Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1960, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1960, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGlíNBLAÐSINS 247 á Reykjanesi. Var það á árunum 1926—’28. Bar hann að mestu grjótið í veginn. Ólafur er sagður hafa verið mikill atorkumaður. Veginn lagði hann til þess að kom- ast með hestvagn til Grindavíkur og auðvelda sér þannig aðdrætt- ina. Það mun hafa verið haustið 1928, sem fyrsti bíllinn fór út 1 Mölvík. Lengra komst hann ekki. „Vitasjóður lagði svo eitthvað í veginn á hverju hausti, en þetta var svo lítið ,að það var svona viku tíma á ári, sem unnið var fyrir tillag hans“, bætir Staðar- bóndinn við. Áður en við stígum upp í bílinn, bendir Manni okkur út á Staðar- bótina og segir: „Það er góð lega hér og sæmileg lending, bryggjan er bara léleg. Það fór aldrei bátur upp á legunni hérna. Þetta var konungslega áður. Það voru víst einir sjö bátar hér, þar til þeir opnuðu Hópið, Grindavíkurhópið. Það var minnir mig 1942.“ Og hann heldur áfram: „Það var þarna út á Staðarsundið, sem sagt er, að séra Oddur hafi farið með menn til þess að kenna þeim björg- unartilraunir, kenna þeim að synda og nota bárufleyginn sem hann fann upp. Hann var merki- legur maður, séra Oddur. Hann fermdi pabba hérna á Stað. Það eru til margar sögur og sagnir af honum. Hún heitir Silfra gjáin, sem þú varst að spyrja um og ál- Skúli fógrti í brimgarðinum. arnir eru núna í. í hana missti hann tösku með 60 spesíum. Hann var að sækja konuarfinn. Hún er þar enn taskan, segja þeir.“ Þess- ari síðustu athugasemd Staðar- bóndans fylgir hlátur, sem sóttur er hreint niður á neðstu tasíu og endar beinlínis eins og veltandi öldurót við ströndina, og samein- ast sínum uppruna, brimhljóðinu, sem berst að frá Staðarberginu. Lagt er í torleiðið á tveggja drifa bíl, og við höldum áfram að spyrja um veginn, hvort nokkurn tíma hlaði snjó á hann að ráði. Ekki er það talið vera og oftast hægt að komast hann. þótt fenni. Það er á tveim stöðum, sem hætt- ast er við snjóþyngslum. „Það er hérna austur undir Stað í gjá,“ segir Manni, „en þar mætti breyta veginum, leggja hann uppi á barð- inu í stað þess að fara ofan í gjána, og svo er það Lynghólahraunið sem er farartálmi. en það ætti ekki að vera mikið að ryðja það með þessum stórvirku tækjum. Þetta er ekki nema örstuttur spotti,“ bætir hann við. Framundan er nú óbyggð eyði- mörk, allt út að vita. Þetta er ábyggilega ein mesta grjótkista landsins. Við rétt sníglumst áfram. Umhverfis er bara hraun og hraun og aftur hraun. Ekkert lífsmark, enginn fugl, enginn hrafn og ekki einu sinni tófa. En jafnvel í þess- ari auðn ríkir máttur vanans, því að hinn ág^pti bílstjóri kveikir á stefnuljósi, þegar hann skrönglast fyrir hraunbeygjurnar. Eina kennimerkið eftir nokkuð kvikt eru spor í snjónum í vegarhvörf- unum, en þau spor eru bara eftir Manna og hundana hans, aðrir eiga hér ekki leið um. Og þó er það eitthvað kvikt í hraunjaðrin- um framundan, sem dregið hefur að sér vökula athygli fjárbóndans. Það eru tveir hvitir hnoðrar. sem reynast' vera tvær sauðkindur þegar við nálgumst. Það hýrnar nú heldur yfir þeim frá Stað, veð- urbitna andlitið leysist allt upp í eitt breitt bros, bláu íjörlegu aug- un kransast óteljandi hláturhrukk- um, varirnar lyftast frá eins og leiktjöld og skila fram úr ásjón- inni þessum líka stóru og sterk- Olíuskipið „Clam“ strandað á ReykjanesL

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.