Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1960, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1960, Blaðsíða 1
28. tbl. JlkiíPijiraM&foá m& Sunnudagur 28. ágúst 1960 bób XXXV árg. Birgir Kjaran: ,,Blí5ur er árblær“ Ferðapistlar af i. ÞAÐ er kominn miður sólmánuður, og sem fyrr er flandrað um Snæ- fellsnes. — Þegar við erum að leggja upp árla laugardagsmorg- uns, kallar til mín góðkunningi minn, loftskeytamaður í veður- stofunni, um leið og hann gengur hjá: „Þið getið nú tekið við góða veðrinu, sem maður var að búa til í nótt. — Spáin er áframhaldandi blíðviðri“. — Það reyndist orð að sönnu. Breiðaíjarðarsólarlagið í kvöld er unduríurðulegt og ólýsan- legt. Við höfum tins og oftar tjald- að undir Drápuhlíðarfjalli, og þá kvöldfegurð, sem þaðan getur að líta, brestur mig orðkynngi til að bregða upp réttri mynd af. Slík augnablik verða að upplifast. Kvöldkyrrðin er að færast yfir. Tjöldin eru eigmlega sofnuð, án þess að við séum komin í þau, því að hver getur shtið sig frá slíku augnayndi? Senn sígur sól í mar. Snæfellsnesi og á eftir fylgir hlý og mild júlí- llÓtt. 2. Sólin er komin á tjaldið og fugl- amir byrjaðir morguntónleikana. Það er ólík tilfmning að vakna í tjaldi og undir húsþaki. í íbúðar- húsum liggja menn milli svefns og vöku hlustandi á eigin andardrátt og tif vekjaraklukkunnar og skynja ekki einu sinni veðrið úti fyrir, þótt gluggi sé opinn. í tjaldi losa menn svefn við nið lækjarins og söng smáfuglanna og lykta bók- staflega veðrið. Maður finnur það strax og maður dregur djúpt að sér andann, hvort það rignir, frystir eða morgunsólin yljar loft- ið. — Ef gægzt er út fyrir tjaldskör- Uelgafell. Teikning eftir Collingwood.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.