Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1955, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1955, Blaðsíða 4
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS r 435 (Bontoc-borg í baksýn) Ungu piltarnir inn í hinni barnslegu trú Filipps- eyinga er kominn frá Spánverjum og marglitar skyrtur þeirra frá U.S.A. Auðskilið er þó, að eyarbúar glöt- uðu svo auðveldlega fornri menn- ingu sinni, þar sem engin eining ríkti meðal þeirra og þeir svo ólíkir að uppruna og tungu, í eyríki, þar sem töluð eru um áttatíu ólík tungumál og allir menningarsiðir eru auðvitað ólíkir. Einingu var þess vegna betur náð með því að innleiða algjörlega nýa menningu, en að láta einhveria af hinum upp- runalegu ná yfirhöndinni. Nú í dag er enska ríkjandi opin- bert tungumál á evunum. Að form- inu til er þó „tagalog" opinber tunga. En jafnvel „tagalog“ er ekki upprunaleg filippínsk tunga, held- ur blendingur af spænsku og nokkr -um tungumálum innfæddra íbúa. Spænska er ennþá ríkjandi á nokkr -um stöðum, m. a. er hún mál laga og réttar, þ. e. öll gömul lög, sem enn eru í gildi, eru skrifuð á spænsku og í hæstarétti er spænska töluð. Lifnaðarhættir inna ýmsu þjóðflokka HVER OG EINN af þjóðflokkum Filippseya lifir mikið út af fyrir sig og í ólíkum héruðum eyanna. Margir af þeim eru enn í dag mjög frumstæðir og lifa ótrúlega frum- stæðu lífi. Á syðri eyunum búa t. d. frumstæðir þjóðflokkar inni Hlaupa „amok“ Á SYÐSTU eyunum búa Moro- menn. Þeir eru Malayakynflokkur, erfiðir viðureignar og múhamheð- anskir að trú. Þeir eru gjarnir á að beita vopnum og leitast við að breiða út trú sína með harðri hendi og aðstoð vopna. Þeir eiga til að hlaupa „amok“ og þá myrða þeir eins marga kristna menn og þeir geta, áður en þeir deya sjálfir. Þeir heya blóðugar ættardeilur og eru í frumskóginum og niðri við strönd- ina. Búa þeir í strákofum, sem oft eru reistir á staurum. Þeir lifa mest á fiskveiðum og sem húsdýr hafa þeir svín, hæns og uxa (cara- bou). Þeir hafa bananatré við hús sín og kókospálmarnir gefa þeim góðan arð. Flestir hafa einnig smá- vegis rísrækt. Þeir af íbúum eyanna sem bezt eru menntaðir og fylgjast bezt með nútíma menningu og framþróun, eru fyrst og fremst íbúar mið- og syðra hluta Luzon ásamt íbúum ey- anna milli Luzon og Mindanao. Þeir, sem tala hið opinbera mál eyanna, „tagalog“, búa á Luzon. Ungu stúlkurn ar í Bontoc

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.