Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1960, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1960, Page 8
412 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Hér sést, þegar sovézki hershöfðinginn Boris Oblebsky kvað upp dóminn yfir bandaríska flugmanninum Francls Pow- ers. Powers sést i sakborningastúkunni lengst til hægri. Þótt hann væri ekki í bandaríska hernum, létu Rússar hann mæta fyrir herrétti, þar sem áfrýjunarréttur er ekki fyrir hendi. Dómurinn þótti óvenjulega vægwr, þegar tillit er tekið til sovézks réttarfars, þar sem áherzla er lögð á strangar refsingar, eins og tíðkaðist viða í réttarfari á miðöldum. tilkynnt er, að síðari bindin verði ekki síður merkileg. Ekki er hægt að segja, að hér sé um þurra sögu- ritun að ræða, því að flestir ka i bókarinnar eru skrifaðir á drau tískan hátt og líkjast fremur „spenn andi“ skáldsögu en sagnfræðiriti. „Bandaríkin studdu Rommel“ Sagnfræðingarnir slá því föstu, Robert Murphy: „samdi við Rommei1'. að Rommel hershöfðingi hafi feng- ið birgðasendingar frá Bandaríkj- unum, meðan hann átti í höggi við brezka herinn í Norður-Afríku. Þetta rökstyðja þeir með því að vísa til einhvers „leynisamnings“, sem franski hershöfðinginn Weyg- and eigi að hafa gert við banda- ríska diplómatinn Robert Murphy. Ekki er alveg ljóst, hver ástæðan á að hafa verið fyrir þessum stuðn- ingi við þýzka herinn, en þó tekið fram, að Bandaríkjamenn hafi gert sér vonir um að fá einhvers konar efnahagsleg forréttindi í Norður- Afríku og hinum óhernumda hluta Frakklands að launum fyrir birgða sendingarnar. „Loftárásirnar á England voru Iátalæti" Þetta dularfulla samsæri íTakka, Þjóðverja og Bandaríkjamanna gegn Bretum er aðeins ein af mörg um merkum uppgötunum, sem hin- ir sovézku vísindamenn virðast hafa gert. En Bretar voru litlu betri, ef marka má þær upplýsing- ar, að þeir hafi verið þátttakendur í skuggalegu samsæri ásamt Þjóð- verjum gegn Sovétríkjunum. Sagn fræðingarnir staðhæfa, að loft- árásirnar á Lundúni og aðra staði í Bretlandi árið 1940, hafi verið upp gerð ein og látalæti tóm af hálfu Þjóðverja, enda gerðar með sam- þykki brezkra stjórnvalda! Þær hafi verið svívirðilegur leikaraskap ur og yfirskin og ætlað það hlut- verk eitt að draga athyglina frá undirbúningi Þjóðverja á fyrirhug- aðri innrás í Sovétríkin. Þýzkir hershöfðingjar eru sagðir hafa við- urkennt þetta skv. frásögn bókar- innar. Þá á Winston Churchill að hafa sagt, að barátta Þjóðverja gegn Englendingum eftir uppgjöf Frakka hafi verið „nauðsynlegur og þægilegur yfirskinshernaður til þess að dylja væntanlega her- ferð til Rússlands“. Þá á Churchill að hafa gert djöfullega áætlun um að koma á hryliilegri hungursneyð í Sovétríkjunum. f t

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.