Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.1951, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.1951, Blaðsíða 6
370 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS bygðamenn hafi farið þangað til veiðifanga, þá hafa þau þó aldrei verið könnuð“. Landmælingamönnunum þótti T3g þetta svæði ekki með öllu aðgengU legt. Ljetu þeir það sitja á hakanum og ferðuðust aldrei um það. Það var seinast ljósmyndað úr lofti og kortið af þeim gert eftir þeim ljós- myndum. Þetta svæði virtist og torsóttlcgast fyrir bílferðir, því að Tungnaá var sá þröskuldur í vegi, er engum kom til hugar að hægt væri að fara yfir á bilum, og þess var auðvitað langt að biða að hún yrði brúuð. Ferja var á henni undan Búðahálsi skamt þaðan er hún rennur í Þjórsá, og hafði lengi verið, þvi að þar ferjuðu Holtamenn fje sitt yfir vor og haust, en afrjettur þcirra var fyrir innan Tungnaá. Annar ferjustaður á henni var við suðvesturhorn Éjalla, og fyrir tilstilli vegamálastjóra höfðu verið íluttir þangað tveir bátar og hafður sinn hvorum megin við ána. Þar skammt fyrir neðan var vað á ánni, kallað Bjallavað, „eina vaðið, sem nú er vitað um á allri Tungnaá“, segir í Árbók Ferðafjelagsins 1940. Þo munu „Vatnakarlar", en svo nefndu I.,andmenn þá er fóru til veiða í Veiðivötn, hafa farið víðar vfir hana. og Þorvaldur Thoroddsen fór yfir hana hjá Svartakrók neðan við Snjóöldu. Segir hann að áin hafi runnið þar í mörgum kvislum, og sje þar mjög sandbleytuhætt, en þeir hafi liitt fyrir góðan botn. Nyrstu kvislarnar hafi verið dýpstar, „þó ekki nema á miðjar siður þar sem grynst var‘\ en fylgdarmaðurinn hleypti á sund er hann var að reyna vaðið. Segir Þorvaldur að skömmu áður hafi maður mist hest þar í sand- bleytu. Áin htfir vitt aðrenslissvæði og get ur því skjótlega hlaupið vöxtur í hana. Varð veiðimönnum oft hált. á þvi og komust þar i krappan dans. Ganga ýmsar sögur af svaðilförum þeirra og hafa þær gert ána ægilegri i augum manna heldur en hún er. Og þess vegna datt engurn sú fjar- stæða í hug að hægt væri að fara á bilum yfir hana. Jú, einum manni datt i hug, að það væri reynandi. Sá maður er Guðmundur Jónasson bílstjóri, hinn alkunni ferðagarpur, er landfrægur varð fyrir feröir sínar á snjóbílnum í vetur sem leið. Hann tók sjer fyrir hendur í fyrra að kanna ána, og vita hvort hann fyndi hvergi bilvað á henni. Með honum var Egill Kristbjörnsson, ann- ar kunnur ferðagarpur. Þeir reyndu viöa fyrir sjer, oðu íram og aftur, svömluðu striða strengi og þræddu brot. Og að lokum tókst þeim að finna vað, rjett hjá efsta Bjallan- um. Óku þeir svo inn að Þórisósi og suður að Fiskivötnum og Snjóöldu, til þess að kanna bílstigu um þessar ób.vgðir. Næst fór svo Guðnumdur í leiðangur þarna norður með 40 manns. Var þá ekið frá Veiðivötnum inn fyrir Ljósufjöll og þaðan vestur yfir Kaldakvisl og vestur að'Sóley- arhöfða; svo upp með Þjórsá i Þúl'u- ver og Eyvindarver, inn í Jökuldali i Tungnafellsjökli og norður i Tóm- asarhaga. Þaðan var farið vestur yfir Sprengisand og sunnan við Hofcíök- ul og þaðan vestur á Kjalveg. í þess- ari ferð var Guðmundur þegar nug- vjelin Geysir fórst á Vatnajökli. Þriðju ferðina fór hann svo með björgunarleiðangur þar inn eftir. Var þá farið í Kaldakvislarbotna og úr þeim ekið langt inn á Vatnajökul. í þessari ferð björguðu þeir hundinum og ýmislegu úr Geysisflakinu. Áður en þetta væri hafði Guð- mundur farið í flugvjel yfir Öræfin, haft með sjer kort og markað þar á þá leið, er hann taldi bilum færa, alt frá Þórisós inn að Hágöngum og Kaldakvíslarbotnum. Tókst honum það svo vel að hann gat ekið þá leið svo að segja hiklaust eftir kortinu, og komst aldrei i sjálfheldu, svo að hann yrði að snúa við. Enn seinna um haustið fór hann svo þessa sömu leið með Bandaríkja- mennina, er sendir voru hingað til þess að reyná að bjarga amerísku flugvjelinni af jöklinum. Ók Guð- mundur þá fram og aftur um öræfin, alla leið inn undir Vatnajökul, en á sama tínia var Hellisheiði ófær vegna snjóþyngsla. Þá sannfærðist Guð- mundur um það, að snjóljettara jnundi á öræfunum heldur en út við strendur landsins, og að þau væri ekki jafn ægileg og af var látið. SKEMTIFERÐ TIL ÖKÆFANNA Um miðjan júlí s. 1. ljet Guðmund- ur það boð út ganga, að hann mundi fara skemtiferð inn á öræfin fyrir oían Tungnaá,*ef nógu margir gæfi sig fram. Ætlaði hann að fara á 20 manna bíl og hafa stóran vörubíl með undir farangur og til írekara örygg- is. því að hvor billinn átti að hjálpa öðrum ef i ógöngur lenti. Ekki stóð á fólkinu. Samdægurs höfðu 30 gefið sig fram, svo að Quð- mundur varð að bæta við þriðja bílnum, sem rúmaði 10 manns. Gert var ráð fyrir að leggja á stað kl. 2 laugardaginn 14. júlí. Guðmundur hafði fengið loforð fyrir talstöð hjá Landsímanum í stærri fólksbílinn, og var hún ekki komin. Vörubíllinn og mitini billinn lögðu þá á stað, en Guðmundur fór að ná i talstöðina. Var klukkan orðin 4 þegar stöðin var komin í bílinn. Svo þurfti að reyna hana og vita á hvaða tímum helst væri að ná í Gufunesstöðina. Var nú ekið niður að Rauðarárvík- inni, þar sem truflanir voru minni en inni í bænum, og svo kallaði loft- skeytamaður á Gufunes: — Halló Gufunes. Þetta er Guð- mundur Jónasson bílstjóri, sem kall- ar. Hann er að fara á bíl upp á öræfi og biður að hlusta á sig á vissum timum. Svarið kemur: Radio Gufunes kall- ar snjóbílinn. Hvenær eigum við að hlusta á ykkur? Nú gripur Guðmundur fram í: — Þetta er ekki snjóbíllinn. Þetta er R 346. Hlustið á okkur um mið- nætti og síðan á þriggja klukku- stunda fresti. Þeim kom saman um þetta. Og svo var ekið á stað, og farþegar voru heldur kampakátir út af því að geta komið boðum heim til sin hvar sem þeir væru staddir á öræfunum. Það var lika geisi mikið öryggi i því að haí'a talstöð í bilnum, ef eitthvert óhapp skyldi henda á leiðinni, bíl- arnir teppast inni á öræfum, einhver maður slasast o. s. frv. Þá var hægt að kalla á hjálp. Flugvjel gat innan stundar flutt leiðangrinum alt, sem hann vanhagaði um. Og þótt hún gæti ekki lent á öræfunum, þá gat hún fleygt því niður í fallhlíf. Austur í Iloltum, þar sein Land- mannavegur liggur út af aðal vegin- um, biðu hinir bílarnir eftir okkur. Þarna er kaupfjelagsverslun og bensínstöð. Margir skruppu í búð til þess að fá sjer „eitthvað gott í munn- inn“, en viðstaða var stutt. Nú runnu þrír bílarnir í röð upp

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.