Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1960, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1960, Blaðsíða 4
408 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Kirkjufell og Stóð í Grundarfirði, teikning eftir W. G. Collingwood úr bók hans „A Pilgrimage to the Saga-Steads of Iceland“ (Pilagrímsför til sögu. staða á Islandi). „Hvort á nú heldur að halda í hamarinn svartan inn, ellegar út bet ir — til þín, Eggert, kunningi minn?“ Þetta var annars ósköp ósöguleg fjallganga. Fjallið er ekki hátt. Þótt bratt sé nokkuð og lausgrýtt, eins og gengur og gerist í líparít- fjöllum og því ekki alls kostar auð- velt að fóta sig í einni og einni skriðu, er gangan erfiðleikalítil fyrir hvem sem er, ef að engu er farið óðslega. Fjallið er að mestu ógróið, ein urð, tröllaukin grjót- hrúga, en þó fjölbreytilegt með ólíkindum, svo margvíslegir eru steinarnir að lit, lögun, stærð og tegund. Sums staðar eru heilar skriður af þunnum flögum, nánast eins og þakheilur. á öðrum slóð- um eru allir steinar teningslaga. Og svo allt litskrúðið. Líparítið í Baulu er margiirt og inni í Land- mannalaugum eru til rauð, blá og fjólublá fjöll, en jafn mikið lit- skraut steina í einu fjalli held ég að hvergi geti að líta og 1 Drápu- hlíðarfjalli. Svo eru tegimdir berg- steina miklu fleiri hér en víðast annars staðar i nparítfjöllum. En það sjáum við betur, þegar ofar dregur. Gróður er sáralítill, helzt eru það geldingahnappar, sem á stangli skjóta kolli fram úr grjótruðningn- um. Fuglalíf er heldur ekkert. Það eitt minnir á fuglalíf, að stór hrafnsfjöður liggur á einni rauðri líparítklöpp, og á annarri sjáum við trítlandi lóu, aleina, og hvað hún er að gera hér, get ég ekki ímyndað mér. Við erum komnir upp í skálina. Það eru sannkailaðir grjótheimar. Ekki stingandi strá, eintómt grjót, ótrúleg litadýrð samt, og steinfag- urt með fádæmum. Steinninn hef- ur nefnilega sína sérstöku fegurð- artöfra, alveg eins og fuglinn, blómið, brimaldan, hvítar maríu- tásur á bláum himni eða regnbog- inn í úða fossins. Og fegurð steins- ins er varanlegri en flest annað. Þarna uppi í brúninni er surtar- brandur, neðar e: grænt leirlag, og þar eiga að vera steingerðir trjá- bútar. Hrun úr þessum lögum fell- ur stundum í skálina, þótt við sé- um ekki svo lánsamir að finna þess neinar meniar í þetta skipti. Á hinn bóginn tínum við þama marga fallega jaspishnullunga, sér- lega hef ég gaman af ýmsum gul- um og brúnum pfbrigðum, sem ég hef ekki fundið annars staðar, og einnig fallegar sambreyskjur. Hærra er haldið, og nú gefa menn sér tíma til þess að líta í kringum sig og horfa yfir þann hinn breiða flóann svo langt sem augað eygir. Við sjáum allt vestur í Grundarfjörð. Þar blasir við hið hnarreista og séT-kennilega Kirkju- fell. Neðar er 6 ] arnarhafnarfj allið mjúklega formað. Með allri strand- lengjunni gjálfra bláar, hvítfextar öldur, eða eins og Stefán frá Hvítadal lýsti þvi: : „Ymur sama alda blá upp við fjörusand". Þá taka við eyjaklasar hver af öðrum. Mig brestur kunnugleika til að nefna eyjarnar nafni, þótt sumar kannist ég g hafi stigið fæti á stöku þeirr- r eru margar náttúrufagrar og aðrar sögufrægar. Þarna vann Sturla Þórðarson að skrifum sínum, þarna bjuggu Stephensenar. Á þessum eyjum var öldum saman menning og matur. Nú fer þeim óðum fækk- andi, sem eru í byggð. Þær eru þó enn jafnmikil pryði héraðsins og á þeim dögum, er Þórólfur Mostrar- skegg leit þær fyrst augum, og sannarlega á lýsing Sigurðar Breiðfjörðs á beim vel við í dag: „eyjar synda, sofa, standa silfurdýnum Ránar á“. Beint framundan er svo fjallið helga, sem Þóróltur Mostraskegg og niðjar hans dóu í. Fjallið, sem menn gengu á, þegar mikið lá við, og réðu ráðum sínum. „Var það trú þeirra, að eigi mundu þau

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.