Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1958, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1958, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 223 Stoðin fellur. góð, en samt leizt bæarstjórn ekki á að ráðast þar í bakstur í stórum stíl. í þess stað var Borkenhagen gasstöðvarstjóra falið að rannsaka hvort hægt mundi að nota hitann í gasstöðinni til þess að baka við. Það reyndist framkvæmanlegt. Vorið 1918 var svo gerð tilraun að setja brauðofn ofan á gasgerðarofn, að sást þá að þarna var ónotaður hitagjafi. Var svo sett upp brauð- gerðarhús þarna með tveimur ofn- um. Störfuðu þ?r 4 bakarar og gátu bakað 600 hálf rúgbrauð á dag. Þótti það sæmilegt og helzt þessi bökun við fram yfir stríðslok. Rafmagnið kemur Rafmagnið kom. Árið 1921 var komin upp stöð hjá Elliðaánum. Um leið og hún tók til starfa fengu 870 hús í bænum rafmagn. Stöðin varð brátt allt of lítil, en engum kom þá til hugar að stækka gas- stöðina né reisa nýa gasstöð vegna stækkunar bæarins. Rafmagnið hafði sigrað 1 samkeppninni þegar í fyrstu lotu. Stöðin hjá Elliðaán- um var stækkuð eins og vatnsmagn leyfði, og þegar það hrökk ekki, var horfið að því að virkja Ljósa- foss í Sogi. Rafmagriið útrýmdi gasinu alls staðar sem ljósgjafa, á götunum, í verslunum, samkomu- húsum og á heimilunum. Og nú tók iðnaðurinn í bænum að aukast, þeg -ar orkan var fengin. Allmargir notuðu gas til suðu enn, þótti það ódýrara. En það mun varla hafa komið fyrir að gasæðar væri lagð- ar í ný hús. Og svo rak að því að gasstöðin var óþörf, og nú er verið að rífa hana. En þar sem hún stóð á að rísa upp slökkvistöð Reykja- víkur. o—O—o Fyrir mörgum árum rann lækur niður dalinn, þar sem nú er kölluð Norðurmýri. Fell hann til sjávar um það bil er nú mætast Skúlagata og Borgartún. Þessi lækur mun upphaflega hafa heitið Reyðará (kennd við silung) en það afbakað- ist í Rauðará og svo hét býlið, sem stóð þar norðarlega að austan-_ verðu. Réði lækurinn landamerkj- um þess býlis og Reykjavíkur. Vestan við ána var um aldamót- in stórt og slétt tún, sem var kallað Elsumýri og náði frá sjó upp að Laugavegi. Neðra hlutann af þessu túni, eða frá sjó að fyrirhugaðri Hverfisgötu, fekk Klæðaverk- smiðjan Iðunn þegar hún var stofn- uð 1903. Þótti það höfuðkostur við þennan stað þá, að lækurinn rann þarna rétt hjá svo auðvelt var að ná í vatn til kælingar. Og svo var þarna svo vítt og mikið athafna- svæði, að verksmiðjan átti auð- veldlega að geta fært út kvíarnar ef vel gengi. Klæðaverksmiðjan var svo reist, en hún brann á frídegi verslunar- manna (2. ág.) 1906. Eftir það bar félagið ekki sitt barr, og þess vegna tókst að ná austurhluta lóðarinn- ar undir gasstöðina. Gasstöðin þótti einkennileg á sín- um tíma. Hún var ólík öllum öðr- um húsum í bænum, með stóran geymi að baki, hinn fyrsta sem sást hér á landi. Og svo var hún umgirt mjög hárri járngirðingu, sem ekki átti heldur sinn líka í oænum. Hús stöðvarstjórans var talið eitthvert snotrasta húsið í bænum. Stöðin stóð þarna ein sér fyrstu árin og bar mikið á henni. Hún var fyrsta mannvirkið er heilsaði hverjum gesti, sem kom til Reykja- víkur landleiðina, og setti sinn svip á bæinn. Má því vera að ýmsu'm þyki sjónarsviptir að því er hún hverfur nú. Á. Ó. *___—*

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.