Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.1956, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.1956, Blaðsíða 14
418 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS út að götunni. Mitt herbergi var beint upp af því á þriðju hæð. Ekki vil ég segja að daglega hafi verið farið um húsið, en þó mjög iðulega, til þess að opna glugga, loka þeim, og yfir höfuð til eftir- iits. Eitt kvöld er ég kom heim, segir Mr. Hacking mér frá því, að hann hafi þá um daginn farið upp í slík- um erindagjörðum, og þegar hann kom upp úr stiganum á þriðju hæð og sneri sér í áttina að glugganum, sér hann að við dyrnar á mínu her- bc-rgi, sem þá voru ekki nema nokkur fótmál frá honum, stendur stúlka, í hærra lagi að vexti og Ijómandi falleg. Þarna var svo bjart að hvergi bar skugga á. Vit- anlega skildi hann á augabragði að ekki gat verið um líkamlega veru að ræða, því með engu móti gat nokkur komist inn í húsið, en ekki stóð honum minnsti beygur af sýn- inni. Stanzaði hann og horfði á stúlkuna og virti hana sem ná- kvæmast fyrir sér. Lýsing hans á henni, vexti, andlitsfalli, hári og | búningi, var svo ítarleg sem mest mátti verða, og vel mundi hann þá hafa getað dregið upp mynd af henni, því hann var snildarlega drátthagur maður. Systir hans, sem ég kynntist einnig, þó að hún ætti heima í Oxford, varð nafntoguð fyrir myndaflokk er hún gerði af mannsauganu undir handleiðslu augnlæknis eins. Sýnir þetta lista- gáfu í ættinni. Mr. Hacking dró upp með penna ákaflega góðar myndir .if mönnum og var eldfljótur að því, en líka kostulegar skopmyndir þegar honum bauð svo við að horfa, og lét þá stundum fylgja gamansamar vísur. Mætti máske geta þess hér að hann var írskur í móðurætt og þaðan taldi hann sig hafa kímnina. Lýsing hans á stúlk- unni við herbergisdyrnar er nú að vonum fallin mér úr minni eftir nær fjörutíu ár (þetta mun hafa gerzt seint í febrúar eða snemma í marz 1917). Þess minnist ég þó, að stúlkan var í silkikjól, en ógerla man ég hvort hann var grænn eða blár, minnir þó helzt að hann væri ljósblár. Aldrei heyrði ég annars neinn minnast á reimleika í húsi þessu (húsinu sem mér þykir vænst um í London). En þó að svipurinn stæði við herbergisdyr mínar, tel ég það alveg fráleitt, að milli mín og þessarar dularveru hafi verið nokkurt samband. Ég hafði aldrei þekkt þá konu, er lýsing Mr. Hack- ings gæti átt við, og aldrei hafði nokkur kona heimsótt mig þarna. Tjáir því ekki að leita þar í lang- sóttrar skýringar. Hitt þykir mér sennilegt, að eitthvert band hafi tengt þessa stúlku við húsið — máske á löngu liðnum tíma. Fjarri fór því, að það raskaði nokkuð næturró minni að svipurinn hafði sést við herbergisdyr mínar, enda sannfæring mín, að þarna væri um góða veru að ræða. Þegar Mr. Hacking hafði í nokk- ur andartök horft rólega á stúlk- una og virt hana fyrir sér, hjaðn- aði svipurinn skyndilega og hvarf („faded away“, svo að höfð séu hans eigin orð). Mr. Hacking var upp alinn í Ox- ford, þar sem faðir hans var for- stöðumaður (rektor) guðfræðinga- skóla (Manchester College minnir mig að skólinn nefndist, 'en þó er ég ekki lengur viss um nafnið). En Hacking hinn yngri tók meistara- gráðu við Exeter College og síðar próf í lögum. Ekki gerðist hann þó málflutningsmaður, heldur sökkti sér niður í sögu, bókmenntir og tungumál. Latína og gríska voru honum að sjálfsögðu kenndar allt frá barnæsku, svo að báðar þessar tungur ritaði hann. Bauð hann mér, einmitt um þessar mundir, að kenna mér latínu (vitaskuld ókeyp is) ef ég vildi fara að ráðum hans og lesa til meistaraprófs í Lond- on.*) Er hér ekki vettvangur til að skýra frá því, hvers vegna ég tók ekki þessu boði, né heldur sams konar boði frá öðrum miklum lær- ■ dómsmanni, samverkamanni mín- *) Naumast getur nokkur vafi leikið á því, hver sú ræða sé, sem frægust hefir verið flutt á íslandi. Fyrir réttum hundrað árum, í júnímánuði 1856, kom hingað Dufferin iávarður, sá er síðar reyndist íslenzkum innflytjendum í Kanada (þar sem hann var þá lands- stjóri) svo eftirminnilega vel í þeirra miklu mannraunum. Hann stóð þá rétt á þrííugu er hann kom hingað (f. 1826, d. 1902), var eitt hið mesta glæsimenni, stórauðugur, fluggáfaður og átti fram undan sér mikla frægðarbraut. Frede- rik C. Trampe greifi var þá stift- amtmaður hér og hafði hann inni boð mikið í síðustu viku júnímánaðar hin- um ágæta gesti til heiðurs og bauð til öllu stórmenni bæjarins. Voru þar miklar drykkjur og mikil ræðuhöld. Þau urðu að mestu leyti að fara fram á latínu, því að þá höfðu hér fáir vald á enskri tungu; máske enginn til hlítar nema dómkirkjupresturinn, sira Ólafur Pálsson, sem var afburða-enskumaður, og raunar afburðamaður um margt, þó að nú sé ómakleg þögn um minningu hans. Hann þýddi fyrstur, svo að vitað sé, íslenzkar þjóðsögur á ensku. Trampe mælti fyrir minni Victoríu drottningar á frönsku, en Dufferin svaraði á sömu tungu. Hann segir að biskupinn, Helgi Thordersen, hafi tvisvar mælt fyrir minni sínu, og kall- ar síðari ræðuna „a magnifieent Latin oration", en Helgi flutti svo vel og skörulega að um það átti hann ekki sinn jafnoka. Varð þá Dufferin að svara, og prentar hann ræðu sína i hrognalatínu. Eiga vafalaust margai kynslóðir enn eftir að fara veg allrar veraldar áður en menn hætti að skemmta sér við hana. Tvo lærdóms- menn hefi ég fyrir hitt, sem kunnu hana utanbókar og var Mr. Hacking annar þeirra. Hinn var írskur pró- fessor. Hann gaf mér forláta-fagurt eintak af fyrstu útgáfu bókar Duff- erin’s: Letters from High Latitudes. Þykir mér vænlegast að það eintak eigi ekki sinn líka hér á landi. Dufíer- in var írskur í móðurætt, kominn af R. B. Sheridan (1751—1816), og er sú ætt mjög fræg _

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.