Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.1951, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.1951, Blaðsíða 9
461 "" LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Kort af Arnarfirði og innfjörðunum. ust þar og var því um kent að þau hefði hafst þar við lengur en álögin leyfðu. Upp úr því lagðist svo ver- stöðin niður. í>arna fyrir utan Kópinn er sker, sem nefnist Byltusker og á það sína sögu. Eitt sinn bjó í Selárdal bóndi sá er Kári hjet. Hann hafði tekið prestvigslu, en trúin var ung í þann tima og þótti klerkur ærið forn í skapi og var af því nefndur Árum- Kári. Hann var afarmenni, ódæll og þótti ilt við hann að etja. Tröllkona átti þá heima í Skandadalsfjalli og tók hún sauðamenn prests hvern af öðrum og hafði til jólaglaðnings sjer. Eitt sinn lagði prestur sig í rúm sauðamanns á útidyralofti og breiddi á sig uxahúð. Kom þá tröllkonan, þreifaði um rúmið og mælti: Þrýstinn um bóga. — Er á skinnsokkum bokki. —» Hefur jólaskó dóli. — Þá spratt Kári upp og rann undir hana og hófst þar harður atgangur. Barst leikurinn út úr bænum og fór kerling með allar dyragættir á herð- um sjer. Losnaði liún nú og tók á rás út með fjalli. PJn prestur hljóp inn dalinn og komst að hellinum á undan henni. Var það nærri Skanda- dal að þau nittust og hófst þá glíma í annað sinn og barst leikurinn víðs- vegar um fjörugrjótið. Seinast tókst Kára að vinna á flagðkonunni og bylti hann þá skrokknum fram af skerjum þeim, er siðan heita Byltu- sker. Rjett fyrir innan Kópanes er fjall- ið Skandi og Skandadalur. Ekki er jeg svo fróður að jeg skilji það nafn, og menn, sem þarna eru kunnugir, gátu ekki sagt mjer hvað það þýðir. En hvað sem um nafnið er að segja, þá er það víst að oflof er að kalla þarna dal. Þetta er bergskora, sem nær ofan frá fjallsbrún og niður í sjó. Ganga þverhnýptir klettar báð- um megin við hana alt í sjó fram og er þar með öllu ófær vegur. Uppi í miðju fjalli slær skorin sjer út til beggja hliða og myndast þar slakki eða hvylft grasi gróin. ún.i. ; hessa hvylft er haegt 'ð komast af fjalls- brúninni og þó bratt. Þarna geymdu menn áður á sumrin gömui og mann- ýg naut. Voru þau teymd úr Selár- dal upp á fjallið og svo ieidd niður í skoruna, en á brúmua . • hiaðinn öflugur grjótgarður, svo ia voru þau í sjaifheldu. Er p< sá einkennilegasti nautahagi, sem jeg hef sjeð. Rjett fyrij. „ui_„ Skanuadal heita Verdaii" :>aö eru -tcki heldur dalir í þc-so orós rjettu merking”., heldur breiður bakki undir fjailinu. Þar er engin bygo og hefur aldrei veriö. En þarna var um langt skeið verstöð þeirra Arnfirðtnga, haust og vor. Vorvertíðin hófst um sumarmai og iauk lk viKur af sumri. ruru pa íiesur bænuur ur uiroura, ari uiLian fra' úynjanua og af suourr... .idinm og ur £>uourrjoroum, og ragu ,... vrð í verbuöum. biasa verouðai . arnar við þar á bokKunum og eru r tveim- ur hverfum,- srit hvoxiró vro hvorn lendmgarstað. Heiaur hefur verrð ömúriegt að vera þarna, íjarrr onum mannabygðum og ia engar frjettir af iioan ioiks sins heima nema tnur- um og erns, er menn guiu sjer tima til að skreppa herm og þá heist er stórviðri var úti fyrrr, svo að ekki gaf að róa tii fiska. Skreppa heim. Það var nú hægar sagt en gert. Frá Verdölum inn aó

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.