Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.1951, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.1951, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 369 • • ÁRNI ÓLA: SKEMTIFERÐ UM VERSTU ÖRÆEI LAiNlöSIIMS TIL SKAMMS tíma mátti svo kalla að öræfin um miðbik íslands væri lokaður heimur, auðnir og sandar umluktar beljandi vatnsföllum og jöklum, ógnþrunginn töfraheimur þar sem huldar vættir rjeðu ríkjum. En þjóðtrúin hafði þó skapað þar fagra og grösuga dali, þar sem úti- legumenn áttu heima og höfðu komið á hjá sjer sínu eigin þjóðskipulagi, með andlegum og veraldlegum höfð- ingjum. Þegar Björn Gunnlaugsson ferðað- ist um landið, gerði hann sjer far um að reyna að komast eftir því hvort þessi þjóðtrú hefði við nokk- ur rök að styðjast. Og hann komst að þeirri niðurstöðu, að útilegumenn væri engir til og sögurnar um hina grænu dali inni á milli jöklanna, væri ekki annað en heilaspuni og skáld- skapur. En það var eins og þjóðinni fyndist hún fátækari ef hún ætti að raissa trúna á útilegumennina og hinar blómlegu bygðir þeirra. Svo fóru þó leikar, að þeirri trú varð að kasta. Bláköld reynslan sýndi að öræfin voru köld og miskunnar- laus. Þar voru engir fagrir dalir með hreiðum bygðuin. Þar var auðn og hrjóstur. og óvíða hægt að finna þá gróðurbletti að þar væri snapir fyr- ir hesta um hásumarið. Þetta gróðurleysi torveldaði mjög rannsóknir öræfanna ,því að ekki var hægt að ferðast um þau öðru vísi en á hestum. Ferðamenn urðu eigi aðeins að nesta sig, heldur urðu þeir einnig að nesta hestana, flytja með sjer hey til að geía þeim í áfanga- stað og binda þá síðan á streng svo að þeir tæki elcki til fótanna og flýðu hina ömurlegu eyðimörk. Nú er þetta breytt. Nú eru bílar orðnir fararskjótar manna á öræfun- um og á þeim þeysa menn nú fram og aftur um vegleysur og fara á sínum degi það sem voru margar dagleiðir áður. Þessi breyting hefir komið mjög snögglega. Það eru ekki nema 14 ár síðan að bílfært var inn að Hvera- völlum á Kili, og skömmu áður hafði vegur verið ruddur yfir Kaldadat. Með því má kalla að öræfin hafi verið opnuð fyrir þeim, er vildu ferðast þar sjer til skemtunar og fróðleiks. Svo fara þeir Sigurður heitinn Jóns- son á Laug og Jón Víðis norður Sprengisand á bíl (fleyttu bílnum yfir Tungnaá). Síðan hefjast bílferð- ir íram í Herðubreiðarlindir og um Ódáðahraun, en aðrir ferðast um Brú- aröræfi. Þá er farið á bílum yfir Arnarvatnsheiði og Auðkúluheiði og yfir Vatnahjalla suður á Kjöl. í fljótu bragði virðist það næsta óskiljanlegt hvílíkt kapp menn hafa lagt á það að fara á bílum um veg- leysur og komast sem víðast um öræfin. En skýrinein er sú, að bíl- stjórar fundu það fl.iótt, að til ferða um öræfin henta bílar ágætlega. þyí .. að þar eru sjálfeerðir vegir fvrir bíl- ■ ana, sliettir sandar, sem þeysa. má um í allar áttir. Þar er vegúr á alla , vpgu. Aðalvandinn er sá, að komgst • inn á öræfin. " . ; Pá hluti öræfi-nna, sem er milli; Þjórsár og Tungnaár, og nær norður'i á Sprengisand og í Vonarskarð, Varð torsóttastur þeim vísindamönnum. er kanna vildu hálendi íslapdárÞorvald- ur Thoroddsen ferðaðist þar um fyrstur manna fyrir 62 árum (1ÍI89) ov segir hann svo um það í ferða- bók sinni: „Fá eða engin hjeruð á hálendi ts- lands hafa hingað til verið jafn lítt kunn og öræfin við Vatnajökul, eink- um kaflinn milli Kaidakvísjar og Tungnaár. Þó mcnn hafi lengi vitað nolckuð um Fiskivötn og margir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.