagsins eftir sr. Jón Sigurðs son á Kálfafelii, sem ekki er rituð fyrr en 1859, segir um byggðina á Brunasandi. „Þess ber að geta, að einn bær i sókninni, Hruni og ný- býlið Spilduhraun liggur fyrir utan svonefnt Hverfisfljót, samt nokkuð JLi ngjar hafa jafnan verið eftir- sóttar á Brunasandi, meðan úthey- skapur var stundaður. Voru það eink um bændur í Fljótshverfi, sem sóttu heyskap fram á Brunasand. Á flest- um bæjum í Hverfi eru útslægjur bæði litlar og lélegar, og áður en tún- rækt kom verulega til sögunnar var þar oft lítill heyskapur í grasleysisár- um, svo að horfði til vandræða, ef ekki var hægt að bæta sér það upp á einhvern hátt. Um síðustu aldamót bjó ekkja ein í Fljótshverfi, sem hafði allgott bú á mælikvarða þeirra tíma. Eitt grasleysisárið heyjaði hún þrenna átján hesta: eina af túni, aðra utan túns og þá þriðju lét hún sækja fram á Brunasand. „Og allt fór vel**, var haft eftir gömlu konunni, þegar hún minntist þessa heyfengs. xjLrið 1858 flutti búferlum að Hruna frá Þykkvabæ í Landbroti 36 ára gamall bóndi, Jónas Oddsson, son- arsonur Jóns Magnússonar, hrepp- stjóra á Kirkjubæjarklaustri. Kona hans var Þuríður Jónsdóttir frá Há- túnum í Landbroti. Þau bjuggu á Hruna í aldarfjórðung, dóu sitt hvorn daginn vorið 1883, hann 15. júní, en hún daginn eftir. Anes sonur þeirra tók við búi að föður sínum látnum. Hann var kvæntur Sigríði Jónsdóttur frá Teigingalæk, seinni maður henn- ar. Anes Jónasson dó 1916, og bjó mmm mm. :■ : : Nýbýli á Hruna. | SMÁSAGAN J Framlhald af bls. 3 • í lagi fyrir þig að standa þarna og brosa og stara með þínum stóru þorsk- augum og halda að þú hafir unnið. En þú hefur ekki gert það. Ég mun gera út af við þig! Ég mun gera út af við þig! Ég....“ íl g þagnaði og hló lágt. Gluggar voru opnaðir: „Hver er þetta? Hvaða hávaði er þetta?“ o.s.frv. Allir höfðu heyrt það, en hann sneri sér bara við og gekk áfram. „Yfirgefðu hann, Millie, áður en það er of seint“, sagði röddin. Það var þá þetta sem röddin átti við: Yfirgefa hann, áður en ég ljóstraði upp um leyndarmál hans og hefði glæp hefndarinnar á sa-mvizkunni. Gott og vel, ég skyldi_ gera það. Ég skyldi yfir- gefa hann. Ég skyldi fara beint til himna, áður en nokkurt slys yrði. Ég rétti því upp báða handleggina og reyndi að svífa upp í loftið. En jafn- skjótt hreif eitthvert afl mig, eins og sterkur gustur og feykti mér á eftir honum. Það var undarlegt að ég skyldi vera svo raunveruleg öllu þessu fólki að það áleit mig ennþá lifandi manneskju, en hann — sem hafði þó mestu ástæðuna til að óttast mig — hann virtist ekki sjá mig. Og hvert var hann að fara —■ eftir öllu hinu eyðilega Pole Street?? Hann beygði inn á Rope Street. Ég sá blátt ljósker. Þar var lögreglustöðin. „C uð minn góður“, hugsaði ég með mér. „Ég hef gert það! Guð minn góður, hann ætlar að gefa sjálfan sig fram.“ „Þú knúðir hann til þess“, sagði rödd- in. „Bjáninn þinn, hélztu að hann sæi þig ekki? Við hverju bjóstu? Hélztu að hann myndi æpa og öskra af ótta? Hélztu að John þinn væri hugleysingi? Nú hefurðu dauða hans á samvizkunni.'* „Ég gerði það ekki Ég gerði það ekki,** hrópaði ég. „Ég óskaði honum aldrei neins meins, aldrei, ekki í raun og veru. Ég vildi ekki særa hann fyrir neinn mun. Ó, John, starðu ekki svona. Það er ennþá tími.... tími!“ Og allt þetta meðan hann stóð í dyr- unum og horfði á mig, meðan lögreglu- þjónarnir komu út og stóðu umhverfis hann. Nú gat hann ekki sloppið. „Ó, _Jo'hn“, kjökraði ég, „fyrirgefðu mér. Ég ætlaði ekki að gera það. Það var afbrýðisemi, John, sem gerði það.. .... vegna þess að ég elskaði þig.“ 1 Ennþá tók lögreglan ekkert eftir honum. „Þetta er hún“, sagði einn þeirra rám- raddaður. „Gerði það með hamri .... hún gerði það .... rotaði hann. En, hamingjan góða, hvað andlitið á henni er hryllilegt, eins og .... “ „Sko höfuðið á aumingja slúlkunnL Líkast því, sem hún hafi reynt að vinna á sjálfri sér með hamrinum á eftir.“ L ögregluforinginn gekk fram. — „Allt sem þér segið verður bókað sem sannanir gegn yður“. „John“, kjökraði ég lágt og rétti fram hendurnar, því að nú loksins höfðu andlitsdrættir hans mýkzt. „Hamingjan góða“, sagði einn lög- regluþjónninn og krossaði sig: „Hún sér hann....!“ „Þeir hengja hana ekki,“ hvíslaðl annar. — „Sástu hvernig hún var á sig komin, aumingja stúlkan?“ 4 IÆSBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.