Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1955, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1955, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 599 nú nógu margir í landinu, til þess að vinna tilskilin verk, hverju nafni sem nefnast. Og enn er eng- in ástæða til að fækka þeim yfir- leitt. En þeir hafa gott af að hreyfa sig, eins og allir menn hafa, og verður þó aldrei líkum erfiðleikum bundið og fyrrum; þarf nú eigi heldur að saka svo mjög, þótt ein- staka sinnum hindruðust frá messu, enda nærri því myndar- legra en að þykjast vera að fremja messugerð fyrir örfáar sálir eða messufall yrði blátt áfram vegna engrar kirkjusóknar. Og með þess- um hætti yrði fólkið væntanlega fúsara til hreyfings, ánægðara með kirkju og prest, sem og þá stæði sig betur við að flytja eitthvað mergjaðra en nú virðist einatt eiga sér stað. Og ekki að glevma, í veglegri kirkjum en verið hefir. Jafnvel prestar geta líka þreyst á of miklu ræðuskrafi. — ÞAÐ þýðir ekki að dyljast þess, að kirkjusókn er orðin svo yfrið bág- borin í landinu, a. m. k. víðast hvar, að jafnvel til auðnar horfir sums- staðar, og virðist þetta eitt af því, sem lítt verði við ráðið, enda mun fleira valda, svo sem hugsandi menn geta gert sér í hugarlund og ekki lagast bara með því að reka upp ramakvein. Hitt mun og flest- um nútímamönnum kunnugt, að það er ekki neinn órækur vottur um rétta guðstrú eða sanna trú- rækni eða kristilega breytni, þótt menn sæki kirkju við og við. — íslendingar eru nú yfirleitt fá- skiftnir um sín trúarbrögð og verð- ur varla sagt, að sumir þeirra hafi nokkur trúarbrögð, er þeir vilji vinna eitthvað fyrir, eins og nú virðist komið hugsun og framferði eigi allfárra. Sem lítið dæmi um andrúmsloftið í þessum efnum mætti telja, eins og vér sjáum og heyrum daglega, að fjöldi fólks, menntað og ómenntað, þonr ekki að nefna Guð á nafn, nema þá við hégómlegar upphrópanir, lík- lega af ótta við að verða að spéi, en sem flest nöfn á „hinum“ aðil- anum þykir met í að hafa á hrað- bergi. Blót og ragn er ekki sparað. Og þó er hin ágæta tunga vor ann- ars nógu kjarnyrt til þess að sleppa slíkum ósóma. Menn tala einnig mjög um „forsjón“ og látum það vera; „forsjónin réði því“, „svo er forsjóninni fyrir að þakka", og fleira því um líkt. En hvers for- sjón?-------Nýlega þurfti blað eitt hér í bænum að skýra frá slysi, sem þó að miklu leyti varð af- stýrt, og komst þá svo að orði, að það hefði verið ,,Iífsmildi“(’!), og átti þetta að koma í staðinn fyrir guðsmildi, sem flestir kannast lík- lega við og má kalla eðlilegt. — Nei, landinn kærir sig kollóttan, ef hann aðeins þvkist geta tryggt sína tímanlegu afkomu, og þarf víst ekki einu sinni alltaf þetta til. Og þó eru til menn, sem eru að bjástra við að prédika, að „ís- lendingar séu Guðs útvalda þjóð“! Ojæja, maður skyldi ætla, eftir öllum mannlegum rökum að dæma, að þeim veitti þá ekki af að fara að „betrumbæta“ sig lítið eitt. í öllu þessu sinnuleysi um hin eilífu verðmæti, sem kirkjan telzt fulltrúi fyrir, er það að vísu til í málinu, að fólkið meti eigi prest- inn sinn eins mikils og áður tíðkaðist, og var þó stundum þá eigi mikið aflögu í því fari og ,,messuföll“ ekki heldur óþekkt af einum eða öðrum sökum. Og vissulega geta þessi leiðindi aukizt eftir því sem argaþras vex við prestskosningar. En víst méga prestarnir vanda sig í hvívetna, ef vel á að fara og til fyrirmyndar á að vera, sem ávallt verður nota- drýgsta kenningin. En athugandi er, að mörgu því, sem nú virðist fara aflaga, verður ekki breytt í nemu hasti, hvorki með frjálslynd- um trúarkenningum né íhaldssöm- um, sem á stundum geta verið fluttar þannig, að jafnvel geri illt verra, enda hafa þær hvorar tveggja oftast verið við lýði fyrr og síðar og er þó komið sem komið er. Þessu þarf að veita vakandi og varandi athygli og leita ráða til lækninga, þótt í hægagangi sé, því að stökkbreytinga í þeim efnum er vart að vænta, enda verða þær venjulega skammæar. í FÁLMI ýmsra manna og harma- tölum yfir ástandinu hefir- eitt atriði verið misskilið eða um það farið lastmælum af skammsýni einni saman. Það er útvarpið, eða nánara tiltekið útvarpsmessurnar, er svo neínast. Hafa þessir menn jafnvel talið þær drepsótt á trúar- áhugann og einkum valda því, að kirkjugöngur afrækist. En hér skýtur nokkuð skökku við. Rétti- lega skoðað verða útvarpsmessurn- ar, það sem þær ná, einmitt miklu fremur til viðhalds trúrækni iolks- ins í bæ og byggð. Það er nú svo sem ekki nýtt, að útvarpsmessurnar (sem raunar líka allajafna eru kirkjumessur) hafa orðið til ásteitingar þeim, sem þurft hafa að finna einhverja á- stæðu til þverrandi kirkjusóknar, og hefir þetta við og við undan- farið gengið aftur í umræðum um þessi mál, þótt rénað hafi heldur á síðkastið, að því er virðist. Helzt er fundið að því, að þær séu oft á þeim tíma helgidagsins, er menn ella myndu vilja hlýða messu í kirkju. En þetta er aðeins forms- eða fyrirkomulagsatriði, sem sjálf- sagt má lagfæra og er þegar farið að taka tillit til á sumum stöðum. Þess vegna ber, í stað þess að hafa á þeim ýmugust, að taka þær sem fullgilda trúræknisathöfn með þjóðinni. Þær eru sem sé plús, en ekki mínus í þessu tilliti, þótt meira að segja haii birzt i Kirkju-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.