Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1955, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1955, Blaðsíða 5
fr lesbók morgunblaðsins ing á tilhöguninni allri í einstök- um greinum. Má þá segja, að ekki sé nú seinna vænna að gera sér nokkura grein fyrir því, hverjar stoðir renni undir þessar bygging- arframkvæmdir, þegar til alls kem- ur. En eigi eru tök á að gera það til nokkurrar hlítar hér og ber enda öðrum að gera upp þær sak- ir allar. AÐ SJÁLFSÖGÐU er það aðal- reglan, að hver söfnuður verður að annast um byggingu kirkju sinnar, úr því að löggjafarvaldið, illu heilli, hefir eigi fengizt til þess að fallast á skyldu-hlutdeild þjóð- arheildarinnar, ríkissjóðs, í þeim framkvæmdum, eins og fyrr var rakið. Lánsfé fæst nokkuð til þessa, venjulega úr hinum almenna kirkjusjóði og nú væntanlega eitt- hvað úr Kirkjubyggingarsjóðnum nýja, en hvergi nærri fullnægjandi, að því er ætla má. Að því er Reykjavík snertir, þá hefir bær- inn um sinn hlaupið undir bagga með kirkjum þar með stofnun „Kirkj ubyggingarsjóðs Reykj avík- ur“, og telur sér það eftir atvikum vel henta að veita kirkjunum á þann hátt nokkurn beinan styrk úr bæjarsjóði, bæði þjóðkirkju- og fríkirkjusöfnuðum, en reitingur verður það að vísu, þegar skifta á í fleiri sárþurfandi staði. Meðan þetta helzt skal veitt úr bæjarsjóði til þessa ein milljón króna á ári, en það er tvöfalt á við árstillag ríkis- sjóðs til lánasjóðsins nýja (hálf milljón króna ákveðinn tíma), sem þó skal lána fé til byggingar kirkna í landinu öllu, einnig bæjanna. Vitaskuld getur það aldrei hossað háu, ef veita á slíkri kirkju sem Hallgrímskirkju styrk úr Reykja- víkursjóðnum, en hana er ekki hægt að sniðganga, ef skilyrðum er fullnægt þar eins og annarsstað- ar, en þau eru yfirleitt nokkuð ströng. Það má þó segja, að jafn- vel þótt slíkt tillag til hennar gæti numið fám hundruðum þúsunda króna á ári öðru hverju (og meira gæti það vart orðið), þá yrði það eins og krækiber í ámu, — og einn góðan veðurdag gæti þessi veiting frá bænum líka htxfið, ef stjórnar- völd þar kipptu að sér hendinni. Þess vegna er nú orðið meira en tímabært að spyrja: Hvar og hve- nær og af hverjum hefir verið á- kvarðað til fulls, hver ætti að standa undir þeim gífurlega kostn- aði, sem bygging þessarar miklu og væntanlega veglegu kirkju hef- ir í för með sér? Óhugsandi er, að nokkrum manni hafi nokkurn tíma til hugar komið í alvöru, að einn söfnuður í Skólavörðuhverfinu í Reykjavík ætti að gera það eða gæti gert það. Menn hafa eðlilega sín á milli talið sem svo, að ekki gæti þar verið öðrum til að dreifa en ríkisheildinni, enda kirkjan víst frá öndverðu hugsuð sem minn- ingarstofnun á vegum þjóðarinnar allrar, eða hver neitar því nú, að íslenzka þjóðin eigi Hallgrím Pét- ursson, en ekki neinn einstakur söfnuður. En um þetta, hver eigi að annast um að koma kirkjunni upp, finnst enginn stafur, er úr því skeri. Fyrir því verður Hall- grímssöfnuður skilyrðislaust að fá hið allra fyrsta ótvíræðilega af- gert, hverir eigi að standa hér að. Það er undirstaðan undir fram- haldi verksins. Annars er allt út í bláinn. Hitt er svo annað mál, sem hefði mátt orða fyrr af kirkjustjórninni, að í raun og sannleika hefði Hall- grímskirkjan, með tilliti til um- hverfisins og eins og nú er komið öllu, sem þar skiftir máli, átt að nægja fyrir allar kirkjulausu sókn- irnar í austur-hluta bæjarins, er ég nefndi, og hefðu prestar getað skift á milli sín messugerðum, og meira að segja fleiri en einn hvern helgidag. Af Skólavörðuholtinu eða þeim stað, þar sem kirkjan á að standa, má sjá yfir allar þessar sóknir í nálægð, um mýrar, holt og hlíðar o. s. frv. Gæti þá hið mikla hús orðið fullnotað og vel notað, ef hyggilega væri að farið. — En tjóar nokkuð að tala um þetta nú, þótt með þessu hefði verið kleift og væri enn að leysa kirkjuvandkvæði Reykjavíkur í einu lagi? Verður ekki héðan af allt að ganga sinn gang, eins og til er stofnað? Ef þá skyldi gang kalla. oí:'1 A U K þessara stórræða í höfúð- staðnum, er nú hefir verið getið, hefir kirkjustjórnin farið út í það nýmæli að áætla kirkjubyggingu „með hraði“, eins og segir á síma- máli. Það er vitanlega í Skálholti, sem þetta stendur til. Þar skyldi reist allmikil kirkja, helzt í snatri, eftir því sem ráðamenn hafa viljað vera láta og segja mætti á elleftu stundu, en skiljanlega mun sú framkvæmd eigi verða fullgérð fyrir næsta sumar, eins og þó mun hafa verið hugsað til, vegna hátíða- halda þar, en allt það mál mun nú ekki verða frekar rætt hér. Og svo hefir loks komið ffam tillaga frá sérstökum aðilum, um að byggja skuli þjóðminningarkirkju á Þingvelli og hafa þeir gert ráð fyrir hvorki meira né minna en að einstaklingar þjóðarinnar gerðu það á sínar spýtur. Svo er nú það. — Að endingu má spyrja: Hvað er um Hallgrímskirkju í Saurbæ — ekki mun hún komin upp að fullu? MENN geta nú einnig spurt sér til gamans, hvort engir einstaklingar séu meðal íslendinga, er vilji gefa af auði sínum til byggingar Guðs- húsa eða áþekkra stofnana, eins og þó hefir átt sér stað með öðrum þjóðum; hvort þeir, sem græða stórfé á hinum og þessum tiltekt-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.