Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1955, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1955, Blaðsíða 16
612 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Þóra Jónsdóttir frá Kirkjubœ Minning frá morgun kynnum magna úr djúpi þagnar, þegar á þúsund vegu þráin til leiðar gáir. Vorið með vild í spori, veitult til hiartans leitar. Glóði í geisla-flóði „Gleym mér ei“ öllum megin. ---------------★----- Fagur nú dvínar dagur, draumur á stundir naumar. Inni rökkvast og rnnnar, rósir blikna og f-'ósa. Öll virðist ÁlfahöIIin urðuð í sólar-þurðu. Vá er í veðra stjái, vælir þar norðan kæla. Svalur er Sökkvadalur, sveipvindar meiðum steypa. Ekki Ijær eirð um bekki öfug heill grimm og kröful. Fláttskapur allra átta, aldarfars þylur galdm-. UglUr, sem yndi rugla, emja og vængjum lemja. Hnitar við hörpuslitur, hugur er lítils dugar. Kvöldsins við óra-öldur, ymja strengir og glymja. Snilldin ófús til fylgdar, falin í Gleinnis dvala. Tiginnar vizku vígi velta, cf andinn sveltur. ----★----- Gránar og glúpnar bráin, geigar ljóðvængur fleygur. Gömlum gengnum í hömlu, göróttust veig er kjörin. Hvörlast ei, fet þó förlist förin að yztu skörum. Hlé finnst í huldu véum, hægir storma og lægir. LOSSERINN Lefolii eldri kaupmaður á Eyrar- bakka bjó í Kaupmannahöfn, en kom RÝKUR ÞAR! Þess er oft getið þar sem sagt er frá niiklum jarðskjálftum á Suðurlandi, að þá hafi jafnframt orðið stórbreytingar á hverasvæðinu i Hvera- gerði, gamlir og stórir hverir hafi horfið en aðrir komið upp á allt öðrum stað. Svo var um stóra hverinn Geysi, sem kom upp rétt við þjóðveginn austur og svo nærri honum, að menn áttu á hættu að fá sjóðandi vatnið úr honum yfir sig. Þessi hver hvarf í jarðskjálfta 1597. Miklar byltingar urðu þarna í jarð- skjálftunum miklu 1896. Þá komu þar upp fjölda margir smáhverir og vellandi augu og ennfremur mikill hver, sem öskraði svo ógurlega, að heyrðist langar leiðir. Jarðhræringar eru þarna tíðar og eru hverir enn að breytast. koma upp og hverfa. Af þjóðveginum liggur braut niður í þorpið Hveragerði. Ilún er orðin margtroðin af bílum og hörð. En í sumar fór allt í einu að rjúka upp úr henni miðri, eins og sjá má hér á myndinni. Þar var jarðhiti að fá sér nýa framrás, og er það víst eini staðurinn á landinu, þar sem hver er undir miðri götu í þorpi. (Ljósm. Gunnar Rúnar). á sumrin og sat á Eyrarbakka um kauptiðina. Sjaldan var hann nefndur annað en „Reiðarinn" eða „Losserinn“, og á hann litið sem nokkurs konar hálfguð, bæði af verslunarfólkinu og minni háttar viðskiftamönnum. Höfðu víst fæstir þeirra mikið saman við hann að sælda. Einstöku gerðust þó svo djarfir að heilsa honum, og gekk það oftast sæmilega vel, en á stundum lenti það í klúðri. Eins og þegar gamall sæmdarkarl réðist í að heilsa „Losser- anum“, tók ofan húfuna, hélt henni með annarri hendi fyrir aftan bak, en rétti hina fram, um leið og hann sagði: „Sælir verið þér nú, Lefolii minn“. Hinn tók kveðjunni með því að tylla tveimur fingurgómum sem allra fremc,t að hönd karls, og var það vorkunn, því að lestamenn voru í þá daga sjaldan tárhreinir um hendur. Nú langaði karl að segja eitthvað meira og hafa það nú einstaklega al- úðlegt, virðir fyrir sér stórkaupmann- inn, sem orðinn var aldurhniginn, og segir svo: „Alltaf lifið þér, Lafolii minn“. — „Alltaf leve jæ, — ja vist leve jæ“, sagði stórkaupmaður, sem langaði ekkert til að tala meira um það efni, og gekk frá karli, sem hálf- sneyptur fór að koma húfunni fyrir á höfði sér. (Oddur Oddsson). I TVÆR HESTAVÍSUR eftir Ingibjörgu Friðgeirsdóttur hús- freyu á Hofstöðum á Mýrum: Sama er mér hvort sólin skín eða sorti hylur veginn, bara ef Moldi bíður mín á bakkanum hinum megin. Eftir genginn lífsins leik, leið þótt örðug bíði, fái eg þá að beizla Bleik, brattanum ei eg kvíði. (Faxi).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.