Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1954, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1954, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 537 S^h'önch anaama ll til Forseta íslands og forsetafrúarinnar að Hólmavík 6. júlí 1954 Kom heill á Strandir, herra snjalli, Hilmis jafni, í Drottins nafni. Þjóð velkominn þig vill bjóða og' þína frú, af geði trúu. Íslands forseta auðnu prísa í orði jafnt og á reiddu borði allar góðvættir, hans og hylla hæsta tign og mennsku glæsta. Frjáls er þjóð og fallið helsi, fögur tíð á sumri blíðu, angan blóma yrkir langan unaðsseið á fólksins leiðum. Yljar sól um unnar hylji, andar blær um reistar Strandir. Fagna af alhug fljóð og bragnar frelsis merkisbera sterkum. Hér á Ströndum standa berar standbergshallir í hverju fjalli, sorfnar ísi og sundur skornar, , syngja hátt við veðra sláttinn. Þangað hafa lýðir löngum leitað styrks á tíðum myrkum, fjalls í eggjum cggjan snjalla átt til dáða og bjargarráða. Strandabúar aldrei undu ofurríki í neinu líki, frelsi unnu, hötuðu helsi, hugdjarfir í þörfu starfi. Fögnuðu af alhug frelsis mögnum. Forsetann því hylla og meta, þegnar hans af heilu megni, hjarta og sál í frelsismálum. Áður fyr af okkar láði utanför af risnu gjörðu, frjálsir menn og fullum hálsi fengu lof í kvenna stofu. Sigldu höf í sómafylgdum, sóttu heim gram og hlutu frama. Orðstír lands þeir utan báru juku hróður sinnar þjóðah f dag er enn hin sama saga, siglt er skeið nm ránarleiðir. Enn við víkings cðlið kennum, enn til frægðar sótt og gnægðar. Hróður íslands með öðrum þjóðum eflir slvngur þjóðhöfðingi. Mcnning vorri vekur kynni vitur meðan á stóli situr. Stund er björt og sómi er sýndur, sitja að borði á Ströndum norður gestir tveir, sem teljast beztir, tignin hæst og konan glæsta. Eiðjum við að blessun friðar blómgist kringum þjóðhöfðingjann. Þjóðin öll skal örugg meðan íslands hróður á slíkan bróður. JÖR. GESTSSON frá Hellu. görðum, líklega ekki nema svo sem 10 milljónir lesta á hverju ári. Og það getur ekki haft nein áhrif á gufuhvolfið. En hér kemur einnig annað til greina í náttúrunni. Þegar grjót veðrast, stafar það að miklu leyti af því að kolsýrlingur í vatni leys- ir það upp og myndar úr því jarð- veg. Þótt þetta fari hægt, eyðast í það um 100 milljónir lesta á ári. En þetta er bætt upp á annan hátt, því hverir, laugar og eldgos skila álíka miklu magni út í gufuhvolfið á ári hverju. .Þannig jafnar náttúran sjálf metin, en þó eru áraskifti að því. Þegar fjallgarðarnir voru að myndast á jörðinni, risu þeir mik- ið hærra en nú og voru hrikalegri. Við þetta stækkaði yfirborð jarð- ar og stærri flötur veðraðist og þá gleypti veðrunin miklu meira af kolsýrlingi úr loftinu heldur en nú, og við það kólnaði loftið. Og jarð- fræðin sýnir einmitt, að á eftir þeim öldum er fjallgarðar voru að myndast, komu kuldaaldir og jöklar jukust að mun nokkrum milljónum ára seinna. En áður en fjallgarðarnir tóku að myndast, var jörðin yfirleitt flöt og veðrað- ist miklu minna, og þá virðist svo sem meira hafi verið af kolsýrlingi í loftinu, og þá var líka hitabeltis- loftslag um alla jörð. ÞAÐ GETUR því verið að hlý- inda og kuldatímabil stafi af mis- munandi magni kolsýrlings í loft- inu. En það er einnig einkennilegt, að með mismunandi magni kol- sýrlings í loftinu, verður mismun- ur á úrkomu. Skýin leysast upp í regn þegar talsverður hitamunur er fyrir ofan þau og neðan. Þegar lítið er um kolsýrling í loftinu, þá kólna efri loftlögin hraðar og það veldur úrkomuaukningu. Það fer því saman, að þegar lítið er af kol- sýrlingi í loftinu, þá verður tíðar- far kaldara og votviðri meiri. En þegar mikið er af kolsýrlingi í loftinu þá er meiri hiti og minni úrkoma. Og nú má vel vera að maðurinn hafi nokkur áhrif á það hve mikið er af kolsýrlingi í gufuhvolfinu. Hann eykur magnið með því að brenna kolum og olíu. Við þessa brennslu framleiðist miklu meira af kolsýrlingi en menn hafa gert sér í hugarlund áður. Nú er gert ráð fyrir því að um 6000 milljón- ir lesta af kolsýrlingi bætist gufu- hvolfinu á hverju ári frá verk- smiðjum og aíls konar fyrirtækj- um. Þessi viðbót gæti hafa nægt til þess að þoka meðalhita ársins upp

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.