Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1960, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1960, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 253 Jarðskjálftasvæðið. að skógarbirnir hefði ráðist á tjöldin, því að það var eins og þau ætluðu að sviftast sundur og brotna niður. Bennett-hjónin vöknuðu við það, að bíllinn kippt- ist hastarlega til, og voru þau að furða sig á hvað þetta gæti verið, en kom ekki til hugar að nein hætta gæti verið á ferðum. Þá heyrðu þau drynjandi þrumu og varð ekki um sel. Þau stukku út úr bílnum tiL þess að vitja um börnin. í sama bili skall á loft- þrýstingurinn frá skriðuhlaupinu. Konan mundi það seinast að hún sá að maður hennar tókst á loft; hann náði taki á litlu tré og sveifl- aðist um það, en missti svo taks- ins. Eftir það sá hún hann ekki lif- andi. Hún sá eitt barnið fjúka fram hjá sér, og svo sá hún bíl fara í loftköstum. Meira vissi hún ekki, því að þá missti hún með- vitund. Um morguninn, þegar leitarmenn komu á staðinn, heyrðu þeir hljóð í henni og 16 ára gömlum syni hennar. Þau fundust í jaðri skriðunnar, á árbotninum, sem nú var þur. Pilturinn var fót- brotinn, en konan var ekki stór- slösuð. Litlu seinna fundust sund- urtætt lík Bennetts og þriggja barnanna. Sjö fjölskyldur höfðu orðið und- ir skriðunni. Níu lík fundust, en nítján hafa ekki fundizt og munu þau vera undir fargi hinnar miklu skriðu. Fyrir ofan skriðuna tók þegar að myndast stöðuvatn, og fekk það nafnið Jarðskjálftavatn. Það dýpk- aði óðum og voru menn hræddir um að það mundi sprengja stífl- una og koma beljandi niður dal- inn. Árið 1925 hafði skriða fallið sunnar í fjöllunum, hjá Jackson Hole, og stíflað Gros Ventre-ána. Menn skeyttu þá ekkert um það, og létu náttúruna fara sínu fram. Tveimur árum seinna sprakk stífl- an skyndilega og flóðbylgjan sóp- aði burtu þorpinu Kelly í Wyom- ing og drukknuðu þar sex menn. Hér var flóðhættan miklu meiri, því verið gat að stíflugarður Heb- gen-vatns mundi bresta, þar sem stórar sprungur höfðu komið í hann í jarðskjálftanum. Það var því fljótt byrjað á því að brjóta skarð í stífluna hjá Rock Creek og var unnið að því nótt og dag í tvo mánuði með hinum stór- virkustu vélum. Þá hafði verið gerð 50 feta djúp rás í gegnum skriðugarðinn, og þar fekk Jarð- skjálftavatnið framrás. — 'k — Jarðskjálftinn átti upptök sín á milli Hebgen-vatns og Yellow- stone-þjóðgarðsins, 10—15 km undir yfirborði jarðar. En nú eru ekki nema um 30 km milli vatns- ins og þjóðgarðsins, og varð jarð- Girðingin, sem var öll í hlykkjum eftir jarðskjálftann. skjálftinn því einnig afar harður þar. Þar gekk jörðin í bylgjum. Allir heitu hverirnir þar trylltust og gusu óskaplega, jafnvel hverir, sem ekki hafa bært á sér árum saman. Þar komu einnig upp nýir goshverir. Sumir gusu látlaust, ea

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.