Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.1956, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.1956, Page 2
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Dómkirkjan í Hróarskcldu. 40« og er in hæsta þeirra 57 metra yíir sjávarmál, aðeins hærri en Skóla- vörðuholtið. Þarna setti Haraldur konungur blátönn konungsgarð á 10. ö!d. Haraldur kemur við sögu íslands á einkennilegan hátt. A stjórnarárum hans braut ís- lenzkt kaupfar við Danmörk, en bryti konungs tók upp fé allt og kallaði vogrek. Þessu reiddust ís- lendingar svo, að það var í lög tekið að yrkja skyldi um Danakonung mðvísu fyrir nef hvert er á var landinu. Hefir aðeins geymst ein af vísum þessum. En Haraldur kon- ungur varð þessu svo reiður að hann ætlaði að fara með herskipa- flota til íslands og hefna níðsins. Sendi hann þó fyrst fjölkunnugan mann þangað til njósna. „Sá fór í hvalslíki. En er hann kom til lands- íns, þá fór hann vestur fyrir norðan landið. Hann sá að fjöll öll og hólar voru fullir af landvættum, sumt stórt en sumt smátt. En er hann tom fyrir Vopnafjörð, þá fór hann Inn í fjörðinn og ætlaði á land að ganga. Þá fór ofan úr dalnum dreki mikill og fylgdu honum margir ormar, pöddur og eðlur, og blésu eitri á hann. En hann lagðist í brott og vestur fyrir landið allt fyrir Eyafjörð. Fór hann inn eftir þeim firði. Þar fór í mót honum fugl svo mikill að vængirnir tóku út fjöllin beggja vegna, og fjöldi annara fugla, bæði stórir og smáir. Braut fór hann þaðan og vestur um landið og svo suður á Breiðafjörð og stefndi þar inn á fjörð. Þar fór móti honum griðungur mikill og óð á sæinn út og tók að gella ógur- lega; fjöldi landvætta fylgdi hon- um. Brott fór hann þaðan og suð- ur um Reykjanes og vildi ganga upp á Vikarsskeiði. Þar kom á móti honum bergrisi og hafði járnstaf í hendi og bar hö'fuðið hærra en fjöllin, og margir aðrir jötnar með honum. Þaðan fór hann austur með endiöngu landi —■ „var þá ekki segir hann, nema sandar og öræfi og brim mikið fyrir utan, en haf svo mikið milli landanna, segir hann, að ekki er þar fært lang- skipum“. Hætti Haraldur konung- ur þá við herferðina. Um þetta kvað Fornólfur: Haraldur á heiðnum gandi hingað sendi galdraþrjót, komst hann hvergi af legi að landi, landvættirnar tóku mót, vörðu honum veginn traustan vestan, sunnan, norðan, austan, fyrir söndum sjávarrót: Af þessum atburðum er það, að landvættirnar eru nú í skjaldar- merki íslands. En sagan um hefnd íslendinga, að kveða níðvísu um kónginn á nef hvert, er einstök í sinn röð. Níðið var ið bitrasta vopn, sem til var. „Bitið hefir níðið ríkari menn en svo sem þú ert Ein- ar, sem var Hákon jarl, og mun það munað meðan Norðurlönd eru byggð“, sagði Haraldur konungur Sigurðsson. Kveðlingarnir urðu í höndum íslendinga hvassir sem byssustingir, eins og eitt skáldið kvað, og svo hefir farið fram á þennan dag. Hróarskelda var konungssetur fram á 14. öld og því höfuðborg landsins. En þá fara konungar að verða þar lausari við, og jafnframt tekur borginni að hraka. Og á 15. öld er Kaupmannahöfn orðin kon- ungssetur, og um siðaskiptin flutt- ist biskupssetrið frá Hróarskeldu þangað. Þá var fornri frægð lokið. — Hjá borginni eru margar upp- sprettur og er in stærsta nú nefnd Maglekilde og telja menn að við hana sé borgin kennd. En þótt lokið sé fornri frægð Hróarskeldu, hefir hún öðlast nýa frægð vegna dómkirkju sinnar, þar sem konungar Dana eru leiddir. —k— Talið er að Haraldur konungur blátönn hafi reist kirkju þarna um 960. Var hún úr timbri og stóð ekki nema eina öld. Þá lét Vilhjálmur Hróarskeldubiskup gera þar aðra kirkju úr höggnum steini á dögum Knúls ríka. Sú kirkja var fullger 1080, en hún stóð heldur ekki lengi. Er svo talið að Absalon biskup hafi hafið smíði núverandi dómkirkju árið 1170. Hún er úr rnúrsteini og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.