Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.1951, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.1951, Blaðsíða 2
366 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Syprustrje í kirkjugarði. Dráttaruxar á tilraunastöff. og rennir sjer niður á ósljettan flug- völlinn utan við Punta Arenas, syðstu borg í heimi. A FLUGVELLINUM Farþegarnír tínast hver af öðrum út úr vjelinni, ánægðir yfir því að vera nú loksins komnir til heimkynna sinna að lokinni langri og erfiðri ferð. En jeg er norðan af íslandi, og næ ekki háttum heima i kvöld hvort eð er, og liggur því ekkert á, enda er jeg orðinn þreyttur á öllum þessum smá viðkomu stöðum og er ófús á að hefja enn á ný þref og útskýringar við tollþjóna og eftirlitsmenn. Jeg geng síðastur út úr vjelinni. Þjóðverji að nafni Magens og tveir alúðlegir enskir bændur auðvelda mjer komuna. Skoðun farangurs míns er lokið á skömmum tíma. Áður en varir erum við lagðir af stað inn í bæinn. Það er ekið gegnum dimma og mann- iausa aðalgötuna, og er mjer sagt að hluti af olíuaflstöð staðarins sje ónýtur, rafmagnið sje skammtað og eigi þetta hverfi að vera ljóslaust í nótt. Það er staðnæmst við Hótel Savoy, tveggja hæða timburhús nálægt höfn- inni. Gestgjafinn, Senor Travini, birt- ist í dyrunum og ber !;6sker í hendi. Hann er lágur maður vexti en þrekinn, gamall ítalskur hjólreiðamaður. Frjetti jeg seinna að hann hefði verið rekinn úr landi fyrir að tapa millilandakeppni, af ásettu ráði, fyrir smávægilega þókn- un. Nú er hann eigandi skársta gisti- húss bæjarins. Herbergið, sem hann ætlar mjer er litið og vistlegt og snýr út að götunni. Á þvottáborði í einu horni stendur heitt vatn í könnu, sápu- brot og kertisstubbur með flöktandi ljósi, sem málar annarlegar myodir á veggina og gefur þeim líf. Það heyrist skrjáf í músum milli þilja og brak í gömlum viðum. En slíkt heldur ekki vöku fyrir þreyttum ferðalangi. PUNTA ARENAS Jeg spígspora um göturnar og skc^a bæinn. Það er frakkaveður með kaldri og rakri vestan átt, rjett eins og væri það haustdagur heima. En nú er mars- mánuður og sumri lokið hjsr syðra. Bærinn stendur að norðanvcrðu við Magellanssund, og dregur nafn sit.t Runta Arenas (Sandhöfði) aí háum marbakka, sem gengur fram í sjóinn og myndar sæmilegt var fyrir vestan- áttinni. Þegar forseti Chile (General Bulnes) sölsaði undir sig Magellanhjeraðið árið 1843 reisti hann virki nokkuð sonnar og vestar í sundinu og flutti þangað pólitíska fanga. En byggðin stóð skamma stund á þessum stað. Þepar föngum og gæslumönnum þeirra hafði fjölgað allverulega, var ný’endan f'utr lengra norður i skjólið við höfðann, þar sem var mun meira vatn og betra beiti- land og heilnæmara loftslag. Þar stend- ur bærinn enn í dag. Ekki var liðinn langur tími frá end- urreisn þessarar nýlendu þegar æðis- gengin bylting hófst að undirlagi 300 fanga. Þeir strádrápu gæslumenn sina, er voru aðeins 50 að tölu og tóku síðan að ræna og eyðileggja nýlenduna og frömdu hina hræðilegustu glæpi. Þeg- ar þeir höfðu brent upp staðinn og drepið á svívirðilegasta hátt alla helstu menn hjeraðsins, sigldu byltingarsegg- irnir áleiðis til Evrópu til þess að kom- ast undan hegningu. En ekki höfðu þeir fyrr kvatt sundið en áhöfnin á skipinu gerði uppreisn geen þeim, setti foringj- ann í járn og fluttu hann og menn hans sem fanga til Valpariso, þar sem sökudólgarnir voru dæmdir til dauða fyrir tilvikið. Þeir af föngum staðarins, sem eftir lifðu, voru útskúfaðir úr mannlegu þjóðfjelagi, dæmdir í ævilanga þrælk- un og fangavist. UPPRETSN SETULIÐS OG FANGA Þannig var ástandið í Punta Arenas f nokkra áratugi uns enn á ný hófst borgarstyrjöld, þar sem setulið og fang- ar bundust samtökum, kveiktu í borg- inni, særðu og myrtu marga friðsama borgara og neyddu stjórnina til að láta lausa f.iöida af föngum. Punta Arenas reis þó fljótt úr rústum sínum og við- skipti færðust í samt horf. Á fvrstu árum nýlendunnar höfðu hinir aðfluttu hvítu menn verslað við Indíánana báðum megin sundsins. Keyptu þeir strútsfjaðrir og skinn af lamadýrum, otri og sel, fyrir matvæli og einskis nýtt glingur. Þessi verslun ásamt útflutningi á timbri og innflutningi á kvikfie frá Falklandseyjum varð til þess að efla afkomu hjeraðsins. En í kjölfar þess fylpdi ýmisskonar iðnaður, sem trvggði að fullu verslunarlíf borgarinnar. Punta Arenas var í upDgangi. Það var því ekki lítill hnekkir fyrir verslun og viðskipti borgarinnar að Panamaskurðurinn var opnaður. Vegna þess hve þessi gamia siglingaleið milli úthafanna varð nú

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.