Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.1956, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.1956, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 409 Dalverpið upp af Hróarskeldufirði. furðusterkur". Sést á þessu að snemma hafa Danir verið bjór- menn miklir, og það eru þeir enn. En ker þetta varð að miklu óhappi. Fjölnir Svíakonungur sat veizlu að Hleiðru, en gekk um nótt svefnær og dauðadrukkinn í mjaðarkerið og drukknaði þar. Seinna varð Hrólfur kraki kon- ungur að Hleiðru. Hann tók kon- ungdóm 8 ára gamall, þegar faðir hans féll. Hann varð inn mesti kon- ungur og hetja og safnaði um sig xnum frægustu köppum. Hann víg- girti Hleiðru, svo að hún varð mikil borg og sterk og „þar var meiri rausn og hoffragt en nokkurs stað- ar og í öllu því, sem til stórlætis kom eða nokkur haíði spurn af.“ Hann átti sverð það er Sköfnung- ir hét, „er allra sverða hefir verið bezt á Norðurlöndum". Sverðinu fylgdi sú náttúra, að eigi mátti sól skína á efra hjaltið og eigi mátti bera það nema til vígs. Skyldi draga það úr slíðrum svo að eigi /æri aðrir hjá, rétta fram brand- inn og blása á. Skreið þá yrmling- ur undan hjaltinu og skyldi þá halla sverðinu og gera honum sem auðveidast að skríða undir hjaltið aftur. Eigi mátti bregða sverðinu svo konur væri hjá. En ef brugðið var, varð það eigi slíðrað nema í blóði. Sár þau, er það veitti, urðu ekki grædd nema með lyfsteini þeim, er því fylgdi. Hrólfur konungur féll hjá Hleiðru í Skuldarbardaga og allir kappar hans. Voru þeir heygðir þar og vopn þeirra lögð hjá þeim. En sverðið góða, Sköfnungur, komst til ísiands. Bóndasonur úr Mið- firði hafði það út hingað. Hann hét Skeggi og var jafnan kallaður Mið- fjarðar-Skeggi. Meðan hann var ungur fór hann eitt sinn í hernað í Austurveg. Á leiðinni þaðan kom hann við Sjáland og fór þá til Hleiðru, braust í haug Hrólfs kraka og tók þar úr Sköfnung „og öxina er Hjalti hafði átt, en hann náði eigi Laufa af Böðvari bjarka“. Síðan bar Skeggi Sköfnung og hafði mikið dálæti á honum. Þó léði hann Kormáki sverðið, er hann fór til einvígis við Bersa, en sagði honum áður allt um náttúru þess. Kormákur taldi slíkt kerlingabæk- ur einar og fór ekki eftir því, sem honum var sagt. Varð það honum sjálfum til ógæfu, og um leið var brugðið heill sverðsins. Að Skeggja látnum fékk Eiöur sonur hans sverðið. Léði hann það Þorkeli Eyólfssyni, manni Guðrún- ar Ósvífursdóttur, er hann vildi drepa Grím skógarmann, er verið hafði að vígi Eiðssona. Skilaði Þor- kell ekki sverðinu aftur. Þegar hann drukknaði á Hvammsfirði, hafði hann Sköfnung með sér. Var sverðið geymt í stokki og fest við innviðu ferjunnar, og rak síðan á land í ey þeirri er síðan var kölluð Sköinungsey. Lengra verður saga Sköfnungs eigi' rakin. Við ókum upp til Hleiðru. Horf- inn er nú inn mikli húsabær Fróða og in víggirta borg Hrólfs kraka. Þar er nú aðeins lítið þorp, serr. nefnist Lejre eða Gammel Lejr. En þorp þetta er merkilegt og gam- an að koma þar. Húsin eru flest gömul, veggjalág og með háum stráþökum, eins og húsin, sem eru á Frilandsmuseum. Varð mér nú fyrst ljóst hvað slíkar byggingar fara vel við landslagið. Þær hæfa því að sínu leyti eins og gömlu ís- lenzku bæirnir hæfðu íslenzku landslagi. Er það tilviljun ein, að gömlu byggingarnar fara alls stað- ar betur við svip landanna, heldur en nýtízku húsin? Eða voru for- feðurnir oss snjallari og höfðu næmari tilfinningu fyrir því hvaða húsagerð færi bezt á hverjum stað og félli bezt við svip landsins? í Hleiðru er nú fátt um fornar minjar, aðeins óverulegur vottur steindysja inn á milli bæanna. Eng- inn veit lengur hvar haugur Hrólfs kraka og kappa hans hefir verið. Grafið hefir verið þarna á ýmsum stöðum og hafa menn rekizt á mikla öskuhauga, en ekki er mér kunnugt hvort nokkuð hefir fund- izt þar af merkum gripum. Nú er konungsborgin þar sem Skjöld- ungaætt settist fyrst að völdum, orðin að friðsælu þorpi, þar sem laufmikil tré varpa skuggum á l

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.